Páfinn ætlar að stappa stálinu í kristna Íraka sem hafa átt undir högg að sækja Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2021 08:47 Hermenn standa vörð nærri mynd af páfanum í Bagdad. AP/Hadi Mizban Frans Páfi leggur leið sína til Íraks í dag þar sem hann mun hitta kristna Íraka. Þeim hefur fækkað gífurlega á undanförnum árum vegna ofbeldis í landinu og af ótta við ofbeldi gegn þeim. Ráðamenn í Írak segjast ætla að taka páfanum fagnandi og sýna þann árangur sem náðst hefur í að skapa öryggi í landinu. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar mun páfinn reiða sig á öryggissveitir Íraka og hefur Bagdad verið skreytt táknum kaþólsku trúarinnar og íslamstrúar. Páfinn mun vera í Írak í þrjá daga og mun hann meðal annars funda með sjíaklerknum Ali al-Sistani, sem er einn æðsti klerkur landsins og er mjög áhrifamikill í íslamstrú. Hann mun einnig biðja í kirkju kristinna í Bagdad þar sem 58 manns voru myrtir af vígamönnum árið 2010. Hann ætlar einnig að heiðra kristna Íraka og boða skilaboð samheldni og sátta, sem AP fréttaveitan segir að geti orðið erfitt. Frans páfi lagði af stað frá Róm í morgun.AP/Gregorio Borgia Aldagamall menningarhópur Páfinn hefur ítrekað ferðast til landa þar sem kristnir eru í minnihluta og hafa jafnvel orðið fyrir fordómum og ofbeldi. Kristnir Írakar eru þar ekki undanskildir en Frans páfi segist lengi hafa dáðst að þessum hópi. Vatíkanið og páfinn hafa lengi krafist þess að þessi hópur sé varðveittur og honum sé tryggt öryggi. Um er að ræða menningarhóp sem spannar tvö árþúsund og inniheldur iðkendur einhverra elstu og fjölbreyttustu trúarbragða í heimi. Kristnir Íraka hafa orðið fyrir fordómum og ofbeldi mörg ár aftur í tímann, löngu fyriri upprisu Íslamska ríkisins eða innrás Bandaríkjanna árið 2003, sem hleypti landinu í óreiðu. Hefur fækkað gífurlega Vitað er til þess að á undanförnum tveimur áratugum hafa minnst milljón kristna Íraka flúið land vegna átaka, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar frá því í síðasta mánuði. Talið er að um 400 til 250 þúsund manns séu eftir og margir þeirra voru reknir frá heimahögum sínum á Nineveh sléttunum af vígamönnum ISIS sumarið 2015. Þeir fáu sem hafa snúið aftur síðan þá hafa komið að heimilum sínum og kirkjum í rústum. Árið 2003, þegar Saddam Hussein var komið frá völdum, er talið að kristnir Írakar hafi verið um 1,5 milljón talsins, í landi þar sem um 25 milljónir búa. Í dag eru Írakar um 40 milljónir og, eins og áður segir, um 400 til 250 þúsund þeirra eru kristnir. „Þegar ég var 24 ára hafði ég upplifað þrjú stríð,“ sagði einn viðmælandi AFP, Sally Fawzi. Hún og fjölskylda hennar flúðu fyrir áratug og búa nú í Texas í Bandaríkjunum. Um helmingur þeirra sem hefur flúið búa nú í Bandaríkjunum. Einnig búa margir í Kanada, Ástralíu, Noregi og öðrum hlutum Evrópu. Írak Trúmál Páfagarður Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Ráðamenn í Írak segjast ætla að taka páfanum fagnandi og sýna þann árangur sem náðst hefur í að skapa öryggi í landinu. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar mun páfinn reiða sig á öryggissveitir Íraka og hefur Bagdad verið skreytt táknum kaþólsku trúarinnar og íslamstrúar. Páfinn mun vera í Írak í þrjá daga og mun hann meðal annars funda með sjíaklerknum Ali al-Sistani, sem er einn æðsti klerkur landsins og er mjög áhrifamikill í íslamstrú. Hann mun einnig biðja í kirkju kristinna í Bagdad þar sem 58 manns voru myrtir af vígamönnum árið 2010. Hann ætlar einnig að heiðra kristna Íraka og boða skilaboð samheldni og sátta, sem AP fréttaveitan segir að geti orðið erfitt. Frans páfi lagði af stað frá Róm í morgun.AP/Gregorio Borgia Aldagamall menningarhópur Páfinn hefur ítrekað ferðast til landa þar sem kristnir eru í minnihluta og hafa jafnvel orðið fyrir fordómum og ofbeldi. Kristnir Írakar eru þar ekki undanskildir en Frans páfi segist lengi hafa dáðst að þessum hópi. Vatíkanið og páfinn hafa lengi krafist þess að þessi hópur sé varðveittur og honum sé tryggt öryggi. Um er að ræða menningarhóp sem spannar tvö árþúsund og inniheldur iðkendur einhverra elstu og fjölbreyttustu trúarbragða í heimi. Kristnir Íraka hafa orðið fyrir fordómum og ofbeldi mörg ár aftur í tímann, löngu fyriri upprisu Íslamska ríkisins eða innrás Bandaríkjanna árið 2003, sem hleypti landinu í óreiðu. Hefur fækkað gífurlega Vitað er til þess að á undanförnum tveimur áratugum hafa minnst milljón kristna Íraka flúið land vegna átaka, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar frá því í síðasta mánuði. Talið er að um 400 til 250 þúsund manns séu eftir og margir þeirra voru reknir frá heimahögum sínum á Nineveh sléttunum af vígamönnum ISIS sumarið 2015. Þeir fáu sem hafa snúið aftur síðan þá hafa komið að heimilum sínum og kirkjum í rústum. Árið 2003, þegar Saddam Hussein var komið frá völdum, er talið að kristnir Írakar hafi verið um 1,5 milljón talsins, í landi þar sem um 25 milljónir búa. Í dag eru Írakar um 40 milljónir og, eins og áður segir, um 400 til 250 þúsund þeirra eru kristnir. „Þegar ég var 24 ára hafði ég upplifað þrjú stríð,“ sagði einn viðmælandi AFP, Sally Fawzi. Hún og fjölskylda hennar flúðu fyrir áratug og búa nú í Texas í Bandaríkjunum. Um helmingur þeirra sem hefur flúið búa nú í Bandaríkjunum. Einnig búa margir í Kanada, Ástralíu, Noregi og öðrum hlutum Evrópu.
Írak Trúmál Páfagarður Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira