Páfinn ætlar að stappa stálinu í kristna Íraka sem hafa átt undir högg að sækja Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2021 08:47 Hermenn standa vörð nærri mynd af páfanum í Bagdad. AP/Hadi Mizban Frans Páfi leggur leið sína til Íraks í dag þar sem hann mun hitta kristna Íraka. Þeim hefur fækkað gífurlega á undanförnum árum vegna ofbeldis í landinu og af ótta við ofbeldi gegn þeim. Ráðamenn í Írak segjast ætla að taka páfanum fagnandi og sýna þann árangur sem náðst hefur í að skapa öryggi í landinu. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar mun páfinn reiða sig á öryggissveitir Íraka og hefur Bagdad verið skreytt táknum kaþólsku trúarinnar og íslamstrúar. Páfinn mun vera í Írak í þrjá daga og mun hann meðal annars funda með sjíaklerknum Ali al-Sistani, sem er einn æðsti klerkur landsins og er mjög áhrifamikill í íslamstrú. Hann mun einnig biðja í kirkju kristinna í Bagdad þar sem 58 manns voru myrtir af vígamönnum árið 2010. Hann ætlar einnig að heiðra kristna Íraka og boða skilaboð samheldni og sátta, sem AP fréttaveitan segir að geti orðið erfitt. Frans páfi lagði af stað frá Róm í morgun.AP/Gregorio Borgia Aldagamall menningarhópur Páfinn hefur ítrekað ferðast til landa þar sem kristnir eru í minnihluta og hafa jafnvel orðið fyrir fordómum og ofbeldi. Kristnir Írakar eru þar ekki undanskildir en Frans páfi segist lengi hafa dáðst að þessum hópi. Vatíkanið og páfinn hafa lengi krafist þess að þessi hópur sé varðveittur og honum sé tryggt öryggi. Um er að ræða menningarhóp sem spannar tvö árþúsund og inniheldur iðkendur einhverra elstu og fjölbreyttustu trúarbragða í heimi. Kristnir Íraka hafa orðið fyrir fordómum og ofbeldi mörg ár aftur í tímann, löngu fyriri upprisu Íslamska ríkisins eða innrás Bandaríkjanna árið 2003, sem hleypti landinu í óreiðu. Hefur fækkað gífurlega Vitað er til þess að á undanförnum tveimur áratugum hafa minnst milljón kristna Íraka flúið land vegna átaka, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar frá því í síðasta mánuði. Talið er að um 400 til 250 þúsund manns séu eftir og margir þeirra voru reknir frá heimahögum sínum á Nineveh sléttunum af vígamönnum ISIS sumarið 2015. Þeir fáu sem hafa snúið aftur síðan þá hafa komið að heimilum sínum og kirkjum í rústum. Árið 2003, þegar Saddam Hussein var komið frá völdum, er talið að kristnir Írakar hafi verið um 1,5 milljón talsins, í landi þar sem um 25 milljónir búa. Í dag eru Írakar um 40 milljónir og, eins og áður segir, um 400 til 250 þúsund þeirra eru kristnir. „Þegar ég var 24 ára hafði ég upplifað þrjú stríð,“ sagði einn viðmælandi AFP, Sally Fawzi. Hún og fjölskylda hennar flúðu fyrir áratug og búa nú í Texas í Bandaríkjunum. Um helmingur þeirra sem hefur flúið búa nú í Bandaríkjunum. Einnig búa margir í Kanada, Ástralíu, Noregi og öðrum hlutum Evrópu. Írak Trúmál Páfagarður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira
Ráðamenn í Írak segjast ætla að taka páfanum fagnandi og sýna þann árangur sem náðst hefur í að skapa öryggi í landinu. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar mun páfinn reiða sig á öryggissveitir Íraka og hefur Bagdad verið skreytt táknum kaþólsku trúarinnar og íslamstrúar. Páfinn mun vera í Írak í þrjá daga og mun hann meðal annars funda með sjíaklerknum Ali al-Sistani, sem er einn æðsti klerkur landsins og er mjög áhrifamikill í íslamstrú. Hann mun einnig biðja í kirkju kristinna í Bagdad þar sem 58 manns voru myrtir af vígamönnum árið 2010. Hann ætlar einnig að heiðra kristna Íraka og boða skilaboð samheldni og sátta, sem AP fréttaveitan segir að geti orðið erfitt. Frans páfi lagði af stað frá Róm í morgun.AP/Gregorio Borgia Aldagamall menningarhópur Páfinn hefur ítrekað ferðast til landa þar sem kristnir eru í minnihluta og hafa jafnvel orðið fyrir fordómum og ofbeldi. Kristnir Írakar eru þar ekki undanskildir en Frans páfi segist lengi hafa dáðst að þessum hópi. Vatíkanið og páfinn hafa lengi krafist þess að þessi hópur sé varðveittur og honum sé tryggt öryggi. Um er að ræða menningarhóp sem spannar tvö árþúsund og inniheldur iðkendur einhverra elstu og fjölbreyttustu trúarbragða í heimi. Kristnir Íraka hafa orðið fyrir fordómum og ofbeldi mörg ár aftur í tímann, löngu fyriri upprisu Íslamska ríkisins eða innrás Bandaríkjanna árið 2003, sem hleypti landinu í óreiðu. Hefur fækkað gífurlega Vitað er til þess að á undanförnum tveimur áratugum hafa minnst milljón kristna Íraka flúið land vegna átaka, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar frá því í síðasta mánuði. Talið er að um 400 til 250 þúsund manns séu eftir og margir þeirra voru reknir frá heimahögum sínum á Nineveh sléttunum af vígamönnum ISIS sumarið 2015. Þeir fáu sem hafa snúið aftur síðan þá hafa komið að heimilum sínum og kirkjum í rústum. Árið 2003, þegar Saddam Hussein var komið frá völdum, er talið að kristnir Írakar hafi verið um 1,5 milljón talsins, í landi þar sem um 25 milljónir búa. Í dag eru Írakar um 40 milljónir og, eins og áður segir, um 400 til 250 þúsund þeirra eru kristnir. „Þegar ég var 24 ára hafði ég upplifað þrjú stríð,“ sagði einn viðmælandi AFP, Sally Fawzi. Hún og fjölskylda hennar flúðu fyrir áratug og búa nú í Texas í Bandaríkjunum. Um helmingur þeirra sem hefur flúið búa nú í Bandaríkjunum. Einnig búa margir í Kanada, Ástralíu, Noregi og öðrum hlutum Evrópu.
Írak Trúmál Páfagarður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira