Sex kílómetrar á fjögurra klukkustunda fresti í 48 tíma Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2021 19:32 Vinirnir Brandur og Bjartur. Vísir/vilhelm Hörku átök í fjörutíu og átta klukkustundir bíða nú ungs manns, sem hyggst hlaupa rúma 77 kílómetra til styrktar vini sínum. Þeir eru báðir spenntir fyrir framtakinu en söfnunarfé verður nýtt í baráttu fyrir bættu aðgengi fatlaðra. Brandur Karlsson hefur verið lamaður fyrir neðan háls í um áratug. Brandur kynntist félaga sínum Bjarti Norðfjörð í gegnum föður þess síðarnefnda, sem tók þátt í að hanna sérstaka fluggrind fyrir Brand á sínum tíma, sem gerði honum kleift að stunda svifflug. Átök Bjarts hefjast klukkan fjögur í nótt en hann mun hlaupa sex og hálfan kílómetra á fjögurra klukkustunda fresti - í 48 klukkustundir. Ætlunin er að afla fjár fyrir ferðalag sem Brandur stefnir á nú í vor, þar sem hann mun ferðast um landið til að tala fyrir bættu aðgengi fyrir fatlað fólk á öllum sviðum. Bjartur segir að ekki sé langt síðan hann hafi orðið fyrir vitundarvakningu í málefnum fatlaðra. „Þegar ég fer að kynna mér þetta þá er það eitthvað sem snertir mig alveg hundrað prósent. Ég hef verið að vinna undanfarið í Klettaskóla sem er skóli fyrir börn með hamlanir. Þetta er miklu víðtækara en bara fyrir einstaklinga sem eru með fötlun. Þetta er ruglað að hugsa sér. Þú getur verið að keyra í marga klukkutíma úti á landi og getur ekki farið á klósettið,“ segir Bjartur. Ferðalagið í vor verður það fimmta sem Brandur fer í hringinn í kringum Ísland til að vekja athygli á málaflokknum. „Þetta byrjaði þegar pabbi hans uppgötvaði að það var ekkert klósett þarna á fjögur, fimm hundruð kílómetra kafla þannig að honum fannst fyndið að setja mig í það „mission“ að halda í mér alla þessa leið til að vekja athygli á þessu,“ segir Brandur. „Svo höfum við upplifað á þessum ferðum okkar að það hafa orðið töluverðar framfarir. Þannig að við erum mjög kát með að sjá hvað er verið að gera til að bæta aðgengi á Íslandi. Þannig að okkur langar að fara með jákvæðu móti og benda á að það er enn margt sem má gera.“ Þeir sem vilja geta lagt söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning Brands, rn: 515-14-412345, kennitala: 0201823779. Aur og Kass: 7700221. Þá er hægt að fylgjast með Bjarti á hlaupum um helgina á Instagram og Facebook. Mannréttindi Hlaup Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Brandur Karlsson hefur verið lamaður fyrir neðan háls í um áratug. Brandur kynntist félaga sínum Bjarti Norðfjörð í gegnum föður þess síðarnefnda, sem tók þátt í að hanna sérstaka fluggrind fyrir Brand á sínum tíma, sem gerði honum kleift að stunda svifflug. Átök Bjarts hefjast klukkan fjögur í nótt en hann mun hlaupa sex og hálfan kílómetra á fjögurra klukkustunda fresti - í 48 klukkustundir. Ætlunin er að afla fjár fyrir ferðalag sem Brandur stefnir á nú í vor, þar sem hann mun ferðast um landið til að tala fyrir bættu aðgengi fyrir fatlað fólk á öllum sviðum. Bjartur segir að ekki sé langt síðan hann hafi orðið fyrir vitundarvakningu í málefnum fatlaðra. „Þegar ég fer að kynna mér þetta þá er það eitthvað sem snertir mig alveg hundrað prósent. Ég hef verið að vinna undanfarið í Klettaskóla sem er skóli fyrir börn með hamlanir. Þetta er miklu víðtækara en bara fyrir einstaklinga sem eru með fötlun. Þetta er ruglað að hugsa sér. Þú getur verið að keyra í marga klukkutíma úti á landi og getur ekki farið á klósettið,“ segir Bjartur. Ferðalagið í vor verður það fimmta sem Brandur fer í hringinn í kringum Ísland til að vekja athygli á málaflokknum. „Þetta byrjaði þegar pabbi hans uppgötvaði að það var ekkert klósett þarna á fjögur, fimm hundruð kílómetra kafla þannig að honum fannst fyndið að setja mig í það „mission“ að halda í mér alla þessa leið til að vekja athygli á þessu,“ segir Brandur. „Svo höfum við upplifað á þessum ferðum okkar að það hafa orðið töluverðar framfarir. Þannig að við erum mjög kát með að sjá hvað er verið að gera til að bæta aðgengi á Íslandi. Þannig að okkur langar að fara með jákvæðu móti og benda á að það er enn margt sem má gera.“ Þeir sem vilja geta lagt söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning Brands, rn: 515-14-412345, kennitala: 0201823779. Aur og Kass: 7700221. Þá er hægt að fylgjast með Bjarti á hlaupum um helgina á Instagram og Facebook.
Mannréttindi Hlaup Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira