Heggur sú er hlífa skyldi Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar 5. mars 2021 19:26 Núverandi ríkisstjórn stóð knarreist í upphafi kjörtímabils og sagðist ætla að berjast fyrir jafnréttismálum. Þessi mál voru forsætisráðherra svo hugleikin að hún færði málaflokkinn inn í eigið ráðuneyti. Það er hins vegar ljóst að það er víða pottur brotinn í þessum málaflokki, miðað við þann fjölda kærumála sem hafa undanfarið unnist kæranda í vil. Kona leitaði nýverið réttar síns fyrir kærunefnd jafnréttismála, vegna ráðningar í stöðu ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytis. Flokksbróður menntamálaráðherra hafði hlotnast starfið, burtséð frá því að hæfari kona hefði sótt um. Það er kannski rétt að nefna að í hæfisnefndinni sat einnig annar flokksbróðir, skipaður af menntamálaráðherra. Gott að hafa hauka í horni. Í stað þess að una vel rökstuddri niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála, ákvað menntamálaráðherra af einhverjum óskiljanlegum ástæðum (eða hvað?) að stefna konunni fyrir dóm. Það er, konunni sem „varð það á“ að sækja rétt sinn, og það réttilega. Það þekkjast ekki dæmi þess að ráðherra stefni einstaklingum persónulega, sem sótt hafa rétt sinn í stjórnsýslunni með þessum hætti. Nú liggur fyrir niðurstaða héraðsdóms og er hún afdráttarlaus. Ráðherra braut jafnréttislög. Lítið hefur heyrst frá forsætisráðuneytinu vegna þessa máls, þrátt fyrir fögur fyrirheit. Eftir stendur kostnaður skattgreiðenda og brostið traust þjóðarinnar. Því það er nokkuð ljóst að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur styður aðeins jafnréttismál á tyllidögum, en ekki þegar á reynir. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Jafnréttismál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Núverandi ríkisstjórn stóð knarreist í upphafi kjörtímabils og sagðist ætla að berjast fyrir jafnréttismálum. Þessi mál voru forsætisráðherra svo hugleikin að hún færði málaflokkinn inn í eigið ráðuneyti. Það er hins vegar ljóst að það er víða pottur brotinn í þessum málaflokki, miðað við þann fjölda kærumála sem hafa undanfarið unnist kæranda í vil. Kona leitaði nýverið réttar síns fyrir kærunefnd jafnréttismála, vegna ráðningar í stöðu ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytis. Flokksbróður menntamálaráðherra hafði hlotnast starfið, burtséð frá því að hæfari kona hefði sótt um. Það er kannski rétt að nefna að í hæfisnefndinni sat einnig annar flokksbróðir, skipaður af menntamálaráðherra. Gott að hafa hauka í horni. Í stað þess að una vel rökstuddri niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála, ákvað menntamálaráðherra af einhverjum óskiljanlegum ástæðum (eða hvað?) að stefna konunni fyrir dóm. Það er, konunni sem „varð það á“ að sækja rétt sinn, og það réttilega. Það þekkjast ekki dæmi þess að ráðherra stefni einstaklingum persónulega, sem sótt hafa rétt sinn í stjórnsýslunni með þessum hætti. Nú liggur fyrir niðurstaða héraðsdóms og er hún afdráttarlaus. Ráðherra braut jafnréttislög. Lítið hefur heyrst frá forsætisráðuneytinu vegna þessa máls, þrátt fyrir fögur fyrirheit. Eftir stendur kostnaður skattgreiðenda og brostið traust þjóðarinnar. Því það er nokkuð ljóst að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur styður aðeins jafnréttismál á tyllidögum, en ekki þegar á reynir. Höfundur er lögfræðingur.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun