„Er ég bara einstakt tilfelli eða er þetta eitthvað kerfislægt?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2021 21:00 Hulda Hjálmarsdóttir. Vísir/Arnar Kona sem greindist með frumubreytingar við leghálsskimun í fyrra, en var ekki boðuð í endurkomu eins og átti að gera í febrúar óttast að fleiri konur hafi gleymst eins og hún. Hulda Hjálmarsdóttir fór í reglubundna skimun fyrir leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélaginu í ágúst síðastiðnum og greindist með vægar frumubreytingar. Hún hefði réttilega átt að vera boðuð í endurkomu í febrúar en fékk ekki áminningu. „Og fór þá að hugsa, ókei, hvernig er staðið að því að boða fólk í endurkomur? Er ég bara einstakt tilfelli eða er þetta eitthvað kerfislægt, að það séu fleiri konur sem falla á milli? Og það varð mér áhyggjuefni,“ segir Hulda, sem fyrst sagði frá reynslu sinni í Morgunblaðinu í morgun. Önnur kona, áhrifavaldurinn Kara Kristel, greindi frá því á Instagram í vikunni að hún hefði greinst með frumubreytingar eftir skimun í byrjun september en ekki fengið áminningu. Kara segir í samtali við fréttastofu að margar konur, sem lent hafi í hinu sama, hafi leitað til hennar eftir að hún birti færsluna. View this post on Instagram A post shared by Kara Kristel (@karakristel) Skimun fyrir leghálskrabbameini var færð frá Krabbameinsfélaginu yfir til heilsugæslunnar um áramótin. Hulda leitaði svara vegna máls síns og kveðst hafa fengið þær upplýsingar að hún ætti að senda beiðni til samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Bæði heilsugæslan og samhæfingarmiðstöðin vísuðu á embætti landlæknis, sem sér um skimunarskrár, vegna málsins þegar fréttastofa leitaði skýringa. Fréttastofa hefur sent landlækni fyrirspurn. Hulda segir mikilvægt að fyrirkomulagið sé skýrt. „Ég held við getum öll verið sammala um það, allir landsmenn að þetta er hlutur sem við viljum hafa í lagi og er lýðheilsumál sem varðar okkur öll.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Hulda Hjálmarsdóttir fór í reglubundna skimun fyrir leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélaginu í ágúst síðastiðnum og greindist með vægar frumubreytingar. Hún hefði réttilega átt að vera boðuð í endurkomu í febrúar en fékk ekki áminningu. „Og fór þá að hugsa, ókei, hvernig er staðið að því að boða fólk í endurkomur? Er ég bara einstakt tilfelli eða er þetta eitthvað kerfislægt, að það séu fleiri konur sem falla á milli? Og það varð mér áhyggjuefni,“ segir Hulda, sem fyrst sagði frá reynslu sinni í Morgunblaðinu í morgun. Önnur kona, áhrifavaldurinn Kara Kristel, greindi frá því á Instagram í vikunni að hún hefði greinst með frumubreytingar eftir skimun í byrjun september en ekki fengið áminningu. Kara segir í samtali við fréttastofu að margar konur, sem lent hafi í hinu sama, hafi leitað til hennar eftir að hún birti færsluna. View this post on Instagram A post shared by Kara Kristel (@karakristel) Skimun fyrir leghálskrabbameini var færð frá Krabbameinsfélaginu yfir til heilsugæslunnar um áramótin. Hulda leitaði svara vegna máls síns og kveðst hafa fengið þær upplýsingar að hún ætti að senda beiðni til samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Bæði heilsugæslan og samhæfingarmiðstöðin vísuðu á embætti landlæknis, sem sér um skimunarskrár, vegna málsins þegar fréttastofa leitaði skýringa. Fréttastofa hefur sent landlækni fyrirspurn. Hulda segir mikilvægt að fyrirkomulagið sé skýrt. „Ég held við getum öll verið sammala um það, allir landsmenn að þetta er hlutur sem við viljum hafa í lagi og er lýðheilsumál sem varðar okkur öll.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira