Körfuboltakvöld um Styrmi Snæ: „Þetta er bara allur helvítis pakkinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2021 14:02 Styrmir Snær [nr. 34] átti stórbrotinn leik er Þór Þorlákshöfn sótti sigur í Hafnafjörð. Vísir/Hulda Margrét Styrmir Snær Þrastarson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, var til umræðu í síðasta þætti Dominos Körfuboltakvölds og ekki í fyrsta skipti. Þeir Kjartan Atli Kjartansson, Teitur Örlygsson og Benedikt Guðmundsson fóru yfir frammistöðu hins 19 ára gamla Styrmis í sigri Þórsara á Haukum í síðustu umferð. „Hann kann að taka réttu skrefin. Hann er ekkert sá fljótasti. Hann er náttúrulega fljótur miðað við stærð, hann er íþróttamaður,“ sagði Teitur Örlygsson eftir að Kjartan Atli spurði af hverju Styrmir Snær ætti svona auðveld með að skora. Teitur og Kjartan hrósuðu svo Styrmi enn frekar. „Hann er alltaf settur á Bandaríkjamanninn í hinu liðinu. Hann var kominn með 35 framlagspunkta í þriðja leikhluta. Hann er 19 ára í deild sem stútfull af atvinnumönnum og er einn af bestu leikmönnum deildarinnar, þetta er magnað.“ „Þetta er ótrúlegt. Hann verður bara betri með hverjum einasta leik sem hann spilar. Hann var betri í þessum leik heldur en síðasta leik og síðan þar á undan. Hann skorar 32 stig og klikkar á tveimur skotum í leiknum. Hann er alltaf að taka góð skot, sáum hann skora úr hraðaupphlaupum, hann er að pósta upp. Hann tekur „drævin“ og treður, Hann tekur skot utan af velli. Þetta er bara allur helvítis pakkinn,“ bætti Benedikt Guðmundsson við. Stigin 32 sem Styrmir Snær skoraði er það mesta sem íslenskur leikmaður hefur gert í leik í vetur. Collin Pryor og Logi Gunnarsson koma þar á eftir með 30 stig. Þá hefur enginn íslenskur leikmaður verið með fleiri framlagspunkta en Styrmir Snær í einum og sama leiknum en hann endaði með 38 slíka. Kristófer Acox, leikmaður Vals, hefur einnig náð því. Umræðu Körfuboltakvölds um undrið frá Þorlákshöfn má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Fóru fögrum orðum um Styrmi Snæ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti „Við vorum mjög sigurvissar“ Körfubolti Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Íslenski boltinn Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Real Madríd í vænlegri stöðu Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum mjög sigurvissar“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Sjá meira
Þeir Kjartan Atli Kjartansson, Teitur Örlygsson og Benedikt Guðmundsson fóru yfir frammistöðu hins 19 ára gamla Styrmis í sigri Þórsara á Haukum í síðustu umferð. „Hann kann að taka réttu skrefin. Hann er ekkert sá fljótasti. Hann er náttúrulega fljótur miðað við stærð, hann er íþróttamaður,“ sagði Teitur Örlygsson eftir að Kjartan Atli spurði af hverju Styrmir Snær ætti svona auðveld með að skora. Teitur og Kjartan hrósuðu svo Styrmi enn frekar. „Hann er alltaf settur á Bandaríkjamanninn í hinu liðinu. Hann var kominn með 35 framlagspunkta í þriðja leikhluta. Hann er 19 ára í deild sem stútfull af atvinnumönnum og er einn af bestu leikmönnum deildarinnar, þetta er magnað.“ „Þetta er ótrúlegt. Hann verður bara betri með hverjum einasta leik sem hann spilar. Hann var betri í þessum leik heldur en síðasta leik og síðan þar á undan. Hann skorar 32 stig og klikkar á tveimur skotum í leiknum. Hann er alltaf að taka góð skot, sáum hann skora úr hraðaupphlaupum, hann er að pósta upp. Hann tekur „drævin“ og treður, Hann tekur skot utan af velli. Þetta er bara allur helvítis pakkinn,“ bætti Benedikt Guðmundsson við. Stigin 32 sem Styrmir Snær skoraði er það mesta sem íslenskur leikmaður hefur gert í leik í vetur. Collin Pryor og Logi Gunnarsson koma þar á eftir með 30 stig. Þá hefur enginn íslenskur leikmaður verið með fleiri framlagspunkta en Styrmir Snær í einum og sama leiknum en hann endaði með 38 slíka. Kristófer Acox, leikmaður Vals, hefur einnig náð því. Umræðu Körfuboltakvölds um undrið frá Þorlákshöfn má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Fóru fögrum orðum um Styrmi Snæ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti „Við vorum mjög sigurvissar“ Körfubolti Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Íslenski boltinn Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Real Madríd í vænlegri stöðu Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum mjög sigurvissar“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti