Körfuboltakvöld um Styrmi Snæ: „Þetta er bara allur helvítis pakkinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2021 14:02 Styrmir Snær [nr. 34] átti stórbrotinn leik er Þór Þorlákshöfn sótti sigur í Hafnafjörð. Vísir/Hulda Margrét Styrmir Snær Þrastarson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, var til umræðu í síðasta þætti Dominos Körfuboltakvölds og ekki í fyrsta skipti. Þeir Kjartan Atli Kjartansson, Teitur Örlygsson og Benedikt Guðmundsson fóru yfir frammistöðu hins 19 ára gamla Styrmis í sigri Þórsara á Haukum í síðustu umferð. „Hann kann að taka réttu skrefin. Hann er ekkert sá fljótasti. Hann er náttúrulega fljótur miðað við stærð, hann er íþróttamaður,“ sagði Teitur Örlygsson eftir að Kjartan Atli spurði af hverju Styrmir Snær ætti svona auðveld með að skora. Teitur og Kjartan hrósuðu svo Styrmi enn frekar. „Hann er alltaf settur á Bandaríkjamanninn í hinu liðinu. Hann var kominn með 35 framlagspunkta í þriðja leikhluta. Hann er 19 ára í deild sem stútfull af atvinnumönnum og er einn af bestu leikmönnum deildarinnar, þetta er magnað.“ „Þetta er ótrúlegt. Hann verður bara betri með hverjum einasta leik sem hann spilar. Hann var betri í þessum leik heldur en síðasta leik og síðan þar á undan. Hann skorar 32 stig og klikkar á tveimur skotum í leiknum. Hann er alltaf að taka góð skot, sáum hann skora úr hraðaupphlaupum, hann er að pósta upp. Hann tekur „drævin“ og treður, Hann tekur skot utan af velli. Þetta er bara allur helvítis pakkinn,“ bætti Benedikt Guðmundsson við. Stigin 32 sem Styrmir Snær skoraði er það mesta sem íslenskur leikmaður hefur gert í leik í vetur. Collin Pryor og Logi Gunnarsson koma þar á eftir með 30 stig. Þá hefur enginn íslenskur leikmaður verið með fleiri framlagspunkta en Styrmir Snær í einum og sama leiknum en hann endaði með 38 slíka. Kristófer Acox, leikmaður Vals, hefur einnig náð því. Umræðu Körfuboltakvölds um undrið frá Þorlákshöfn má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Fóru fögrum orðum um Styrmi Snæ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Sjá meira
Þeir Kjartan Atli Kjartansson, Teitur Örlygsson og Benedikt Guðmundsson fóru yfir frammistöðu hins 19 ára gamla Styrmis í sigri Þórsara á Haukum í síðustu umferð. „Hann kann að taka réttu skrefin. Hann er ekkert sá fljótasti. Hann er náttúrulega fljótur miðað við stærð, hann er íþróttamaður,“ sagði Teitur Örlygsson eftir að Kjartan Atli spurði af hverju Styrmir Snær ætti svona auðveld með að skora. Teitur og Kjartan hrósuðu svo Styrmi enn frekar. „Hann er alltaf settur á Bandaríkjamanninn í hinu liðinu. Hann var kominn með 35 framlagspunkta í þriðja leikhluta. Hann er 19 ára í deild sem stútfull af atvinnumönnum og er einn af bestu leikmönnum deildarinnar, þetta er magnað.“ „Þetta er ótrúlegt. Hann verður bara betri með hverjum einasta leik sem hann spilar. Hann var betri í þessum leik heldur en síðasta leik og síðan þar á undan. Hann skorar 32 stig og klikkar á tveimur skotum í leiknum. Hann er alltaf að taka góð skot, sáum hann skora úr hraðaupphlaupum, hann er að pósta upp. Hann tekur „drævin“ og treður, Hann tekur skot utan af velli. Þetta er bara allur helvítis pakkinn,“ bætti Benedikt Guðmundsson við. Stigin 32 sem Styrmir Snær skoraði er það mesta sem íslenskur leikmaður hefur gert í leik í vetur. Collin Pryor og Logi Gunnarsson koma þar á eftir með 30 stig. Þá hefur enginn íslenskur leikmaður verið með fleiri framlagspunkta en Styrmir Snær í einum og sama leiknum en hann endaði með 38 slíka. Kristófer Acox, leikmaður Vals, hefur einnig náð því. Umræðu Körfuboltakvölds um undrið frá Þorlákshöfn má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Fóru fögrum orðum um Styrmi Snæ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Sjá meira