Varnarleysi gegn pólitískum skipunum Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 8. mars 2021 07:31 Ráðherrum ber að skipa hæfasta umsækjandann í starf ráðuneytisstjóra. Til að stuðla að því ber þeim fyrst að skipa þriggja manna nefnd sem metur hæfni umsækjenda um embættið. Þetta er gert til að verja almenning fyrir pólitískum ráðningum og auka traust á embættisfærslum ráðherranna. Með öðrum orðum er þetta gert til að vinna gegn spillingu í íslenskri stjórnsýslu. Við erum öll sammála um það að stjórnsýslan okkar á að vera fagleg og mönnuð hæfustu einstaklingunum en ekki þeim sem hafa notið uppgangs vegna þátttöku í pólitísku starfi. Við viljum gegnsæi, jafnræði og sanngirni í ákvarðanatöku framkvæmdavaldsins. Stundum duga þessar leikreglur þó ekki til. Ráðherra skipar hæfisnefndina og ákveður hver gegnir formennsku í henni. Hann hefur því forræði yfir því hverjir meta umsækjendur. Niðurstaða nefndarinnar er líka aðeins ráðgefandi þótt tekið sé fram í lögskýringargögnum að veigamiklar ástæður þurfi ef ráðherra vill horfa fram hjá áliti hæfnisnefndar. En hvaða úrræði standa þeim til boða sem telja gegn sér brotið við skipun í opinbert embætti? Til hvaða bragðs getur fólk tekið þegar það sækir um starf og telur síður hæfan einstakling hafa verið tekinn fram yfir sig? Áhættusöm dómsmál Í fyrsta lagi getur fólk höfðað mál. Það getur stefnt ráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, annað hvort á grundvelli þess að mat hæfisnefndar hafi verið rangt eða á grundvelli þess að ráðherra hafi farið gegn mati hæfisnefndar án þess að málefnalegar ástæður hafi legið að baki. Gallinn er sá að málarekstur fyrir dómstólum er kostnaðarsamur og tímafrekur. Í þessum tilvikum felur hann líka í sér að einstaklingur fari gegn ríkinu. Aðstöðumunur aðila er því töluverður. Allt talið saman gerir þetta málarekstur að áhættusamri leið. Brot á vinnumarkaði Í öðru lagi getur fólk leitað til kærunefndar jafnréttismála ef það telur brotið gegn sér á grundvelli kynþáttar, trúar, fötlunar eða annarra atriða sem talin eru upp í lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. Að leita úrskurðar kærunefndar er fljótlegri og hagkvæmari lausn en að fara fyrir dóm, en umfjöllun hennar takmarkast við eitthvert framangreindra atriða. Stjórnmálaskoðanir eru til að mynda ekki á þeim lista. Mismunun vegna kyns Sérreglur gilda síðan ef gengið er fram hjá hæfasta umsækjandanum á sama tíma og hann er af öðru kyni en umsækjandinn sem var skipaður. Þar er mælikvarði kærunefndar jafnréttismála sá að ef líkur eru leiddar að því að einstaklingi hafi verið mismunað á grundvelli kyns þá þarf atvinnurekandi að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi legið að baki ráðningunni. Til að sýna fram á það þarf atvinnurekandi, í þessu tilviki ráðherra, að færa skilmerkileg rök fyrir því að hann hafi í raun ráðið hæfasta umsækjandann. Tæknilega séð getur ráðherra líka viðurkennt að önnur ómálefnaleg ástæða en kyn hafi stýrt ráðningunni, til dæmis flokkspólitísk þátttaka. Það gerir ráðherra vitaskuld ekki því þótt það kynni að redda honum gagnvart kærunefnd jafnréttismála þá væri hann að viðurkenna eigið brot og mál gegn honum væri auðsótt fyrir dómi. Brot Lilju – Kyn eða pólitík? Engum ætti að dyljast að tilefni þessara skrifa er brot Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra Framsóknarflokksins, gegn jafnréttislögum. Hún skipaði samflokksmann sinn fram yfir hæfari konu í embætti ráðuneytisstjóra. Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði um brotið. Lilja stefndi konunni fyrir dómi í von um að fá úrskurðinum hnekkt en héraðsdómur sýknaði konuna og staðfesti niðurstöðuna. Það var eðlileg og rétt ákvörðun hjá konunni sem um ræðir að leita til kærunefndar jafnréttismála í ljósi þess að úrræðið stóð henni til boða. Kosturinn er að hún hefur fengið réttlætinu fullnægt og ég vona að mennta- og menningarmálaráðherra sjái sóma sinn í því að láta staðar numið í stað þess að herja frekar á konunni sem hún braut gegn. Vandinn er hins vegar sá að niðurstaðan fer í sögubækurnar sem enn eitt brot ríkisstjórnarinnar gegn jafnréttislögum og fyrir vikið kemur ekki til skoðunar hvort raunveruleg ástæða ráðningarinnar hafi verið flokkspólitísk greiðasemi og þar af leiðandi brot gegn öllum íslenskum almenningi. Höfundur er lögfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Stjórnsýsla Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Mest lesið Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Sjá meira
Ráðherrum ber að skipa hæfasta umsækjandann í starf ráðuneytisstjóra. Til að stuðla að því ber þeim fyrst að skipa þriggja manna nefnd sem metur hæfni umsækjenda um embættið. Þetta er gert til að verja almenning fyrir pólitískum ráðningum og auka traust á embættisfærslum ráðherranna. Með öðrum orðum er þetta gert til að vinna gegn spillingu í íslenskri stjórnsýslu. Við erum öll sammála um það að stjórnsýslan okkar á að vera fagleg og mönnuð hæfustu einstaklingunum en ekki þeim sem hafa notið uppgangs vegna þátttöku í pólitísku starfi. Við viljum gegnsæi, jafnræði og sanngirni í ákvarðanatöku framkvæmdavaldsins. Stundum duga þessar leikreglur þó ekki til. Ráðherra skipar hæfisnefndina og ákveður hver gegnir formennsku í henni. Hann hefur því forræði yfir því hverjir meta umsækjendur. Niðurstaða nefndarinnar er líka aðeins ráðgefandi þótt tekið sé fram í lögskýringargögnum að veigamiklar ástæður þurfi ef ráðherra vill horfa fram hjá áliti hæfnisnefndar. En hvaða úrræði standa þeim til boða sem telja gegn sér brotið við skipun í opinbert embætti? Til hvaða bragðs getur fólk tekið þegar það sækir um starf og telur síður hæfan einstakling hafa verið tekinn fram yfir sig? Áhættusöm dómsmál Í fyrsta lagi getur fólk höfðað mál. Það getur stefnt ráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, annað hvort á grundvelli þess að mat hæfisnefndar hafi verið rangt eða á grundvelli þess að ráðherra hafi farið gegn mati hæfisnefndar án þess að málefnalegar ástæður hafi legið að baki. Gallinn er sá að málarekstur fyrir dómstólum er kostnaðarsamur og tímafrekur. Í þessum tilvikum felur hann líka í sér að einstaklingur fari gegn ríkinu. Aðstöðumunur aðila er því töluverður. Allt talið saman gerir þetta málarekstur að áhættusamri leið. Brot á vinnumarkaði Í öðru lagi getur fólk leitað til kærunefndar jafnréttismála ef það telur brotið gegn sér á grundvelli kynþáttar, trúar, fötlunar eða annarra atriða sem talin eru upp í lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. Að leita úrskurðar kærunefndar er fljótlegri og hagkvæmari lausn en að fara fyrir dóm, en umfjöllun hennar takmarkast við eitthvert framangreindra atriða. Stjórnmálaskoðanir eru til að mynda ekki á þeim lista. Mismunun vegna kyns Sérreglur gilda síðan ef gengið er fram hjá hæfasta umsækjandanum á sama tíma og hann er af öðru kyni en umsækjandinn sem var skipaður. Þar er mælikvarði kærunefndar jafnréttismála sá að ef líkur eru leiddar að því að einstaklingi hafi verið mismunað á grundvelli kyns þá þarf atvinnurekandi að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi legið að baki ráðningunni. Til að sýna fram á það þarf atvinnurekandi, í þessu tilviki ráðherra, að færa skilmerkileg rök fyrir því að hann hafi í raun ráðið hæfasta umsækjandann. Tæknilega séð getur ráðherra líka viðurkennt að önnur ómálefnaleg ástæða en kyn hafi stýrt ráðningunni, til dæmis flokkspólitísk þátttaka. Það gerir ráðherra vitaskuld ekki því þótt það kynni að redda honum gagnvart kærunefnd jafnréttismála þá væri hann að viðurkenna eigið brot og mál gegn honum væri auðsótt fyrir dómi. Brot Lilju – Kyn eða pólitík? Engum ætti að dyljast að tilefni þessara skrifa er brot Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra Framsóknarflokksins, gegn jafnréttislögum. Hún skipaði samflokksmann sinn fram yfir hæfari konu í embætti ráðuneytisstjóra. Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði um brotið. Lilja stefndi konunni fyrir dómi í von um að fá úrskurðinum hnekkt en héraðsdómur sýknaði konuna og staðfesti niðurstöðuna. Það var eðlileg og rétt ákvörðun hjá konunni sem um ræðir að leita til kærunefndar jafnréttismála í ljósi þess að úrræðið stóð henni til boða. Kosturinn er að hún hefur fengið réttlætinu fullnægt og ég vona að mennta- og menningarmálaráðherra sjái sóma sinn í því að láta staðar numið í stað þess að herja frekar á konunni sem hún braut gegn. Vandinn er hins vegar sá að niðurstaðan fer í sögubækurnar sem enn eitt brot ríkisstjórnarinnar gegn jafnréttislögum og fyrir vikið kemur ekki til skoðunar hvort raunveruleg ástæða ráðningarinnar hafi verið flokkspólitísk greiðasemi og þar af leiðandi brot gegn öllum íslenskum almenningi. Höfundur er lögfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun