„Þetta er ekki lægð, þetta er hrun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2021 13:30 Liverpool er í miklum mótbyr þessa dagana. getty/Phil Noble Gary Neville segir að lið Liverpool sé hörmulegt að öllu leyti um þessar mundir og það hafi tapað öllu sem gerði það svo gott. Liverpool laut í lægra haldi fyrir Fulham, 0-1, í gær en þetta var sjötta tap liðsins á heimavelli í röð. Það hefur aldrei áður gerst í sögu Liverpool. Rauði herinn er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Liverpool hefur verið algjörlega frábært og náð ótrúlegum hæðum og fyrir nokkrum vikum sagði ég að það væri eðlilegt að liðið dalaði aðeins og ég myndi fara varlega í að gagnrýna það,“ sagði Neville í hlaðvarpi sínu á Sky Sports. „Þetta er fjórða árið og við gátum aldrei gert þetta á fjórða ári hjá United. Þá kom alltaf lægð en við lentum samt í 2. eða 3. sæti. Þetta er hrun, algjört hrun. Þeir eru hræðilegir að öllu leyti. Ég veit ekki hvað þetta er.“ Neville hefur trú á að Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, nái að snúa gengi Rauða hersins við en segir að það verði ekki auðvelt þar sem Evrópumótið fari fram í sumar og lykilmenn Liverpool fái því litla hvíld fyrir næsta tímabil. „Þeir eru ekkert að fara á taugum. Klopp hefur reynsluna og þekkinguna og veit að hann þarf bara að klára þetta tímabil. Svo þarf hann að berja í brestina. En svo hugsarðu um EM og leikmennirnir hans fá ekki mikla hvíld. En þeir þurfa að safna liði, standa saman og vonast til að þetta hafi ekki varanleg áhrif á sjálfstraustið. Þeir unnu Englandsmeistaratitilinn og Meistaradeildina, þetta er enn sami hópur,“ sagði Neville. „Í fótbolta er þetta aldrei eins slæmt og það virðist vera. Við svekkjum okkur alltaf og kveljum sjálfa okkur þegar við gerum mistök og þeir gera það núna. En þú afrekaðir ekki það sem þú gerðir án þess að vera með frábæra leikmenn og frábært lið. Þú kemst ekki í tvo úrslitaleiki í Meistaradeildinni án þess að vera með stórkostlegt lið. En þetta er furðulegt.“ Næsti leikur Liverpool er gegn RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. Liverpool vann fyrri leik liðanna, sem var heimaleikur Leipzig, með tveimur mörkum gegn engu og er því í afar góðri stöðu til að komast í átta liða úrslitin. Enski boltinn Tengdar fréttir Utan vallar: Er Liverpool liðið nokkuð fast í Austin Powers eða Space Jam kvikmynd? Englandsmeistarar Liverpool töpuðu enn á ný á heimavelli sínum í gær og nú á móti liði í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar. 8. mars 2021 09:30 Sjötti tapleikur Liverpool í röð á Anfield Liverpool tapaði fimmta heimaleiknum í röð í fyrsta sinn í sögu félagsins í miðri viku og nú hefur það sjötta bæst við. Fulham nálgast öruggt sæti og setur pressu á Brighton. 7. mars 2021 15:56 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira
Liverpool laut í lægra haldi fyrir Fulham, 0-1, í gær en þetta var sjötta tap liðsins á heimavelli í röð. Það hefur aldrei áður gerst í sögu Liverpool. Rauði herinn er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Liverpool hefur verið algjörlega frábært og náð ótrúlegum hæðum og fyrir nokkrum vikum sagði ég að það væri eðlilegt að liðið dalaði aðeins og ég myndi fara varlega í að gagnrýna það,“ sagði Neville í hlaðvarpi sínu á Sky Sports. „Þetta er fjórða árið og við gátum aldrei gert þetta á fjórða ári hjá United. Þá kom alltaf lægð en við lentum samt í 2. eða 3. sæti. Þetta er hrun, algjört hrun. Þeir eru hræðilegir að öllu leyti. Ég veit ekki hvað þetta er.“ Neville hefur trú á að Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, nái að snúa gengi Rauða hersins við en segir að það verði ekki auðvelt þar sem Evrópumótið fari fram í sumar og lykilmenn Liverpool fái því litla hvíld fyrir næsta tímabil. „Þeir eru ekkert að fara á taugum. Klopp hefur reynsluna og þekkinguna og veit að hann þarf bara að klára þetta tímabil. Svo þarf hann að berja í brestina. En svo hugsarðu um EM og leikmennirnir hans fá ekki mikla hvíld. En þeir þurfa að safna liði, standa saman og vonast til að þetta hafi ekki varanleg áhrif á sjálfstraustið. Þeir unnu Englandsmeistaratitilinn og Meistaradeildina, þetta er enn sami hópur,“ sagði Neville. „Í fótbolta er þetta aldrei eins slæmt og það virðist vera. Við svekkjum okkur alltaf og kveljum sjálfa okkur þegar við gerum mistök og þeir gera það núna. En þú afrekaðir ekki það sem þú gerðir án þess að vera með frábæra leikmenn og frábært lið. Þú kemst ekki í tvo úrslitaleiki í Meistaradeildinni án þess að vera með stórkostlegt lið. En þetta er furðulegt.“ Næsti leikur Liverpool er gegn RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. Liverpool vann fyrri leik liðanna, sem var heimaleikur Leipzig, með tveimur mörkum gegn engu og er því í afar góðri stöðu til að komast í átta liða úrslitin.
Enski boltinn Tengdar fréttir Utan vallar: Er Liverpool liðið nokkuð fast í Austin Powers eða Space Jam kvikmynd? Englandsmeistarar Liverpool töpuðu enn á ný á heimavelli sínum í gær og nú á móti liði í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar. 8. mars 2021 09:30 Sjötti tapleikur Liverpool í röð á Anfield Liverpool tapaði fimmta heimaleiknum í röð í fyrsta sinn í sögu félagsins í miðri viku og nú hefur það sjötta bæst við. Fulham nálgast öruggt sæti og setur pressu á Brighton. 7. mars 2021 15:56 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira
Utan vallar: Er Liverpool liðið nokkuð fast í Austin Powers eða Space Jam kvikmynd? Englandsmeistarar Liverpool töpuðu enn á ný á heimavelli sínum í gær og nú á móti liði í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar. 8. mars 2021 09:30
Sjötti tapleikur Liverpool í röð á Anfield Liverpool tapaði fimmta heimaleiknum í röð í fyrsta sinn í sögu félagsins í miðri viku og nú hefur það sjötta bæst við. Fulham nálgast öruggt sæti og setur pressu á Brighton. 7. mars 2021 15:56