Meistaradeildin hefur síðustu ár verið þrjátíu og tvö lið en frá og með 2024 verða liðunum fjölgað um fjórum en þetta staðfesti Agnelli í samtali við blaðamenn eftir 25. ársfund ECA samtakanna.
„Ég vona og held að þetta verði klárað á næstu vikum,“ sagði Agnelli í samtali við blaðamenn um stækkun Meistaradeildarinnar.
„Það vantar bara síðustu smáatriðin. Einn af þeim er hvernig maður fær þátttöku í Meistaradeildinni. Ég held að á næstu vikum verði nánast allt klárt,“ bætti Agnelli við.
Það eru ekki allir á eitt sáttir við þessa stækkun Meistaradeildarinnar. Stærstu félögin í Evrópu, með ensku úrvalsdeildina, í forgrunni hafa lýst yfir áhyggjum sínum en kerfið er kölluð svissneska leiðin.
UEFA is edging closer to agreeing plans for a money-spinning supersized Champions League https://t.co/FqB4pxA5y2
— MailOnline Sport (@MailSport) March 8, 2021