Bóluefni Pfizer virðist virka gegn brasilíska afbrigðinu Eiður Þór Árnason skrifar 9. mars 2021 11:44 18.547 einstaklingar hafa ýmist lokið eða hafið bólusetningu hér á landi með bóluefni Pfizer og BioNTech. EPA Ný rannsókn bendir til að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 vinni gegn meira smitandi afbrigði kórónuveirunnar sem kennt hefur verið við Brasilíu. Niðurstöðurnar voru birtar í vísindaritinu New England Journal of Medicine í gær. Þar segir að blóð sem tekið var úr bólusettum einstaklingum hafi óvirkjað breytta veiru sem bjó yfir sömu stökkbreytingum og finnast á broddprótíni afbrigðisins sem hefur verið nefnt P.1. Umræddar stökkbreytingar eru taldar gera veirunni kleift að smitast hraðar en flest önnur afbrigði. Pfizer, BioNTech og Texas-háskóli stóðu að baki rannsókninni og að sögn vísindamanna hefur bóluefnið álíka mikil áhrif á P.1 afbrigðið og önnur minna smitandi afbrigði veirunnar. Fregnunum ber að taka með þeim fyrirvara að ekki er um að ræða klíníska rannsókn sem gerð var á fólki heldur tilraun á rannsóknarstofu sem gefur þó vísbendingu um virkni bóluefnisins í mannslíkamanum. Virðist líka veita vernd gegn því breska og suður-afríska Niðurstöður fyrri rannsókna benda sömuleiðis til að bóluefni Pfizer og BioNTech óvirki afbrigði kórónuveirunnar sem hafa verið kennd við Bretland og Suður-Afríku en þau virðast auk þess brasilíska vera meira smitandi en önnur. Pfizer hefur áður gefið út að fyrirtækið telji mjög líklegt að núverandi bóluefni sitt veiti vernd gegn suður-afríska afbrigðinu en niðurstöður hafa sýnt að það geti þó mögulega dregið úr magni mótefna sem verða til í kjölfar bólusetningar. Lyfjafyrirtækið hyggst annars vegar prófa nýja útgáfu bóluefnisins sem er þróað til höfuðs suður-afríska afbrigðinu og hins vegar að gefa einstaklingum þriðja skammtinn af núverandi bóluefni til að öðlast betri skilning á ónæmissvarinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði fyrir helgi að enginn hafi greinst með brasilíska afbrigði veirunnar hér landi en að einn hafi fundist með það suður-afríska. Þá höfðu níutíu greinst með breska afbrigðið á landamærunum og tuttugu innanlands. Starfsmaður Landspítalans í Fossvogi greindist með breska afbrigðið á laugardag en umfangsmikil skimun fór í gang eftir að smitið kom upp. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einn greinst með suður-afríska afbrigðið Einn hefur greinst með suður-afríska afbrigði SARS-CoV-2 hér landi, það var fyrir fjórum dögum. Um var að ræða smit á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna Covid-19 rétt í þessu. 4. mars 2021 11:14 Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27 Breytt bóluefni með betri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu verði til í haust Þróunarteymi Oxford-AstraZeneca bóluefnisins gegn Covid-19 væntir þess að ný gerð efnisins verði tilbúin í haust sem veiti betri vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar. 7. febrúar 2021 19:32 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Niðurstöðurnar voru birtar í vísindaritinu New England Journal of Medicine í gær. Þar segir að blóð sem tekið var úr bólusettum einstaklingum hafi óvirkjað breytta veiru sem bjó yfir sömu stökkbreytingum og finnast á broddprótíni afbrigðisins sem hefur verið nefnt P.1. Umræddar stökkbreytingar eru taldar gera veirunni kleift að smitast hraðar en flest önnur afbrigði. Pfizer, BioNTech og Texas-háskóli stóðu að baki rannsókninni og að sögn vísindamanna hefur bóluefnið álíka mikil áhrif á P.1 afbrigðið og önnur minna smitandi afbrigði veirunnar. Fregnunum ber að taka með þeim fyrirvara að ekki er um að ræða klíníska rannsókn sem gerð var á fólki heldur tilraun á rannsóknarstofu sem gefur þó vísbendingu um virkni bóluefnisins í mannslíkamanum. Virðist líka veita vernd gegn því breska og suður-afríska Niðurstöður fyrri rannsókna benda sömuleiðis til að bóluefni Pfizer og BioNTech óvirki afbrigði kórónuveirunnar sem hafa verið kennd við Bretland og Suður-Afríku en þau virðast auk þess brasilíska vera meira smitandi en önnur. Pfizer hefur áður gefið út að fyrirtækið telji mjög líklegt að núverandi bóluefni sitt veiti vernd gegn suður-afríska afbrigðinu en niðurstöður hafa sýnt að það geti þó mögulega dregið úr magni mótefna sem verða til í kjölfar bólusetningar. Lyfjafyrirtækið hyggst annars vegar prófa nýja útgáfu bóluefnisins sem er þróað til höfuðs suður-afríska afbrigðinu og hins vegar að gefa einstaklingum þriðja skammtinn af núverandi bóluefni til að öðlast betri skilning á ónæmissvarinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði fyrir helgi að enginn hafi greinst með brasilíska afbrigði veirunnar hér landi en að einn hafi fundist með það suður-afríska. Þá höfðu níutíu greinst með breska afbrigðið á landamærunum og tuttugu innanlands. Starfsmaður Landspítalans í Fossvogi greindist með breska afbrigðið á laugardag en umfangsmikil skimun fór í gang eftir að smitið kom upp.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einn greinst með suður-afríska afbrigðið Einn hefur greinst með suður-afríska afbrigði SARS-CoV-2 hér landi, það var fyrir fjórum dögum. Um var að ræða smit á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna Covid-19 rétt í þessu. 4. mars 2021 11:14 Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27 Breytt bóluefni með betri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu verði til í haust Þróunarteymi Oxford-AstraZeneca bóluefnisins gegn Covid-19 væntir þess að ný gerð efnisins verði tilbúin í haust sem veiti betri vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar. 7. febrúar 2021 19:32 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Einn greinst með suður-afríska afbrigðið Einn hefur greinst með suður-afríska afbrigði SARS-CoV-2 hér landi, það var fyrir fjórum dögum. Um var að ræða smit á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna Covid-19 rétt í þessu. 4. mars 2021 11:14
Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27
Breytt bóluefni með betri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu verði til í haust Þróunarteymi Oxford-AstraZeneca bóluefnisins gegn Covid-19 væntir þess að ný gerð efnisins verði tilbúin í haust sem veiti betri vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar. 7. febrúar 2021 19:32