Halda áfram að nota nafn Trump þrátt fyrir mótbárur hans Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2021 11:46 Trump ræðir við starfsmenn landsnefndar Repúblikanaflokksins á kjördag í nóvember. Í síðustu viku reyndi hann að setja flokknum stólinn fyrir dyrnar varðandi notkun á nafni hans í fjáröflunarskyni. Vísir/EPA Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum ætlar að halda áfram að nota nafn Donalds Trump fyrrverandi forseta í fjáröflunarskyni og kynningarefni þrátt fyrir að hann hafi látið lögfræðinga sína krefjast þess að flokkurinn léti af því í síðustu viku. Í bréfi til landsnefndar Repúblikanaflokksins og tveggja þingframboðsnefnda hans á landsvísu kröfðust lögfræðingar Trump þess að nefndirnar hættu að leggja nafn fyrrverandi forsetans við hégóma í fjáröflunarskyni. Reuters-fréttastofan hefur eftir ónefndum ráðgjafa Trump að fyrrverandi forsetanum gremjist meðal annars að flokkurinn noti nafn hans til að styðja þingmenn flokksins sem greiddu atkvæði með því að kæra hann fyrir embættisbrot vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington-borg 6. janúar. Landsnefndin svaraði lögfræðingunum og sagði að Trump hefði tjáð Ronnu McDaniel, formanni nefndarinnar, að hann sé samþykkur núverandi notkun flokksins á nafni sínu um helgina. Þá hélt nefndin því fram að hún hefði fullan rétt á að nafngreina opinbera persónu í stjórnmálastarfi sínu. Trump hefur ekki útilokað að bjóða sig fram aftur til forseta árið 2024 og virðist tilbúinn að halda Repúblikanaflokknum í heljargreipum í millitíðinni. Fyrrverandi forsetinn stofnaði eigin pólitíska aðgerðanefnd til að safna framlögum frá stuðningsmönnum svo að hann geti stutt frambjóðendur í forvölum repúblikana til höfuðs sitjandi þingmanna sem Trump telur að hafi ekki verið nægilega hollir sér persónulega. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump bannar Repúblikönum að nota nafn sitt í fjáröflun Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er afar ósáttur við Repúblikanaflokkurinn noti nafn sitt við fjáröflun og á varningi sem seldur er til stuðningsmanna flokksins. Hafa lögmenn hans sent kröfu um að því verði hætt tafarlaust. 6. mars 2021 18:06 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Sjá meira
Í bréfi til landsnefndar Repúblikanaflokksins og tveggja þingframboðsnefnda hans á landsvísu kröfðust lögfræðingar Trump þess að nefndirnar hættu að leggja nafn fyrrverandi forsetans við hégóma í fjáröflunarskyni. Reuters-fréttastofan hefur eftir ónefndum ráðgjafa Trump að fyrrverandi forsetanum gremjist meðal annars að flokkurinn noti nafn hans til að styðja þingmenn flokksins sem greiddu atkvæði með því að kæra hann fyrir embættisbrot vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington-borg 6. janúar. Landsnefndin svaraði lögfræðingunum og sagði að Trump hefði tjáð Ronnu McDaniel, formanni nefndarinnar, að hann sé samþykkur núverandi notkun flokksins á nafni sínu um helgina. Þá hélt nefndin því fram að hún hefði fullan rétt á að nafngreina opinbera persónu í stjórnmálastarfi sínu. Trump hefur ekki útilokað að bjóða sig fram aftur til forseta árið 2024 og virðist tilbúinn að halda Repúblikanaflokknum í heljargreipum í millitíðinni. Fyrrverandi forsetinn stofnaði eigin pólitíska aðgerðanefnd til að safna framlögum frá stuðningsmönnum svo að hann geti stutt frambjóðendur í forvölum repúblikana til höfuðs sitjandi þingmanna sem Trump telur að hafi ekki verið nægilega hollir sér persónulega.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump bannar Repúblikönum að nota nafn sitt í fjáröflun Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er afar ósáttur við Repúblikanaflokkurinn noti nafn sitt við fjáröflun og á varningi sem seldur er til stuðningsmanna flokksins. Hafa lögmenn hans sent kröfu um að því verði hætt tafarlaust. 6. mars 2021 18:06 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Sjá meira
Trump bannar Repúblikönum að nota nafn sitt í fjáröflun Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er afar ósáttur við Repúblikanaflokkurinn noti nafn sitt við fjáröflun og á varningi sem seldur er til stuðningsmanna flokksins. Hafa lögmenn hans sent kröfu um að því verði hætt tafarlaust. 6. mars 2021 18:06