„Við erum að rannsaka morðmál hérna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. mars 2021 13:41 Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að lögreglan hafi lagt fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um að verjandi Íslendingsins sem sat í gæsluvarðhaldi verði kallaður til sem vitni í málinu. Lögreglu hafi ástæðu til að ætla að verjandinn búi yfir vitneskju sem skipti rannsóknina máli. Vísir/Egill t.v. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem fer fyrir rannsókn Rauðagerðismálsins gefur lítið fyrir ummæli Steinbergs Finnbogasonar í Fréttablaðinu í morgun þess efnis að lögreglan vilji losna við Steinberg sem verjanda. Steinbergur er verjandi Íslendings sem sat í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu í Rauðagerði en sætir nú farbanni. Steinbergur ritaði grein í Fréttablaðinu í morgun þar sem hann greindi frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi lagt fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að Steinbergur verði kallaður til sem vitni í málinu. Fallist dómurinn á þá kröfu lögreglu mun Steinbergur ekki lengur geta sinnt störfum verjanda í málinu. Íslendingurinn muni því þurfa nýjan verjanda. Steinbergur sagði í grein sinni að það væri „væri eitthvað mikið að“ ef lögreglan gæti ítrekað „leikið þann leik að breyta verjanda í vitni til þess annars vegar að losna við hann úr málinu og hins vegar að pumpa upp úr honum upplýsingar sem hann kann að búa yfir vegna trúnaðarsambands við skjólstæðing sinn.“ Margeir segir aftur á móti að gripið sé til þessa ráðs ef ástæða er til og að lögreglan teldi ástæðu til í þessu tilfelli. Margeir vísar máli sínu til stuðnings til 33. gr. laga um meðferð sakamála. „Þarna teljum við hann [Steinberg] geta búið yfir vitneskju sem við teljum skipta máli og viljum fá þær upplýsingar og þar af leiðandi er þessu úrræði beitt.“ Um sé að ræða með alvarlegustu málum sem lögreglan fáist við. „Við erum að rannsaka morðmál hérna.“ Margeir Sveinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vísar máli sínu til stuðnings til 4. mgr. 33 gr. laga um meðferð sakamála þar sem kveðið er á um að ekki megi skipa eða tilnefna þann verjanda sem gegnt hefur starfi matsmanns eða kann að verða kvaddur til að gefa skýrslu sem vitni í máli ellegar er að öðru leyti svo viðriðinn mál eða aðila að hætta sé á að hann geti ekki gætt hagsmuna sakbornings sem skyldi. Uppfært kl. 18.08 með viðbrögðum frá Steinbergi: „Mér þykja þessi viðbrögð lögreglumannsins satt að segja með miklum ólíkindum. Ég skrifaði þessa grein til þess að undirstrika mikilvægi þeirrar grundvallarreglu að við séum öll jöfn fyrir lögunum. Viðbrögð lögreglumannsins staðfesta nákvæmlega það sem ég hafði áhyggjur af og þessi ámælisverðu vinnubrögð réttlætt með því einu að málið sé alvarlegra en önnur og kalli þannig á frávik frá grundvallarréttindum sakaðra manna.“ Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Steinbergur er verjandi Íslendings sem sat í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu í Rauðagerði en sætir nú farbanni. Steinbergur ritaði grein í Fréttablaðinu í morgun þar sem hann greindi frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi lagt fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að Steinbergur verði kallaður til sem vitni í málinu. Fallist dómurinn á þá kröfu lögreglu mun Steinbergur ekki lengur geta sinnt störfum verjanda í málinu. Íslendingurinn muni því þurfa nýjan verjanda. Steinbergur sagði í grein sinni að það væri „væri eitthvað mikið að“ ef lögreglan gæti ítrekað „leikið þann leik að breyta verjanda í vitni til þess annars vegar að losna við hann úr málinu og hins vegar að pumpa upp úr honum upplýsingar sem hann kann að búa yfir vegna trúnaðarsambands við skjólstæðing sinn.“ Margeir segir aftur á móti að gripið sé til þessa ráðs ef ástæða er til og að lögreglan teldi ástæðu til í þessu tilfelli. Margeir vísar máli sínu til stuðnings til 33. gr. laga um meðferð sakamála. „Þarna teljum við hann [Steinberg] geta búið yfir vitneskju sem við teljum skipta máli og viljum fá þær upplýsingar og þar af leiðandi er þessu úrræði beitt.“ Um sé að ræða með alvarlegustu málum sem lögreglan fáist við. „Við erum að rannsaka morðmál hérna.“ Margeir Sveinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vísar máli sínu til stuðnings til 4. mgr. 33 gr. laga um meðferð sakamála þar sem kveðið er á um að ekki megi skipa eða tilnefna þann verjanda sem gegnt hefur starfi matsmanns eða kann að verða kvaddur til að gefa skýrslu sem vitni í máli ellegar er að öðru leyti svo viðriðinn mál eða aðila að hætta sé á að hann geti ekki gætt hagsmuna sakbornings sem skyldi. Uppfært kl. 18.08 með viðbrögðum frá Steinbergi: „Mér þykja þessi viðbrögð lögreglumannsins satt að segja með miklum ólíkindum. Ég skrifaði þessa grein til þess að undirstrika mikilvægi þeirrar grundvallarreglu að við séum öll jöfn fyrir lögunum. Viðbrögð lögreglumannsins staðfesta nákvæmlega það sem ég hafði áhyggjur af og þessi ámælisverðu vinnubrögð réttlætt með því einu að málið sé alvarlegra en önnur og kalli þannig á frávik frá grundvallarréttindum sakaðra manna.“
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira