Tekst Liverpool að bjarga tímabilinu í Meistaradeildinni? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2021 11:40 Sadio Mané kemur Liverpool í 0-2 í fyrri leiknum gegn Leipzig. getty/Christina Pahnke Liverpool er í góðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þjóðverjarnir sjá þó eflaust tækifæri til að koma höggi á ensku meistarana sem hefur gengið bölvanlega að undanförnu. Liverpool vann fyrri leikinn á Ferenc Puskás leikvanginum í Búdapest með tveimur mörkum gegn engu. Leikurinn taldist heimaleikur Leipzig og Þjóðverjarnir þurfa því að vinna með þremur mörkum í kvöld til að komast áfram. Líkt og 16. febrúar verður leikið í Búdapest í kvöld sökum ferðatakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. Mohamed Salah og Sadio Mané skoruðu mörk Liverpool í fyrri leiknum en þau komu eftir slæm varnarmistök Leipzig. Frá fyrri leiknum gegn Leipzig 16. febrúar hefur Liverpool leikið fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool vann botnlið Sheffield United á útivelli en tapaði fyrir Fulham, Chelsea og Everton á heimavelli. Liverpool hefur alls tapað sex deildarleikjum á Anfield í röð sem hefur aldrei áður gerst í sögu félagsins. Rauði herinn er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 43 stig, sjö stigum frá Meistaradeildarsæti, þegar tíu umferðum er ólokið. Meistaradeildin er því kannski helsta tækifæri Liverpool til að gera eitthvað gott úr tímabilinu. Rauði herinn féll úr leik í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra en tímabilin tvö þar á undan komst Liverpool í úrslit keppninnar og vann hana 2019. Allir fjórtán leikmenn Liverpool sem komu við sögu í úrslitaleiknum gegn Tottenham fyrir tveimur árum eru enn hjá félaginu þótt nokkrir þeirra glími við langvarandi meiðsli, eins og Virgil van Dijk, Joël Matip og Jordan Henderson. Á fljúgandi siglingu Á meðan Liverpool hefur gengið illa að undanförnu hefur Leipzig gengið allt í haginn frá fyrri leiknum gegn Rauða hernum og unnið alla þrjá leiki sína í þýsku úrvalsdeildinni síðan þá með markatölunni 9-2. Leipzig hefur alls unnið sex deildarleiki í röð og er í 2. sæti með 53 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Bayern München. Möguleikinn á fyrsta Þýskalandsmeistaratitlinum í sögu félagsins er því svo sannarlega til staðar þótt það verði hægara sagt en gert að fella Bayern af stalli sínum. Bæjarar hafa orðið þýskir meistarar níu ár í röð. Fyrst er það samt Meistaradeildin og þrátt fyrir að vera í þröngri stöðu eru Leipzig-menn brattir fyrir leikinn í kvöld. Erfitt en ekki ómögulegt „Ef við spilum eins og við höfum gert síðustu vikur og höldum stöðugleika held ég að staða okkar sé góð. Við reynum að halda áfram að eiga farsælt tímabil, við erum enn í bikarnum og Meistaradeildinni. Þar bíður okkar erfitt verkefni, 2-0 undir gegn Liverpool, en þetta er ekki ómögulegt. Við höldum áfram að trúa,“ sagði Péter Gulásci, ungverski markvörðurinn hjá Leipzig sem verður á heimavelli í kvöld eins og í fyrri leiknum. Klippa: Viðtal við markvörð Leipzig Gulásci þekkir vel til hjá Liverpool en hann var á mála hjá félaginu á árunum 2007-13. Hann náði þó aldrei að spila fyrir aðallið Liverpool. Ferill Guláscis fór á flug eftir að hann gekk í raðir Red Bull Salzburg 2013. Tveimur árum síðar færði hann sig um set innan Red Bull samsteypunnar og fór til Leipzig. Gulásci hefur leikið yfir tvö hundruð leiki fyrir Leipzig og átt stóran þátt í uppgangi liðsins sem komst alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. Leikur Liverpool og Leipzig hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Paris Saint-Germain og Barcelona á Stöð 2 Sport 4. Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport 2. Leikirnir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 22:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Liverpool vann fyrri leikinn á Ferenc Puskás leikvanginum í Búdapest með tveimur mörkum gegn engu. Leikurinn taldist heimaleikur Leipzig og Þjóðverjarnir þurfa því að vinna með þremur mörkum í kvöld til að komast áfram. Líkt og 16. febrúar verður leikið í Búdapest í kvöld sökum ferðatakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. Mohamed Salah og Sadio Mané skoruðu mörk Liverpool í fyrri leiknum en þau komu eftir slæm varnarmistök Leipzig. Frá fyrri leiknum gegn Leipzig 16. febrúar hefur Liverpool leikið fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool vann botnlið Sheffield United á útivelli en tapaði fyrir Fulham, Chelsea og Everton á heimavelli. Liverpool hefur alls tapað sex deildarleikjum á Anfield í röð sem hefur aldrei áður gerst í sögu félagsins. Rauði herinn er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 43 stig, sjö stigum frá Meistaradeildarsæti, þegar tíu umferðum er ólokið. Meistaradeildin er því kannski helsta tækifæri Liverpool til að gera eitthvað gott úr tímabilinu. Rauði herinn féll úr leik í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra en tímabilin tvö þar á undan komst Liverpool í úrslit keppninnar og vann hana 2019. Allir fjórtán leikmenn Liverpool sem komu við sögu í úrslitaleiknum gegn Tottenham fyrir tveimur árum eru enn hjá félaginu þótt nokkrir þeirra glími við langvarandi meiðsli, eins og Virgil van Dijk, Joël Matip og Jordan Henderson. Á fljúgandi siglingu Á meðan Liverpool hefur gengið illa að undanförnu hefur Leipzig gengið allt í haginn frá fyrri leiknum gegn Rauða hernum og unnið alla þrjá leiki sína í þýsku úrvalsdeildinni síðan þá með markatölunni 9-2. Leipzig hefur alls unnið sex deildarleiki í röð og er í 2. sæti með 53 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Bayern München. Möguleikinn á fyrsta Þýskalandsmeistaratitlinum í sögu félagsins er því svo sannarlega til staðar þótt það verði hægara sagt en gert að fella Bayern af stalli sínum. Bæjarar hafa orðið þýskir meistarar níu ár í röð. Fyrst er það samt Meistaradeildin og þrátt fyrir að vera í þröngri stöðu eru Leipzig-menn brattir fyrir leikinn í kvöld. Erfitt en ekki ómögulegt „Ef við spilum eins og við höfum gert síðustu vikur og höldum stöðugleika held ég að staða okkar sé góð. Við reynum að halda áfram að eiga farsælt tímabil, við erum enn í bikarnum og Meistaradeildinni. Þar bíður okkar erfitt verkefni, 2-0 undir gegn Liverpool, en þetta er ekki ómögulegt. Við höldum áfram að trúa,“ sagði Péter Gulásci, ungverski markvörðurinn hjá Leipzig sem verður á heimavelli í kvöld eins og í fyrri leiknum. Klippa: Viðtal við markvörð Leipzig Gulásci þekkir vel til hjá Liverpool en hann var á mála hjá félaginu á árunum 2007-13. Hann náði þó aldrei að spila fyrir aðallið Liverpool. Ferill Guláscis fór á flug eftir að hann gekk í raðir Red Bull Salzburg 2013. Tveimur árum síðar færði hann sig um set innan Red Bull samsteypunnar og fór til Leipzig. Gulásci hefur leikið yfir tvö hundruð leiki fyrir Leipzig og átt stóran þátt í uppgangi liðsins sem komst alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. Leikur Liverpool og Leipzig hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Paris Saint-Germain og Barcelona á Stöð 2 Sport 4. Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport 2. Leikirnir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 22:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn