Nær tvöfalt fleiri munu eiga rétt á skimun fyrir lungnakrabba Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. mars 2021 21:25 Árleg tölvusneiðmyndarannsókn einstaklinga í áhættuhópum getur minnkað dánartíðni af völdu krabbameinsins um 20 til 25 prósent. Skimunarráð Bandaríkjanna hefur uppfært tillögur sínar varðandi skimun fyrir lungnakrabbameinum, sem mun gera það að verkum að nær tvöfalt fleirum er ráðlagt að gangast undir árlega tölvusneiðmyndarannsókn en áður var. Breytingin mun gera það að verkum að fleiri konur og svartir Bandaríkjamenn munu falla undir tilmælin en umræddir hópar virðast bæði viðkvæmari fyrir tóbaksreykingum en hvítir karlmenn og eru yngri þegar þeir fá krabbamein. Lungnakrabbamein er helsta dánarorsök af völdum krabbameina í Bandaríkjunum en það finnst vanalega seint og er þá illmeðhöndlanlegt. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að árleg tölvusneiðmyndarannsókn hjá áhættuhópum getur lækkað dánartíðnina um 20 til 25 prósent. Samkvæmt nýju tilmælunum er þeim ráðlagt að gangast undir árlega rannsókn sem eru á aldrinum 50 til 80 ára og hafa reykt pakka á dag í tuttugu ár eða meira, þeim sem enn reykja og þeim sem hafa hætt að reykja á síðustu fimmtán árum. Skimunarráðið er skipað af forstjóra alríkisstofnunarinnar sem hefur eftirlit með rannsóknum og gæðum í heilbrigðisþjónustu en er sjálfstætt í störfum sínum. Ef ráðleggingar þess taka gildi mun þeim sem býðst skimun fjölga um 6.4 milljónir einstaklinga, í 14,5 milljónir. En jafnvel þótt fleirum muni nú standa skimun til boða er aðeins hálf sagan sögð. Þátttaka hefur verið dræm en það er ekki síst talið vera vegna þess að rannsóknin kostar jafnvirði um 40 þúsund króna. Hið svokallaða Affordable Care Act, oft kallað „Obamacare“, kveður á um að rannsóknin sé innifalin í sjúkratryggingum en rannsóknir hafa leitt í ljós að nærri helmingur þeirra sem falla undir skimunarviðmiðin eru ótryggðir. Þá virðast margir ekki vita af möguleikanum, þar sem minna er fjallað um hann en skimun fyrir öðrum krabbameinum. Í Bandaríkjunum greindust 228.820 með lungnakrabbamein árið 2020 og 135.720 létu lífið af völdum sjúkdómsins. Um 90 prósent þeirra sem greinast með meinið hafa reykt og þá er reykingafólk tuttugu sinnum líklegra til að fá sjúkdóminn en þeir sem ekki reykja. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Breytingin mun gera það að verkum að fleiri konur og svartir Bandaríkjamenn munu falla undir tilmælin en umræddir hópar virðast bæði viðkvæmari fyrir tóbaksreykingum en hvítir karlmenn og eru yngri þegar þeir fá krabbamein. Lungnakrabbamein er helsta dánarorsök af völdum krabbameina í Bandaríkjunum en það finnst vanalega seint og er þá illmeðhöndlanlegt. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að árleg tölvusneiðmyndarannsókn hjá áhættuhópum getur lækkað dánartíðnina um 20 til 25 prósent. Samkvæmt nýju tilmælunum er þeim ráðlagt að gangast undir árlega rannsókn sem eru á aldrinum 50 til 80 ára og hafa reykt pakka á dag í tuttugu ár eða meira, þeim sem enn reykja og þeim sem hafa hætt að reykja á síðustu fimmtán árum. Skimunarráðið er skipað af forstjóra alríkisstofnunarinnar sem hefur eftirlit með rannsóknum og gæðum í heilbrigðisþjónustu en er sjálfstætt í störfum sínum. Ef ráðleggingar þess taka gildi mun þeim sem býðst skimun fjölga um 6.4 milljónir einstaklinga, í 14,5 milljónir. En jafnvel þótt fleirum muni nú standa skimun til boða er aðeins hálf sagan sögð. Þátttaka hefur verið dræm en það er ekki síst talið vera vegna þess að rannsóknin kostar jafnvirði um 40 þúsund króna. Hið svokallaða Affordable Care Act, oft kallað „Obamacare“, kveður á um að rannsóknin sé innifalin í sjúkratryggingum en rannsóknir hafa leitt í ljós að nærri helmingur þeirra sem falla undir skimunarviðmiðin eru ótryggðir. Þá virðast margir ekki vita af möguleikanum, þar sem minna er fjallað um hann en skimun fyrir öðrum krabbameinum. Í Bandaríkjunum greindust 228.820 með lungnakrabbamein árið 2020 og 135.720 létu lífið af völdum sjúkdómsins. Um 90 prósent þeirra sem greinast með meinið hafa reykt og þá er reykingafólk tuttugu sinnum líklegra til að fá sjúkdóminn en þeir sem ekki reykja. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira