Hvenær er einkaleyfi ekki einkaleyfi? Bergþór Bergsson skrifar 10. mars 2021 07:30 Það kemur fyrir að einstaklingar finni upp nýja hluti. Til að forðast að þeim uppfinningum verði stolið grípa þeir gjarnan til þess ráðs að sækja um einkaleyfi. Einkaleyfi vernda tæknilegar uppfinningar, og eru veitt eftir umsókn fyrir tilteknar uppfinningar. Uppfinningin verður að vera a) ný með tilliti til þess sem er þekkt fyrir umsóknardag, b) frábrugðin öðrum sambærilegum uppfinningum í verulegum atriðum og c) tæknileg. Einkaleyfi veitir uppfinningamanni einkarétt til að hagnýta uppfinninguna í atvinnuskyni. Einkaleyfi eru ein af mörgum tegundum svokallaðra hugverkaréttinda, sem öllum er ætlað að vernda tiltekin hugverk. Önnur hugverkaréttindi eru t.d. vörumerki, hönnun, höfundarréttur og viðskiptaleyndarmál, sem öll veita ólíka réttarvernd. Hönnunarréttindum er t.a.m. ætlað að vernda útlit vöru og höfundarréttinum ætlað að vernda hugmyndir, s.s. bókmenntir og tölvukóða. Vörumerkjum, ólíkt einkaleyfum, er ætlað að vernda nafn, orðspor og viðskiptavild fyrirtækja, og þeim er ætlað að aðgreina vöru og þjónustu á markaði. Handhafi vörumerkisins hefur einkarétt á notkun þess. Algengustu tegundir vörumerkja eru svokölluð orðmerki og myndmerki. Dæmi um verðmætt orðmerki er Apple, og dæmi um verðmætt myndmerki er Apple merkið, sem er epli. Hugkverkarréttindi geta skarast. Uppfinningamaður getur þannig verið með einkaleyfi á tiltekinni uppfinningu, en jafnframt verið með hönnunarvernd fyrir útliti uppfinningarinnar. Uppfinningamaður getur þó aldrei fengið einkaleyfi á vörumerki, enda vörumerki ekki tæknileg uppfinning, heldur einkaréttur á notkun vörumerkisins. Af einkaleyfum og vörumerkjum Nokkuð hefur borið á því að fjölmiðlar rugli saman einkaleyfum og öðrum hugverkaréttindum, þá sérstaklega vörumerkjum. Fjölmiðlar landsins hafa til dæmis flutt fréttir af því að „Einkaleyfi Iceland Foods á orðinu Iceland sé ógilt“, því Hugverkastofa Evrópu ógilti vörumerkjaskráningu verslunarkeðjunnar Iceland Foods. Victoria Beckham á að hafi fengið „einkaleyfi á nafni dóttur sinnar“, sem heitir Harper. Meghan Markle og Harry Bretaprins hafa jafnframt „lagt mikið upp úr því að byggja upp merki sitt Sussex Royal og fengið skráð einkaleyfi á því á heimsvísu.“, hönnuðurinn Maison Margiela hefur fengið „einkaleyfi á ekkert“ því flíkurnar hans voru merktar með hvítu merki sem ekkert stóð á nema tölur og LeBron James vill „einkaleyfi á takóþriðjudegi“. Að lokum má ekki gleyma fréttaumfjöllun um Íslendinginn sem náði sér í „einkaleyfi á orðmerkinu „HÚH“. Hann hlaut talsverða gagnrýni fyrir að hafa ætlað að hagnast á menningararfi okkar Íslendinga, og sendi yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem að hann talaði um skráningu orðmerkisins „HÚH“ og því klárlega um að ræða vörumerki. Það er ljóst að orðin Iceland, Harper og Sussex Royal eru ekki uppfinningar, heldur er um að ræða einkarétt á vörumerki. Jafnframt uppfyllir hvorki fyrirbærið takóþriðjudagur né HÚH frumskilyrði einkaleyfa, þ.e. fyrirbærið er hvorki sérlega nýmóðins né tæknilegt. Frá einkaleyfum til einkaleyfa Einkaleyfi finnast víðar í lagasafninu en innan hugverkaréttar. Hugtakið þekkist jafnframt sem annað heiti á sérleyfum. Happdrætti Háskóla Íslands var með einkaleyfi til þess að reka peningahappdrætti hér á landi og samkvæmt lögum gátu rútubílafyrirtæki verið með einkaleyfi á tilteknum leiðum. Það breytir því þó ekki, að hugtakið einkaleyfi hefur ákveðna lagalega þýðingu innan hugverkaréttarins og veitir einkaleyfishafa tiltekna réttarvernd. Það er því misvísandi að tala um einkaleyfi á HÚH-inu eða takóþriðjudögum, þegar í reynd er átt við vörumerki eða önnur hugverkaréttindi. Slík ónákvæmni í orðavali er til þess fallin gera umfjöllun um hugverkaréttindi í fjölmiðlum óskýra, og skapa misskilning um eðli einkaleyfa og annara hugverkaréttinda meðal almennings. Hver veit nema þetta gæti leitt til þess, að uppfinningamenn framtíðarinnar verði í vafa um hvernig þeir skuli standa að verndun hagsmuna sinna, og hvert þeir eigi að snúa sér? Höfundur er lögfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Höfundaréttur Mest lesið Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Það kemur fyrir að einstaklingar finni upp nýja hluti. Til að forðast að þeim uppfinningum verði stolið grípa þeir gjarnan til þess ráðs að sækja um einkaleyfi. Einkaleyfi vernda tæknilegar uppfinningar, og eru veitt eftir umsókn fyrir tilteknar uppfinningar. Uppfinningin verður að vera a) ný með tilliti til þess sem er þekkt fyrir umsóknardag, b) frábrugðin öðrum sambærilegum uppfinningum í verulegum atriðum og c) tæknileg. Einkaleyfi veitir uppfinningamanni einkarétt til að hagnýta uppfinninguna í atvinnuskyni. Einkaleyfi eru ein af mörgum tegundum svokallaðra hugverkaréttinda, sem öllum er ætlað að vernda tiltekin hugverk. Önnur hugverkaréttindi eru t.d. vörumerki, hönnun, höfundarréttur og viðskiptaleyndarmál, sem öll veita ólíka réttarvernd. Hönnunarréttindum er t.a.m. ætlað að vernda útlit vöru og höfundarréttinum ætlað að vernda hugmyndir, s.s. bókmenntir og tölvukóða. Vörumerkjum, ólíkt einkaleyfum, er ætlað að vernda nafn, orðspor og viðskiptavild fyrirtækja, og þeim er ætlað að aðgreina vöru og þjónustu á markaði. Handhafi vörumerkisins hefur einkarétt á notkun þess. Algengustu tegundir vörumerkja eru svokölluð orðmerki og myndmerki. Dæmi um verðmætt orðmerki er Apple, og dæmi um verðmætt myndmerki er Apple merkið, sem er epli. Hugkverkarréttindi geta skarast. Uppfinningamaður getur þannig verið með einkaleyfi á tiltekinni uppfinningu, en jafnframt verið með hönnunarvernd fyrir útliti uppfinningarinnar. Uppfinningamaður getur þó aldrei fengið einkaleyfi á vörumerki, enda vörumerki ekki tæknileg uppfinning, heldur einkaréttur á notkun vörumerkisins. Af einkaleyfum og vörumerkjum Nokkuð hefur borið á því að fjölmiðlar rugli saman einkaleyfum og öðrum hugverkaréttindum, þá sérstaklega vörumerkjum. Fjölmiðlar landsins hafa til dæmis flutt fréttir af því að „Einkaleyfi Iceland Foods á orðinu Iceland sé ógilt“, því Hugverkastofa Evrópu ógilti vörumerkjaskráningu verslunarkeðjunnar Iceland Foods. Victoria Beckham á að hafi fengið „einkaleyfi á nafni dóttur sinnar“, sem heitir Harper. Meghan Markle og Harry Bretaprins hafa jafnframt „lagt mikið upp úr því að byggja upp merki sitt Sussex Royal og fengið skráð einkaleyfi á því á heimsvísu.“, hönnuðurinn Maison Margiela hefur fengið „einkaleyfi á ekkert“ því flíkurnar hans voru merktar með hvítu merki sem ekkert stóð á nema tölur og LeBron James vill „einkaleyfi á takóþriðjudegi“. Að lokum má ekki gleyma fréttaumfjöllun um Íslendinginn sem náði sér í „einkaleyfi á orðmerkinu „HÚH“. Hann hlaut talsverða gagnrýni fyrir að hafa ætlað að hagnast á menningararfi okkar Íslendinga, og sendi yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem að hann talaði um skráningu orðmerkisins „HÚH“ og því klárlega um að ræða vörumerki. Það er ljóst að orðin Iceland, Harper og Sussex Royal eru ekki uppfinningar, heldur er um að ræða einkarétt á vörumerki. Jafnframt uppfyllir hvorki fyrirbærið takóþriðjudagur né HÚH frumskilyrði einkaleyfa, þ.e. fyrirbærið er hvorki sérlega nýmóðins né tæknilegt. Frá einkaleyfum til einkaleyfa Einkaleyfi finnast víðar í lagasafninu en innan hugverkaréttar. Hugtakið þekkist jafnframt sem annað heiti á sérleyfum. Happdrætti Háskóla Íslands var með einkaleyfi til þess að reka peningahappdrætti hér á landi og samkvæmt lögum gátu rútubílafyrirtæki verið með einkaleyfi á tilteknum leiðum. Það breytir því þó ekki, að hugtakið einkaleyfi hefur ákveðna lagalega þýðingu innan hugverkaréttarins og veitir einkaleyfishafa tiltekna réttarvernd. Það er því misvísandi að tala um einkaleyfi á HÚH-inu eða takóþriðjudögum, þegar í reynd er átt við vörumerki eða önnur hugverkaréttindi. Slík ónákvæmni í orðavali er til þess fallin gera umfjöllun um hugverkaréttindi í fjölmiðlum óskýra, og skapa misskilning um eðli einkaleyfa og annara hugverkaréttinda meðal almennings. Hver veit nema þetta gæti leitt til þess, að uppfinningamenn framtíðarinnar verði í vafa um hvernig þeir skuli standa að verndun hagsmuna sinna, og hvert þeir eigi að snúa sér? Höfundur er lögfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun