Enginn mætti á blaðamannafund stjóra Porto eftir leikinn gegn Juventus Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2021 16:30 Sérgio Conceicao fagnar eftir leik Porto og Juventus í gær. getty/Jonathan Moscrop Framlengja þurfti leik Juventus og Porto í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Blaðamannafundur knattspyrnustjóra Porto, Sérgio Conceicao, tók hins vegar enga stund. Bókstaflega. Juventus vann leikinn í Tórínó í gær, 3-2, en Porto komst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Portúgalska liðið vann fyrri leikinn á Drekavöllum, 2-1. Afrek Porto er stórt og mikið en liðið var manni færri í leiknum í gær frá því í upphafi seinni hálfleiks þegar íranski framherjinn Mehdi Taremi fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að dómarinn var búinn að flauta. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-1, Juventus í vil, og því þurfti að framlengja. Þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingunni jafnaði Sérgio Oliveira með skoti beint úr aukaspyrnu. Adrien Rabiot kom yfir skömmu síðar en nær komust ítölsku meistararnir ekki. Conceicao fagnaði vel og innilega með sínum mönnum eftir leikinn. Þegar hann var búinn að ná sér niður þurfti hann að mæta á blaðamannafund. Þangað mætti hins vegar enginn blaðamaður. Þegar blaðafulltrúinn spurði hvort einhverjar spurningar biðu Conceicaos tók við nokkuð vandræðaleg þögn. Skömmu síðar var blaðamannafundinum lokið án þess að Conceicao þyrfti að svara nokkurri einustu spurningu eftir sennilega stærstu stundina á þjálfaraferli sínum. Klippa: Stuttur blaðamannafundur stjóra Porto Conceicao tók við Porto 2017 og hefur gert liðið að portúgölskum meisturum í tvígang. Á síðasta tímabili vann Porto bæði deild og bikar heima fyrir. Ljóst er að Porto endurtekur ekki leikinn í ár en liðið er úr leik í bikarkeppninni og er tíu stigum á eftir toppliði Sporting í portúgölsku úrvalsdeildinni. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu dramatíkina í Tórínó, mistök Ronaldos og VAR-fíaskóið í Dortmund Ekki vantaði dramatíkina í leiki gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Níu mörk voru skoruð í þeim, eitt rautt spjald fór á loft og myndbandsdómgæslan kom mikið við sögu. 10. mars 2021 09:00 Sagði ófyrirgefanlegt að Ronaldo hafi verið hræddur við boltann Cristiano Ronaldo var harðlega gagnrýndur fyrir tilburði sína í öðru marki Porto gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær. Fabio Capello sagði að varnarleikur Ronaldos hafi verið ófyrirgefanlegur. 10. mars 2021 08:02 Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Sjá meira
Juventus vann leikinn í Tórínó í gær, 3-2, en Porto komst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Portúgalska liðið vann fyrri leikinn á Drekavöllum, 2-1. Afrek Porto er stórt og mikið en liðið var manni færri í leiknum í gær frá því í upphafi seinni hálfleiks þegar íranski framherjinn Mehdi Taremi fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að dómarinn var búinn að flauta. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-1, Juventus í vil, og því þurfti að framlengja. Þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingunni jafnaði Sérgio Oliveira með skoti beint úr aukaspyrnu. Adrien Rabiot kom yfir skömmu síðar en nær komust ítölsku meistararnir ekki. Conceicao fagnaði vel og innilega með sínum mönnum eftir leikinn. Þegar hann var búinn að ná sér niður þurfti hann að mæta á blaðamannafund. Þangað mætti hins vegar enginn blaðamaður. Þegar blaðafulltrúinn spurði hvort einhverjar spurningar biðu Conceicaos tók við nokkuð vandræðaleg þögn. Skömmu síðar var blaðamannafundinum lokið án þess að Conceicao þyrfti að svara nokkurri einustu spurningu eftir sennilega stærstu stundina á þjálfaraferli sínum. Klippa: Stuttur blaðamannafundur stjóra Porto Conceicao tók við Porto 2017 og hefur gert liðið að portúgölskum meisturum í tvígang. Á síðasta tímabili vann Porto bæði deild og bikar heima fyrir. Ljóst er að Porto endurtekur ekki leikinn í ár en liðið er úr leik í bikarkeppninni og er tíu stigum á eftir toppliði Sporting í portúgölsku úrvalsdeildinni. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu dramatíkina í Tórínó, mistök Ronaldos og VAR-fíaskóið í Dortmund Ekki vantaði dramatíkina í leiki gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Níu mörk voru skoruð í þeim, eitt rautt spjald fór á loft og myndbandsdómgæslan kom mikið við sögu. 10. mars 2021 09:00 Sagði ófyrirgefanlegt að Ronaldo hafi verið hræddur við boltann Cristiano Ronaldo var harðlega gagnrýndur fyrir tilburði sína í öðru marki Porto gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær. Fabio Capello sagði að varnarleikur Ronaldos hafi verið ófyrirgefanlegur. 10. mars 2021 08:02 Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Sjá meira
Sjáðu dramatíkina í Tórínó, mistök Ronaldos og VAR-fíaskóið í Dortmund Ekki vantaði dramatíkina í leiki gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Níu mörk voru skoruð í þeim, eitt rautt spjald fór á loft og myndbandsdómgæslan kom mikið við sögu. 10. mars 2021 09:00
Sagði ófyrirgefanlegt að Ronaldo hafi verið hræddur við boltann Cristiano Ronaldo var harðlega gagnrýndur fyrir tilburði sína í öðru marki Porto gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær. Fabio Capello sagði að varnarleikur Ronaldos hafi verið ófyrirgefanlegur. 10. mars 2021 08:02
Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45