Hafa sýnt vörulager Geysis áhuga í kjölfar gjaldþrotsins Eiður Þór Árnason skrifar 10. mars 2021 13:34 Frá verslun Geysis á Skólavörðustíg árið 2012. Geysir Rekstrarfélög Geysis og tengdra verslana hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta en verslununum var lokað í byrjun febrúar og öllu starfsfólki sagt upp. Annars vegar er um að ræða félagið Geysir shops ehf., sem rak verslun Geysis í Haukadal og hins vegar Arctic shopping ehf. Hið síðarnefnda rak verslanir Geysis í Kringlunni, á Skólavörðustíg og Akureyri, Jólahúsið á Hafnarstræti, Fjallräven á Laugavegi og minjagripaverslanir undir merkjum Lundans og Thor í miðbæ Reykjavíkur. Skiptastjórinn Torfi Ragnar Sigurðsson segir að Jóhann Guðlaugsson, eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækjanna, hafi sjálfur óskað eftir því að þau yrðu tekin til gjaldþrotaskipta. Héraðsdómur Suðurlands samþykkti beiðnina þann 1. mars síðastliðinn og skipaði Torfa sem skiptastjóra. Töluverðar eignir til staðar Torfi segir að helstu eignir í þrotabúum Geysis shops og Arctic shopping séu vörulager, innréttingar verslana og lausafé. Ekki liggur fyrir hve margir starfsmenn eiga launakröfur á hendur fyrirtækjunum en líkt og aðrir kröfuhafar hafa launþegar tvo mánuði til að lýsa kröfu í búin frá auglýsingu í Lögbirtingablaði en hún birtist í gær. Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs VR, sagði við mbl.is í febrúar að samkvæmt gögnum stéttarfélagsins hafi verslanir Geysis greitt öll útistandandi laun til félagsmanna VR. Að sögn Torfa er nú unnið að því að losa vörulager verslananna sem sé töluverður. „Menn eru áhugasamir um vörubirgðirnar og þær viðræður eru í gangi við áhugasama aðila,“ segir skiptastjórinn en bætir við að formlegar viðræður hafi ekki enn farið fram. Meðal annars sé um að ræða aðila sem starfi á smásölumarkaði. „Þetta er svo nýtilskeð að menn eru bara að átta sig á stöðunni, ná utan um vörubirgðirnar og annað en sú vinna gengur bara vel. Það er að komast góð mynd á þetta.“ Stærðarinnar verslunarveldi riðaði til falls Áður en kórónuveirufaraldurinn skall á snemma árs 2020 voru verslanir Arctic Shopping þrettán talsins. Mörgum þeirra var lokað á síðasta ári þegar faraldurinn varð til þess að erlendir ferðamenn urðu sjaldgæf sjón í miðbæ Reykjavíkur. Farið var fram á gjaldþrotaskipti á Arctic shopping þann 29. janúar síðastliðinn en tveimur dögum seinna var búið að loka verslunum félagsins og segja upp starfsfólki. Starfsfólki í Haukadal var sagt upp síðar en óskað var eftir gjaldþrotaskiptum á Geysi shops, rekstarfélagi útibúsins í Haukadal, þann 22. febrúar síðastliðinn. Vísir fjallaði ítarlega um ris og fall verslunarveldisins í febrúar. Verslun Gjaldþrot Tengdar fréttir Andrúmsloftið þungt en engin dramatík Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt. 3. febrúar 2021 16:41 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Sjá meira
Annars vegar er um að ræða félagið Geysir shops ehf., sem rak verslun Geysis í Haukadal og hins vegar Arctic shopping ehf. Hið síðarnefnda rak verslanir Geysis í Kringlunni, á Skólavörðustíg og Akureyri, Jólahúsið á Hafnarstræti, Fjallräven á Laugavegi og minjagripaverslanir undir merkjum Lundans og Thor í miðbæ Reykjavíkur. Skiptastjórinn Torfi Ragnar Sigurðsson segir að Jóhann Guðlaugsson, eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækjanna, hafi sjálfur óskað eftir því að þau yrðu tekin til gjaldþrotaskipta. Héraðsdómur Suðurlands samþykkti beiðnina þann 1. mars síðastliðinn og skipaði Torfa sem skiptastjóra. Töluverðar eignir til staðar Torfi segir að helstu eignir í þrotabúum Geysis shops og Arctic shopping séu vörulager, innréttingar verslana og lausafé. Ekki liggur fyrir hve margir starfsmenn eiga launakröfur á hendur fyrirtækjunum en líkt og aðrir kröfuhafar hafa launþegar tvo mánuði til að lýsa kröfu í búin frá auglýsingu í Lögbirtingablaði en hún birtist í gær. Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs VR, sagði við mbl.is í febrúar að samkvæmt gögnum stéttarfélagsins hafi verslanir Geysis greitt öll útistandandi laun til félagsmanna VR. Að sögn Torfa er nú unnið að því að losa vörulager verslananna sem sé töluverður. „Menn eru áhugasamir um vörubirgðirnar og þær viðræður eru í gangi við áhugasama aðila,“ segir skiptastjórinn en bætir við að formlegar viðræður hafi ekki enn farið fram. Meðal annars sé um að ræða aðila sem starfi á smásölumarkaði. „Þetta er svo nýtilskeð að menn eru bara að átta sig á stöðunni, ná utan um vörubirgðirnar og annað en sú vinna gengur bara vel. Það er að komast góð mynd á þetta.“ Stærðarinnar verslunarveldi riðaði til falls Áður en kórónuveirufaraldurinn skall á snemma árs 2020 voru verslanir Arctic Shopping þrettán talsins. Mörgum þeirra var lokað á síðasta ári þegar faraldurinn varð til þess að erlendir ferðamenn urðu sjaldgæf sjón í miðbæ Reykjavíkur. Farið var fram á gjaldþrotaskipti á Arctic shopping þann 29. janúar síðastliðinn en tveimur dögum seinna var búið að loka verslunum félagsins og segja upp starfsfólki. Starfsfólki í Haukadal var sagt upp síðar en óskað var eftir gjaldþrotaskiptum á Geysi shops, rekstarfélagi útibúsins í Haukadal, þann 22. febrúar síðastliðinn. Vísir fjallaði ítarlega um ris og fall verslunarveldisins í febrúar.
Verslun Gjaldþrot Tengdar fréttir Andrúmsloftið þungt en engin dramatík Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt. 3. febrúar 2021 16:41 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Sjá meira
Andrúmsloftið þungt en engin dramatík Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt. 3. febrúar 2021 16:41