Hafa sýnt vörulager Geysis áhuga í kjölfar gjaldþrotsins Eiður Þór Árnason skrifar 10. mars 2021 13:34 Frá verslun Geysis á Skólavörðustíg árið 2012. Geysir Rekstrarfélög Geysis og tengdra verslana hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta en verslununum var lokað í byrjun febrúar og öllu starfsfólki sagt upp. Annars vegar er um að ræða félagið Geysir shops ehf., sem rak verslun Geysis í Haukadal og hins vegar Arctic shopping ehf. Hið síðarnefnda rak verslanir Geysis í Kringlunni, á Skólavörðustíg og Akureyri, Jólahúsið á Hafnarstræti, Fjallräven á Laugavegi og minjagripaverslanir undir merkjum Lundans og Thor í miðbæ Reykjavíkur. Skiptastjórinn Torfi Ragnar Sigurðsson segir að Jóhann Guðlaugsson, eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækjanna, hafi sjálfur óskað eftir því að þau yrðu tekin til gjaldþrotaskipta. Héraðsdómur Suðurlands samþykkti beiðnina þann 1. mars síðastliðinn og skipaði Torfa sem skiptastjóra. Töluverðar eignir til staðar Torfi segir að helstu eignir í þrotabúum Geysis shops og Arctic shopping séu vörulager, innréttingar verslana og lausafé. Ekki liggur fyrir hve margir starfsmenn eiga launakröfur á hendur fyrirtækjunum en líkt og aðrir kröfuhafar hafa launþegar tvo mánuði til að lýsa kröfu í búin frá auglýsingu í Lögbirtingablaði en hún birtist í gær. Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs VR, sagði við mbl.is í febrúar að samkvæmt gögnum stéttarfélagsins hafi verslanir Geysis greitt öll útistandandi laun til félagsmanna VR. Að sögn Torfa er nú unnið að því að losa vörulager verslananna sem sé töluverður. „Menn eru áhugasamir um vörubirgðirnar og þær viðræður eru í gangi við áhugasama aðila,“ segir skiptastjórinn en bætir við að formlegar viðræður hafi ekki enn farið fram. Meðal annars sé um að ræða aðila sem starfi á smásölumarkaði. „Þetta er svo nýtilskeð að menn eru bara að átta sig á stöðunni, ná utan um vörubirgðirnar og annað en sú vinna gengur bara vel. Það er að komast góð mynd á þetta.“ Stærðarinnar verslunarveldi riðaði til falls Áður en kórónuveirufaraldurinn skall á snemma árs 2020 voru verslanir Arctic Shopping þrettán talsins. Mörgum þeirra var lokað á síðasta ári þegar faraldurinn varð til þess að erlendir ferðamenn urðu sjaldgæf sjón í miðbæ Reykjavíkur. Farið var fram á gjaldþrotaskipti á Arctic shopping þann 29. janúar síðastliðinn en tveimur dögum seinna var búið að loka verslunum félagsins og segja upp starfsfólki. Starfsfólki í Haukadal var sagt upp síðar en óskað var eftir gjaldþrotaskiptum á Geysi shops, rekstarfélagi útibúsins í Haukadal, þann 22. febrúar síðastliðinn. Vísir fjallaði ítarlega um ris og fall verslunarveldisins í febrúar. Verslun Gjaldþrot Tengdar fréttir Andrúmsloftið þungt en engin dramatík Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt. 3. febrúar 2021 16:41 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Sjá meira
Annars vegar er um að ræða félagið Geysir shops ehf., sem rak verslun Geysis í Haukadal og hins vegar Arctic shopping ehf. Hið síðarnefnda rak verslanir Geysis í Kringlunni, á Skólavörðustíg og Akureyri, Jólahúsið á Hafnarstræti, Fjallräven á Laugavegi og minjagripaverslanir undir merkjum Lundans og Thor í miðbæ Reykjavíkur. Skiptastjórinn Torfi Ragnar Sigurðsson segir að Jóhann Guðlaugsson, eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækjanna, hafi sjálfur óskað eftir því að þau yrðu tekin til gjaldþrotaskipta. Héraðsdómur Suðurlands samþykkti beiðnina þann 1. mars síðastliðinn og skipaði Torfa sem skiptastjóra. Töluverðar eignir til staðar Torfi segir að helstu eignir í þrotabúum Geysis shops og Arctic shopping séu vörulager, innréttingar verslana og lausafé. Ekki liggur fyrir hve margir starfsmenn eiga launakröfur á hendur fyrirtækjunum en líkt og aðrir kröfuhafar hafa launþegar tvo mánuði til að lýsa kröfu í búin frá auglýsingu í Lögbirtingablaði en hún birtist í gær. Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs VR, sagði við mbl.is í febrúar að samkvæmt gögnum stéttarfélagsins hafi verslanir Geysis greitt öll útistandandi laun til félagsmanna VR. Að sögn Torfa er nú unnið að því að losa vörulager verslananna sem sé töluverður. „Menn eru áhugasamir um vörubirgðirnar og þær viðræður eru í gangi við áhugasama aðila,“ segir skiptastjórinn en bætir við að formlegar viðræður hafi ekki enn farið fram. Meðal annars sé um að ræða aðila sem starfi á smásölumarkaði. „Þetta er svo nýtilskeð að menn eru bara að átta sig á stöðunni, ná utan um vörubirgðirnar og annað en sú vinna gengur bara vel. Það er að komast góð mynd á þetta.“ Stærðarinnar verslunarveldi riðaði til falls Áður en kórónuveirufaraldurinn skall á snemma árs 2020 voru verslanir Arctic Shopping þrettán talsins. Mörgum þeirra var lokað á síðasta ári þegar faraldurinn varð til þess að erlendir ferðamenn urðu sjaldgæf sjón í miðbæ Reykjavíkur. Farið var fram á gjaldþrotaskipti á Arctic shopping þann 29. janúar síðastliðinn en tveimur dögum seinna var búið að loka verslunum félagsins og segja upp starfsfólki. Starfsfólki í Haukadal var sagt upp síðar en óskað var eftir gjaldþrotaskiptum á Geysi shops, rekstarfélagi útibúsins í Haukadal, þann 22. febrúar síðastliðinn. Vísir fjallaði ítarlega um ris og fall verslunarveldisins í febrúar.
Verslun Gjaldþrot Tengdar fréttir Andrúmsloftið þungt en engin dramatík Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt. 3. febrúar 2021 16:41 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Sjá meira
Andrúmsloftið þungt en engin dramatík Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt. 3. febrúar 2021 16:41