Salah skoraði fyrra mark Liverpool í 2-0 sigrinum í kvöld áður en samherji hans í fremstu víglínunni, Sadio Mane, bætti við öðru markinu áður en yfir lauk. Liverpool, sem hafði verið á skelfilegu skriði í deildinni heima fyrir, fékk nóg af færum í kvöld og þar á meðal Salah.
„Ég hefði elskað það að skora fleiri mörk. Ég er þó ánægður að hafa skorað og liðið vann, það er það mikilvægasta. Við erum búnir að lenda í meiðslum og höfum verið óheppnir en það mikilvægasta er að við höldum áfram að berjast.“
„Við þurfum að taka leik fyrir leik og ekki horfa á stóru myndina því ef þú horfir á stóru myndina þá gætirðu fundið fyrir pressu. Þetta hefur verið erfitt í ensku úrvalsdeildinni og við viljum ekki að það verði svoleiðis. Það er þó hluti af leiknum.“
„Síðustu ár höfum verið að vinna og verið fljúgandi en í ár höfum við lent í meiðslum og þetta hefur verið erfitt. Vonandi erum við núna klárir með tvo, þrjá eða fjóra miðverði og getum haldið áfram að vinna,“ sagði Egyptinn að endingu.
FT: Liverpool 2-0 Leipzig (4-0 agg)
— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 10, 2021
Klopp's men get the job done in style! ✅
Just the result they needed as they ease into the #UCL quarter-finals... 👌 pic.twitter.com/kSUycwOYzz