Hverjum treystir þú? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 11. mars 2021 09:30 Framundan eru krefjandi tímar í kjarabaráttunni. Þeir mikilvægustu í langan tíma, þótt kjarasamningar losni ekki fyrr en haustið 2022. Hvernig verður Covid reikningnum skipt og hvaða hópar fá björgunarhring og hverjir ekki? Verður það gert með sanngjörnum hætti og kreppunni dreift yfir lengri tíma? Eða verður það gert með skattahækkunum, niðurskurði á grunnþjónustu og sölu á verðmætum innviðum og auðlindum samfélagsins? Hvað verður gert til að bregðast við tekjufalli þeirra sem eru án atvinnu og ná ekki endum saman? Og nú stefnir í eina alvarlegustu húsnæðiskreppu sem sést hefur langan tíma og lítið virðist um hugmyndir eða framtíðarsýn í húsnæðismálum utan þess sem stjórn VR hefur beitt sér fyrir. Hvernig sjáum við fyrir okkur framtíð lífeyrismála? Eigum við að sætta okkur við að sjóðirnir verði notaðir sem þögglir bakhjarlar sérhagsmuna eða eigum við að taka málin í okkar hendur? Það er á mörgu að taka og mikið sem getur glatast á stuttum tíma ef mótstaðan dvínar innan verkalýðshreyfingarinnar. Það er hart sótt að réttindum okkar og lífskjörum. Alla daga! Okkur hefur gengið vel. Við höfum náð miklum kjarabótum fyrir þá sem eru á meðallaunum og niður úr. Kjarabótum í gegnum vaxtalækkanir og launahækkanir, skattkerfisbreytingar og með styrkari stoðum í stuðningskerfunum okkar. En við getum gert betur, miklu betur á mörgum sviðum. Til þess þarf öfluga og framsýna forystu í verkalýðshreyfingunni, forystu sem stendur í lappirnar og er óhrædd við að segja skoðun sína og er ekki tengd pólitískum sérhagsmunum, hagsmunum sem vilja brjóta niður samtakamátt hreyfingarinnar og draga úr samningsrétti launafólks í skjóli SALEK. Ég vona að félagsmenn VR geri sér grein fyrir því hvað er raunverulega í húfi. Hvaða mun gerast þegar hugmyndafræði sérhagsmuna kemst báðum megin við borðið. Það er vægast sagt skelfileg tilhugsun. Hverjum treystir þú til að leiða verkefnin framundan? Nýtum kosningaréttinn og kjósum. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Formannskjör í VR Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Framundan eru krefjandi tímar í kjarabaráttunni. Þeir mikilvægustu í langan tíma, þótt kjarasamningar losni ekki fyrr en haustið 2022. Hvernig verður Covid reikningnum skipt og hvaða hópar fá björgunarhring og hverjir ekki? Verður það gert með sanngjörnum hætti og kreppunni dreift yfir lengri tíma? Eða verður það gert með skattahækkunum, niðurskurði á grunnþjónustu og sölu á verðmætum innviðum og auðlindum samfélagsins? Hvað verður gert til að bregðast við tekjufalli þeirra sem eru án atvinnu og ná ekki endum saman? Og nú stefnir í eina alvarlegustu húsnæðiskreppu sem sést hefur langan tíma og lítið virðist um hugmyndir eða framtíðarsýn í húsnæðismálum utan þess sem stjórn VR hefur beitt sér fyrir. Hvernig sjáum við fyrir okkur framtíð lífeyrismála? Eigum við að sætta okkur við að sjóðirnir verði notaðir sem þögglir bakhjarlar sérhagsmuna eða eigum við að taka málin í okkar hendur? Það er á mörgu að taka og mikið sem getur glatast á stuttum tíma ef mótstaðan dvínar innan verkalýðshreyfingarinnar. Það er hart sótt að réttindum okkar og lífskjörum. Alla daga! Okkur hefur gengið vel. Við höfum náð miklum kjarabótum fyrir þá sem eru á meðallaunum og niður úr. Kjarabótum í gegnum vaxtalækkanir og launahækkanir, skattkerfisbreytingar og með styrkari stoðum í stuðningskerfunum okkar. En við getum gert betur, miklu betur á mörgum sviðum. Til þess þarf öfluga og framsýna forystu í verkalýðshreyfingunni, forystu sem stendur í lappirnar og er óhrædd við að segja skoðun sína og er ekki tengd pólitískum sérhagsmunum, hagsmunum sem vilja brjóta niður samtakamátt hreyfingarinnar og draga úr samningsrétti launafólks í skjóli SALEK. Ég vona að félagsmenn VR geri sér grein fyrir því hvað er raunverulega í húfi. Hvaða mun gerast þegar hugmyndafræði sérhagsmuna kemst báðum megin við borðið. Það er vægast sagt skelfileg tilhugsun. Hverjum treystir þú til að leiða verkefnin framundan? Nýtum kosningaréttinn og kjósum. Höfundur er formaður VR.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar