Hverjum treystir þú? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 11. mars 2021 09:30 Framundan eru krefjandi tímar í kjarabaráttunni. Þeir mikilvægustu í langan tíma, þótt kjarasamningar losni ekki fyrr en haustið 2022. Hvernig verður Covid reikningnum skipt og hvaða hópar fá björgunarhring og hverjir ekki? Verður það gert með sanngjörnum hætti og kreppunni dreift yfir lengri tíma? Eða verður það gert með skattahækkunum, niðurskurði á grunnþjónustu og sölu á verðmætum innviðum og auðlindum samfélagsins? Hvað verður gert til að bregðast við tekjufalli þeirra sem eru án atvinnu og ná ekki endum saman? Og nú stefnir í eina alvarlegustu húsnæðiskreppu sem sést hefur langan tíma og lítið virðist um hugmyndir eða framtíðarsýn í húsnæðismálum utan þess sem stjórn VR hefur beitt sér fyrir. Hvernig sjáum við fyrir okkur framtíð lífeyrismála? Eigum við að sætta okkur við að sjóðirnir verði notaðir sem þögglir bakhjarlar sérhagsmuna eða eigum við að taka málin í okkar hendur? Það er á mörgu að taka og mikið sem getur glatast á stuttum tíma ef mótstaðan dvínar innan verkalýðshreyfingarinnar. Það er hart sótt að réttindum okkar og lífskjörum. Alla daga! Okkur hefur gengið vel. Við höfum náð miklum kjarabótum fyrir þá sem eru á meðallaunum og niður úr. Kjarabótum í gegnum vaxtalækkanir og launahækkanir, skattkerfisbreytingar og með styrkari stoðum í stuðningskerfunum okkar. En við getum gert betur, miklu betur á mörgum sviðum. Til þess þarf öfluga og framsýna forystu í verkalýðshreyfingunni, forystu sem stendur í lappirnar og er óhrædd við að segja skoðun sína og er ekki tengd pólitískum sérhagsmunum, hagsmunum sem vilja brjóta niður samtakamátt hreyfingarinnar og draga úr samningsrétti launafólks í skjóli SALEK. Ég vona að félagsmenn VR geri sér grein fyrir því hvað er raunverulega í húfi. Hvaða mun gerast þegar hugmyndafræði sérhagsmuna kemst báðum megin við borðið. Það er vægast sagt skelfileg tilhugsun. Hverjum treystir þú til að leiða verkefnin framundan? Nýtum kosningaréttinn og kjósum. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Formannskjör í VR Mest lesið Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Sjá meira
Framundan eru krefjandi tímar í kjarabaráttunni. Þeir mikilvægustu í langan tíma, þótt kjarasamningar losni ekki fyrr en haustið 2022. Hvernig verður Covid reikningnum skipt og hvaða hópar fá björgunarhring og hverjir ekki? Verður það gert með sanngjörnum hætti og kreppunni dreift yfir lengri tíma? Eða verður það gert með skattahækkunum, niðurskurði á grunnþjónustu og sölu á verðmætum innviðum og auðlindum samfélagsins? Hvað verður gert til að bregðast við tekjufalli þeirra sem eru án atvinnu og ná ekki endum saman? Og nú stefnir í eina alvarlegustu húsnæðiskreppu sem sést hefur langan tíma og lítið virðist um hugmyndir eða framtíðarsýn í húsnæðismálum utan þess sem stjórn VR hefur beitt sér fyrir. Hvernig sjáum við fyrir okkur framtíð lífeyrismála? Eigum við að sætta okkur við að sjóðirnir verði notaðir sem þögglir bakhjarlar sérhagsmuna eða eigum við að taka málin í okkar hendur? Það er á mörgu að taka og mikið sem getur glatast á stuttum tíma ef mótstaðan dvínar innan verkalýðshreyfingarinnar. Það er hart sótt að réttindum okkar og lífskjörum. Alla daga! Okkur hefur gengið vel. Við höfum náð miklum kjarabótum fyrir þá sem eru á meðallaunum og niður úr. Kjarabótum í gegnum vaxtalækkanir og launahækkanir, skattkerfisbreytingar og með styrkari stoðum í stuðningskerfunum okkar. En við getum gert betur, miklu betur á mörgum sviðum. Til þess þarf öfluga og framsýna forystu í verkalýðshreyfingunni, forystu sem stendur í lappirnar og er óhrædd við að segja skoðun sína og er ekki tengd pólitískum sérhagsmunum, hagsmunum sem vilja brjóta niður samtakamátt hreyfingarinnar og draga úr samningsrétti launafólks í skjóli SALEK. Ég vona að félagsmenn VR geri sér grein fyrir því hvað er raunverulega í húfi. Hvaða mun gerast þegar hugmyndafræði sérhagsmuna kemst báðum megin við borðið. Það er vægast sagt skelfileg tilhugsun. Hverjum treystir þú til að leiða verkefnin framundan? Nýtum kosningaréttinn og kjósum. Höfundur er formaður VR.
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar