Stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2021 11:13 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 8.882 hafa þegar fengið fyrsta skammt af bóluefninu hér á landi en seinni skammtur er ekki gefinn fyrr en þremur mánuðum síðar. Greint var frá því í morgun að heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hefðu ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. Ein tilkynningin snýr að dauðsfalli. Þórólfur sagði á upplýsingafundinum að einnig hefðu borist upplýsingar um sambærilegt dauðsfall í Austurríki. Þá hefði notkun bóluefnisins einnig verið hætt tímabundið í Noregi. Upplýsingar um málið hefðu borist rétt fyrir upplýsingafundinn. Í tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu kæmi þó fram að ekkert virðist benda til orsakasamhengis milli blóðtappa og bólusetningarinnar. Þetta væri í nánari skoðun og von á frekari upplýsingum frá stofnuninni. Aðeins spurning um nokkra daga Til að gæta fyllsta öryggis hefði hins vegar verið ákveðið að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca hér á landi tímabundið, þar til betri upplýsingar berist. Þá kvaðst Þórólfur gera sterklega ráð fyrir því að notkuninni yrði aðeins hætt í nokkra daga. Aðspurður sagðist Þórólfur vissulega hafa áhyggjur af því að þetta kynni að veikja traust landsmanna gagnvart bóluefninu. Hann minnti þó á að Bretar hefðu bólusett fleiri milljónir manna og þar virtust engar tilkynningar hafa komið. Ekki hefðu komið fram alvarleg veikindi í tengslum við bólusetningu með AstraZeneca-bóluefninu hér á landi. Helstu áhyggjurnar núna tengdar bólusetningu vörðuðu forgangsröðun; margar kvartanir hefðu borist og ekki óviðbúið að röðinni yrði breytt. Fréttaveitan Reuters hefur upp úr tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu í morgun að ekkert benti til þess að tvö blóðtappatengd tilvik, þar af eitt dauðsfall, í Austurríki tengdust bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Þá væri hlutfall bólusettra sem fengið hefðu blóðtappa ekki hærra en hjá þeim sem ekki hafa verið bólusettir með efninu. Af þeim þremur milljónum sem hefðu fengið AstraZeneca-bóluefnið í Evrórpu hefðu aðeins 22 fengið blóðtappa. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
8.882 hafa þegar fengið fyrsta skammt af bóluefninu hér á landi en seinni skammtur er ekki gefinn fyrr en þremur mánuðum síðar. Greint var frá því í morgun að heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hefðu ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. Ein tilkynningin snýr að dauðsfalli. Þórólfur sagði á upplýsingafundinum að einnig hefðu borist upplýsingar um sambærilegt dauðsfall í Austurríki. Þá hefði notkun bóluefnisins einnig verið hætt tímabundið í Noregi. Upplýsingar um málið hefðu borist rétt fyrir upplýsingafundinn. Í tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu kæmi þó fram að ekkert virðist benda til orsakasamhengis milli blóðtappa og bólusetningarinnar. Þetta væri í nánari skoðun og von á frekari upplýsingum frá stofnuninni. Aðeins spurning um nokkra daga Til að gæta fyllsta öryggis hefði hins vegar verið ákveðið að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca hér á landi tímabundið, þar til betri upplýsingar berist. Þá kvaðst Þórólfur gera sterklega ráð fyrir því að notkuninni yrði aðeins hætt í nokkra daga. Aðspurður sagðist Þórólfur vissulega hafa áhyggjur af því að þetta kynni að veikja traust landsmanna gagnvart bóluefninu. Hann minnti þó á að Bretar hefðu bólusett fleiri milljónir manna og þar virtust engar tilkynningar hafa komið. Ekki hefðu komið fram alvarleg veikindi í tengslum við bólusetningu með AstraZeneca-bóluefninu hér á landi. Helstu áhyggjurnar núna tengdar bólusetningu vörðuðu forgangsröðun; margar kvartanir hefðu borist og ekki óviðbúið að röðinni yrði breytt. Fréttaveitan Reuters hefur upp úr tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu í morgun að ekkert benti til þess að tvö blóðtappatengd tilvik, þar af eitt dauðsfall, í Austurríki tengdust bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Þá væri hlutfall bólusettra sem fengið hefðu blóðtappa ekki hærra en hjá þeim sem ekki hafa verið bólusettir með efninu. Af þeim þremur milljónum sem hefðu fengið AstraZeneca-bóluefnið í Evrórpu hefðu aðeins 22 fengið blóðtappa. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira