Kínverjar ætla að herða tökin á kosningum í Hong Kong Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2021 12:32 Frá alþýðuþingi Kína í Beijing í dag. Tillagan um að umbylta kosningakerfi Hong Kong var samþykkt mótatkvæðalaust. Tillagan nefndist „föðurlandsvinir stjórna Hong Kong“. Vísir/EPA Kosningakerfi Hong Kong verður umturnað samkvæmt tillögu sem kínverska alþýðuþingið samþykkti í dag. Andstæðingar tillögunnar segja að hún muni í reynd kæfa allt andóf gegn kínverskum stjórnvöldum verði hún að veruleika. Kjörstjórn sem er hliðholl stjórnvöldum í Beijing fengin aukin völd yfir kosningum til þings Hong Kong. Fram að þessu hefur almenningur kosið um helming sjötíu þingmanna þess og þannig hafa lýðræðissinnar átt þar sæti innan um fulltrúa hagsmunaaðila sem hafa í gengum tíðina verið hallir undir Kína, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Með samþykkt tillögunnar á kínverska þinginu hefst nú vinna við lagasetningu sem gæti tekið gildi í Hong Kong á næstu mánuðum. Samkvæmt þeim tillögum sem hafa verið ræddar fengi kjörstjórnin völd til þess að kanna bakgrunn allra frambjóðenda til þingsins í Hong Kong og velja marga fulltrúana þar. Færri fulltrúar yrðu kjörnir lýðræðislegri kosningu en nú. Kínversk stjórnvöld hafa hert tökin í Hong Kong undanfarin misseri. Ný þjóðaröryggislög hafa verið notuð til þess að fangelsa mótmælendur, stjórnarandstæðinga og andófsfólk. Benjamin Hillman, prófessor við Ástralska þjóðarháskólann, segir BBC að tillagan nú sé mesta breytingin á stjórnmálakerfi Hong Kong frá því að Bretar skiluðu Hong Kong til Kínverja árið 1997. „Þessar yfirgripsmiklu breytingar munu draga verulega úr svigrúmi til pólitísks andófs í Hong Kong sem er eina markmið nýju reglnanna,“ segir hann. Hong Kong Kína Tengdar fréttir 47 aðgerðasinnar ákærðir fyrir brot á öryggislögum í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong hefur kært 47 aðgerðasinna fyrir að grafa undan kínverskum yfirvöldum. Um er að ræða brot á umdeildum öryggislögum sem innleidd voru í lok maí í fyrra. Lögin eru sögð takmarka frelsi íbúa umtalsvert, sem kínversk stjórnvöld og stjórnvöld í Hong Kong hafa neitað. 28. febrúar 2021 23:26 Fjöldahandtökur í Hong Kong Lögregla í Hong Kong handtók í morgun rúmlega fimmtíu aðgerðasinna sem hafa barist gegn yfirvöldum þar í landi og talað fyrir lýðræðisumbótum. Er um að ræða eina umfangsmestu aðgerð lögreglu í Hong Kong síðan ný öryggislög, sem veitir Kínastjórn aukin völd á svæðinu, tóku gildi. Lögregla segir von á frekari handtökum. 6. janúar 2021 10:18 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Kjörstjórn sem er hliðholl stjórnvöldum í Beijing fengin aukin völd yfir kosningum til þings Hong Kong. Fram að þessu hefur almenningur kosið um helming sjötíu þingmanna þess og þannig hafa lýðræðissinnar átt þar sæti innan um fulltrúa hagsmunaaðila sem hafa í gengum tíðina verið hallir undir Kína, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Með samþykkt tillögunnar á kínverska þinginu hefst nú vinna við lagasetningu sem gæti tekið gildi í Hong Kong á næstu mánuðum. Samkvæmt þeim tillögum sem hafa verið ræddar fengi kjörstjórnin völd til þess að kanna bakgrunn allra frambjóðenda til þingsins í Hong Kong og velja marga fulltrúana þar. Færri fulltrúar yrðu kjörnir lýðræðislegri kosningu en nú. Kínversk stjórnvöld hafa hert tökin í Hong Kong undanfarin misseri. Ný þjóðaröryggislög hafa verið notuð til þess að fangelsa mótmælendur, stjórnarandstæðinga og andófsfólk. Benjamin Hillman, prófessor við Ástralska þjóðarháskólann, segir BBC að tillagan nú sé mesta breytingin á stjórnmálakerfi Hong Kong frá því að Bretar skiluðu Hong Kong til Kínverja árið 1997. „Þessar yfirgripsmiklu breytingar munu draga verulega úr svigrúmi til pólitísks andófs í Hong Kong sem er eina markmið nýju reglnanna,“ segir hann.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir 47 aðgerðasinnar ákærðir fyrir brot á öryggislögum í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong hefur kært 47 aðgerðasinna fyrir að grafa undan kínverskum yfirvöldum. Um er að ræða brot á umdeildum öryggislögum sem innleidd voru í lok maí í fyrra. Lögin eru sögð takmarka frelsi íbúa umtalsvert, sem kínversk stjórnvöld og stjórnvöld í Hong Kong hafa neitað. 28. febrúar 2021 23:26 Fjöldahandtökur í Hong Kong Lögregla í Hong Kong handtók í morgun rúmlega fimmtíu aðgerðasinna sem hafa barist gegn yfirvöldum þar í landi og talað fyrir lýðræðisumbótum. Er um að ræða eina umfangsmestu aðgerð lögreglu í Hong Kong síðan ný öryggislög, sem veitir Kínastjórn aukin völd á svæðinu, tóku gildi. Lögregla segir von á frekari handtökum. 6. janúar 2021 10:18 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
47 aðgerðasinnar ákærðir fyrir brot á öryggislögum í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong hefur kært 47 aðgerðasinna fyrir að grafa undan kínverskum yfirvöldum. Um er að ræða brot á umdeildum öryggislögum sem innleidd voru í lok maí í fyrra. Lögin eru sögð takmarka frelsi íbúa umtalsvert, sem kínversk stjórnvöld og stjórnvöld í Hong Kong hafa neitað. 28. febrúar 2021 23:26
Fjöldahandtökur í Hong Kong Lögregla í Hong Kong handtók í morgun rúmlega fimmtíu aðgerðasinna sem hafa barist gegn yfirvöldum þar í landi og talað fyrir lýðræðisumbótum. Er um að ræða eina umfangsmestu aðgerð lögreglu í Hong Kong síðan ný öryggislög, sem veitir Kínastjórn aukin völd á svæðinu, tóku gildi. Lögregla segir von á frekari handtökum. 6. janúar 2021 10:18