Bóluefni Janssen fær markaðsleyfi á Íslandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2021 17:39 Bóluefni Janssen hefur fengið markaðsleyfi á Íslandi en það er fyrsta bóluefnið sem fær markaðsleyfi sem veitir fullnægjandi vernd gegn veirunni eftir einn skammt. EPA-EFE/SEM VAN DER WAL Lyfjastofnun Íslands hefur veitt bóluefni Janssen gegn Covid-19 skilyrt markaðsleyfi á Íslandi. Lyfjastofnun Evrópu veitti bóluefninu markaðsleyfi fyrr í dag til notkunar hjá einstaklingum sem hafa náð átján ára aldri. Íslensk stjórnvöld hafa þegar tryggt sér skammta af bóluefninu fyrir 235 þúsund einstaklinga. Með þessu er bóluefnið það fjórða sem fær markaðsleyfi hér á landi en ekki liggur fyrir hvenær fyrsta sendinga Janssen er væntanleg til Íslands. Ólíkt bóluefnum Pfizer/BioNTech, Moderna og AstraZeneca sem hafa nú þegar hlotið markaðsleyfi hér á landi dugir einn skammtur af efni Janssen til að veita fullnægjandi vernd gegn Covid-19. Niðurstöður rannsókna leiddu í ljós að efnið virkar í 67 prósentum tilvika en helstu aukaverkanir þess eru eymsli á stungustað, höfuðverkur, þreyta, vöðvaverkir og ógleði. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði í samtali við fréttastofu á þriðjudag að hún teldi líklegt að fyrstu skammtar frá Janssen kæmu í fyrsta lagi í apríl. Þá hefur Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gefið út að hún vænti þess að afhendingaráætlun Janssen verði tilbúin fljótlega eftir að efnið fái markaðsleyfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefni Janssen fær grænt ljós hjá Lyfjastofnun Evrópu Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með því að bóluefni Janssen við Covid-19 verði veitt skilyrt markaðsleyfi í Evrópusambandinu til notkunar hjá einstaklingum sem hafa náð átján ára aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni en íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér skammta af bóluefninu fyrir 235 þúsund einstaklinga. 11. mars 2021 13:27 Gera ráð fyrir að bóluefni Janssen fái markaðsleyfi fyrir helgi Vænta má þess að Lyfjastofnun Evrópu veiti bóluefni Janssen gegn Covid-19 skilyrt markaðsleyfi fyrir lok þessarar viku að sögn Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar. Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér 235 þúsund skammta af bóluefninu en ólíkt þeim sem hafa verið notuð hér á landi dugar einn skammtur af bóluefni Janssen til að veita fullnægjandi vernd gegn Covid-19. 9. mars 2021 16:19 Nú þegar keypt bóluefni fyrir rúma tvo milljarða króna Íslensk stjórnvöld hafa samið við fimm lyfjaframleiðendur um kaup á bóluefni við Covid-19 fyrir 2.150 milljónir króna. Þá hafa þau jafnframt tryggt sér kauprétt á bóluefni fyrir 1.800 milljónir króna til viðbótar. 6. mars 2021 09:31 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa þegar tryggt sér skammta af bóluefninu fyrir 235 þúsund einstaklinga. Með þessu er bóluefnið það fjórða sem fær markaðsleyfi hér á landi en ekki liggur fyrir hvenær fyrsta sendinga Janssen er væntanleg til Íslands. Ólíkt bóluefnum Pfizer/BioNTech, Moderna og AstraZeneca sem hafa nú þegar hlotið markaðsleyfi hér á landi dugir einn skammtur af efni Janssen til að veita fullnægjandi vernd gegn Covid-19. Niðurstöður rannsókna leiddu í ljós að efnið virkar í 67 prósentum tilvika en helstu aukaverkanir þess eru eymsli á stungustað, höfuðverkur, þreyta, vöðvaverkir og ógleði. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði í samtali við fréttastofu á þriðjudag að hún teldi líklegt að fyrstu skammtar frá Janssen kæmu í fyrsta lagi í apríl. Þá hefur Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gefið út að hún vænti þess að afhendingaráætlun Janssen verði tilbúin fljótlega eftir að efnið fái markaðsleyfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefni Janssen fær grænt ljós hjá Lyfjastofnun Evrópu Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með því að bóluefni Janssen við Covid-19 verði veitt skilyrt markaðsleyfi í Evrópusambandinu til notkunar hjá einstaklingum sem hafa náð átján ára aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni en íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér skammta af bóluefninu fyrir 235 þúsund einstaklinga. 11. mars 2021 13:27 Gera ráð fyrir að bóluefni Janssen fái markaðsleyfi fyrir helgi Vænta má þess að Lyfjastofnun Evrópu veiti bóluefni Janssen gegn Covid-19 skilyrt markaðsleyfi fyrir lok þessarar viku að sögn Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar. Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér 235 þúsund skammta af bóluefninu en ólíkt þeim sem hafa verið notuð hér á landi dugar einn skammtur af bóluefni Janssen til að veita fullnægjandi vernd gegn Covid-19. 9. mars 2021 16:19 Nú þegar keypt bóluefni fyrir rúma tvo milljarða króna Íslensk stjórnvöld hafa samið við fimm lyfjaframleiðendur um kaup á bóluefni við Covid-19 fyrir 2.150 milljónir króna. Þá hafa þau jafnframt tryggt sér kauprétt á bóluefni fyrir 1.800 milljónir króna til viðbótar. 6. mars 2021 09:31 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Bóluefni Janssen fær grænt ljós hjá Lyfjastofnun Evrópu Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með því að bóluefni Janssen við Covid-19 verði veitt skilyrt markaðsleyfi í Evrópusambandinu til notkunar hjá einstaklingum sem hafa náð átján ára aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni en íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér skammta af bóluefninu fyrir 235 þúsund einstaklinga. 11. mars 2021 13:27
Gera ráð fyrir að bóluefni Janssen fái markaðsleyfi fyrir helgi Vænta má þess að Lyfjastofnun Evrópu veiti bóluefni Janssen gegn Covid-19 skilyrt markaðsleyfi fyrir lok þessarar viku að sögn Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar. Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér 235 þúsund skammta af bóluefninu en ólíkt þeim sem hafa verið notuð hér á landi dugar einn skammtur af bóluefni Janssen til að veita fullnægjandi vernd gegn Covid-19. 9. mars 2021 16:19
Nú þegar keypt bóluefni fyrir rúma tvo milljarða króna Íslensk stjórnvöld hafa samið við fimm lyfjaframleiðendur um kaup á bóluefni við Covid-19 fyrir 2.150 milljónir króna. Þá hafa þau jafnframt tryggt sér kauprétt á bóluefni fyrir 1.800 milljónir króna til viðbótar. 6. mars 2021 09:31