Daníel Guðni: Við héldum haus á lokamínútunum Smári Jökull Jónsson skrifar 11. mars 2021 20:40 Daníel Guðni var ánægður með sigur Grindvíkinga í kvöld. vísir/huldamargrét „Ég er virkilega ánægður með að klára svona leik, við erum ekki að spila gegn einhverjum aukvisum því þetta er liðið í 3.sæti í deildinni,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur á Þór frá Þorlákshöfn í Domino´s deildinni í kvöld. „Þeir virtust ekki sakna Adomas Drungilas svo mikið, allavega ekki sóknarlega. Þeir gerðu vel, voru að ráðast á okkur með stóru bakverðina sína gegn okkar litlu. Bæði lið voru að skjóta vel og sóknarleikurinn góður en varnarleikurinn var það sem vantaði uppá.“ Þórsarar byrjuðu af miklum krafti og eftir eina mínútu voru Grindvíkingar 8-0 yfir og Marshall Nelson kominn með tvær villur. „Við lentum í brasi, við ætluðum auðvitað alls ekki að byrja svona. En ég er ánægður með mína menn að spila leikinn í gegn þrátt fyrir smá hörku hér í restina. Ég vil meina að við höfum haldið haus þessar lokamínútur,“ bætti Daníel við en það var hiti í mönnum undir lokin og oftar en einu sinni var allt við það að sjóða upp úr. Grindvíkingar hafa verið í vandræðum með sinn varnarleik og það breyttist lítið í kvöld. „Við erum í vandræðum þegar þeir sækja hratt. Menn eru seinir, það eru kannski að koma einhver léleg skot og við lendum svo í vandræðum í hraðaupphlaupsvörninni. Við þurfum að gera betur og teljum okkur vita hvað við þurfum að gera.“ Kazembe Abif, sem nýlega kom til Grindavíkur, hefur ekki endilega heillað marga stuðningsmenn Grindavíkur en skilaði ágætum tölum í kvöld og virðist vera komast aðeins betur inn í hlutina. Hann skoraði 14 stig og tók 12 fráköst í kvöld. „Við skorum 105 stig og hann er ekki endilega búinn að skila einhverjum tölum sóknarlega í síðustu leikjum en hefur komið með ákveðna hluti inn varnarlega sem ég fíla. Hann talar, er hreyfanlegur og er að berjast. Það er það sem ég vil.“ „Vissulega vil ég fá meira framlag frá honum í ákveðnum aðgerðum, til dæmis á móti stórum bakvörðum Þórs í kvöld. Hann skilaði tvöfaldri tvennu í kvöld og það er eitthvað sem koma skal. Er hann ekki bara að komast í leikform?“ sagði Daníel Guðni að lokum. UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
„Þeir virtust ekki sakna Adomas Drungilas svo mikið, allavega ekki sóknarlega. Þeir gerðu vel, voru að ráðast á okkur með stóru bakverðina sína gegn okkar litlu. Bæði lið voru að skjóta vel og sóknarleikurinn góður en varnarleikurinn var það sem vantaði uppá.“ Þórsarar byrjuðu af miklum krafti og eftir eina mínútu voru Grindvíkingar 8-0 yfir og Marshall Nelson kominn með tvær villur. „Við lentum í brasi, við ætluðum auðvitað alls ekki að byrja svona. En ég er ánægður með mína menn að spila leikinn í gegn þrátt fyrir smá hörku hér í restina. Ég vil meina að við höfum haldið haus þessar lokamínútur,“ bætti Daníel við en það var hiti í mönnum undir lokin og oftar en einu sinni var allt við það að sjóða upp úr. Grindvíkingar hafa verið í vandræðum með sinn varnarleik og það breyttist lítið í kvöld. „Við erum í vandræðum þegar þeir sækja hratt. Menn eru seinir, það eru kannski að koma einhver léleg skot og við lendum svo í vandræðum í hraðaupphlaupsvörninni. Við þurfum að gera betur og teljum okkur vita hvað við þurfum að gera.“ Kazembe Abif, sem nýlega kom til Grindavíkur, hefur ekki endilega heillað marga stuðningsmenn Grindavíkur en skilaði ágætum tölum í kvöld og virðist vera komast aðeins betur inn í hlutina. Hann skoraði 14 stig og tók 12 fráköst í kvöld. „Við skorum 105 stig og hann er ekki endilega búinn að skila einhverjum tölum sóknarlega í síðustu leikjum en hefur komið með ákveðna hluti inn varnarlega sem ég fíla. Hann talar, er hreyfanlegur og er að berjast. Það er það sem ég vil.“ „Vissulega vil ég fá meira framlag frá honum í ákveðnum aðgerðum, til dæmis á móti stórum bakvörðum Þórs í kvöld. Hann skilaði tvöfaldri tvennu í kvöld og það er eitthvað sem koma skal. Er hann ekki bara að komast í leikform?“ sagði Daníel Guðni að lokum.
UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira