Þetta kom fram í nýjasta þætti Fantasy Gandalf-hlaðvarpsins sem er í umsjón þeirra Huga Halldórssonar og Gunnar Sigurðssonar. Þar fór hinn 38 ára gamla miðvörður yfir feril sinn í knattspyrnu ásamt því að ræða framtíðina með landsliðinu.
Á ferli sínum hefur Kári leikið alls 87 A-landsleiki, sem gerir hann að sjöunda leikjahæsti landsliðsmanni Íslands frá upphafi.
Nú fer að styttast í að Arnar Þór og Eiður Smári tilkynni íslenska hópinn sem mætir Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM 2022 sem fram fer í Katar. Kári er tilbúinn í verkefnið ef kallið kemur.
„Ef þeir velja mig þá velja þeir mig. Ég hef rætt við Arnar og Eið, þetta er undir þeim komið. Ef þeir velja mig ekki þá er það bara þannig ég verð ekkert bitur yfir þeirri ákvörðun. Þetta er eitthvað sem þeir ákveða,“ sagði Kári um komandi verkefni íslenska landsliðsins.
Ótrúlegur @karibestmeister með einusinni enn @gunnarsigur í boði Boom 3,8%, Lengjan og @DPISL Kveðja, https://t.co/ZDjz2mo6A2
— Hugi Halldórsson (@hugihall) March 11, 2021
Kári hefur nú þegar lýst yfir áhuga sínum á að taka mögulega við starfinu sem Arnar Þór sinnti áður en hann gerðist landsliðsþjálfari. Það er sem yfirmaður knattspyrnumála. Það er því ljóst að Kári verður eflaust viðloðinn landsliðið næstu árin.