Píratar til sigurs Magnús D. Norðdahl skrifar 12. mars 2021 11:31 Píratar hafa einstakt tækifæri til árangurs í næstu alþingiskosningum. Á meðan núverandi ríkisstjórn gerist ítrekað sek um lítt hugsaðar geðþóttaákvarðanir verður ákallið um heiðarleika og gagnsæi sterkara með hverjum deginum sem líður. Íslendingar eru orðnir langþreyttir á fréttum á borð við pólitíska skipun dómara eða ráðningu eins umdeildasta lögmanns landsins til þess að endurskoða refsivörslukerfið. Dæmi um handhófskenndar ákvarðanir og sérhagsmunagæslu eru því miður of mörg í íslenskri stjórnmálasögu til lengri og skemmri tíma. Grunnstefna Pírata er í senn svarið við geðþóttaákvörðunum og spillingu annarra flokka og lykillinn að farsælu gengi Pírata í komandi alþingiskosningum. Píratar eru í eðli sínu framsæknir, byggja á gagnrýninni hugsun og vilja að stefnan hverju sinni taki mið af fyrirliggjandi gögnum og þekkingu. Erindi Pírata á sviði íslenskra stjórnmála hefur aldrei verið eins aðkallandi og nú er. Píratísk umbótastjórn næsta kjörtímabils Við myndun ríkisstjórnar eftir næstu kosningar er mikilvægt að Píratar sýni sveigjanleika en gefi á sama tíma ekki afslátt af sínum píratísku gildum. Grunnstefna Pírata leggur áherslu á beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt, gagnsæi, ábyrgð og vel upplýstar ákvarðanir þannig að ávallt sé gætt að eflingu og vernd borgararéttinda, friðhelgi einkalífs og frelsi til tjáningar og upplýsinga. Takist Pírötum að koma á frjálslyndri og umbótasinnaðri ríkisstjórn þar sem grunnstefna Pírata fær að njóta sín mætti með sanni tala um píratíska ríkisstjórn. Arfleið slíkrar ríkisstjórnar væri að marka skil á milli eldri tíma, þar sem frændhygli, spilling og sérhagsmunir réðu för, og nýrri tíma með áherslu á fagleg vinnubrögð, gagnsæi og ábyrgð. Píratísk umbreyting samfélagsins er tímabær og felur í sér mótun samfélags þar sem réttindi minnihluta- og jaðarhópa eru virt, þar sem rekin er mannúðleg stefna í málefnum flóttafólks og annarra sem eiga um sárt að binda, þar sem notendur heilbrigðisþjónustu, ekki síst geðheilbrigðisþjónustu, fá alla þá aðstoð sem þeir þurfa óháð búsetu í landinu og síðast en ekki síst samfélagi þar sem allir íbúar búa við mannsæmandi kjör. Mannréttindabarátta á sviði stjórnmálanna Á umliðnum árum hef ég sem sjálfstætt starfandi lögmaður tekið þátt í mannréttindabaráttu fyrir hönd einstaklinga og hópa sem hafa átt undir högg að sækja. Sú barátta hefur skilað árangri, meðal annars fyrir fjölda hælisleitenda sem horfðu fram á brottvísun úr landi en fengu tækifæri til að setjast hér að og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Það er von mín og vilji að mér auðnist að útvíkka störf mín og baráttu á nýjum og stærri vettvangi íslenskra stjórnmálaþannig að unnið sé að heildstæðum kerfisbreytingum til hagsbóta fyrir alla þá hópa samfélagsins sem hafa borið skarðan hlut frá borði. Baráttan er í eðli sínu sú sama en tækifæri gefst til að efla hag fleiri einstaklinga á heildstæðum grunni. Ég er stoltur af því að tilheyra hreyfingu Pírata og ekki síst þeim öfluga hópi sem hefur gefið kost á sér í prófkjöri hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Ég er reiðubúinn að bjóða fram krafta mína og allan minn baráttuvilja til þess að stuðla að góðu gengi Pírata í kjördæminu og á landsvísu í komandi alþingiskosningum. Þeir stjórnmálaflokkar, sem hafa farið með meirihluta þingstyrks á Alþingi á síðustu árum, hafa fengið sitt tækifæri og nú er komið að Pírötum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur. Píratísk umbreyting samfélagsins er handan við hornið. Höfundur er lögmaður og sækist eftir fyrsta sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Píratar hafa einstakt tækifæri til árangurs í næstu alþingiskosningum. Á meðan núverandi ríkisstjórn gerist ítrekað sek um lítt hugsaðar geðþóttaákvarðanir verður ákallið um heiðarleika og gagnsæi sterkara með hverjum deginum sem líður. Íslendingar eru orðnir langþreyttir á fréttum á borð við pólitíska skipun dómara eða ráðningu eins umdeildasta lögmanns landsins til þess að endurskoða refsivörslukerfið. Dæmi um handhófskenndar ákvarðanir og sérhagsmunagæslu eru því miður of mörg í íslenskri stjórnmálasögu til lengri og skemmri tíma. Grunnstefna Pírata er í senn svarið við geðþóttaákvörðunum og spillingu annarra flokka og lykillinn að farsælu gengi Pírata í komandi alþingiskosningum. Píratar eru í eðli sínu framsæknir, byggja á gagnrýninni hugsun og vilja að stefnan hverju sinni taki mið af fyrirliggjandi gögnum og þekkingu. Erindi Pírata á sviði íslenskra stjórnmála hefur aldrei verið eins aðkallandi og nú er. Píratísk umbótastjórn næsta kjörtímabils Við myndun ríkisstjórnar eftir næstu kosningar er mikilvægt að Píratar sýni sveigjanleika en gefi á sama tíma ekki afslátt af sínum píratísku gildum. Grunnstefna Pírata leggur áherslu á beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt, gagnsæi, ábyrgð og vel upplýstar ákvarðanir þannig að ávallt sé gætt að eflingu og vernd borgararéttinda, friðhelgi einkalífs og frelsi til tjáningar og upplýsinga. Takist Pírötum að koma á frjálslyndri og umbótasinnaðri ríkisstjórn þar sem grunnstefna Pírata fær að njóta sín mætti með sanni tala um píratíska ríkisstjórn. Arfleið slíkrar ríkisstjórnar væri að marka skil á milli eldri tíma, þar sem frændhygli, spilling og sérhagsmunir réðu för, og nýrri tíma með áherslu á fagleg vinnubrögð, gagnsæi og ábyrgð. Píratísk umbreyting samfélagsins er tímabær og felur í sér mótun samfélags þar sem réttindi minnihluta- og jaðarhópa eru virt, þar sem rekin er mannúðleg stefna í málefnum flóttafólks og annarra sem eiga um sárt að binda, þar sem notendur heilbrigðisþjónustu, ekki síst geðheilbrigðisþjónustu, fá alla þá aðstoð sem þeir þurfa óháð búsetu í landinu og síðast en ekki síst samfélagi þar sem allir íbúar búa við mannsæmandi kjör. Mannréttindabarátta á sviði stjórnmálanna Á umliðnum árum hef ég sem sjálfstætt starfandi lögmaður tekið þátt í mannréttindabaráttu fyrir hönd einstaklinga og hópa sem hafa átt undir högg að sækja. Sú barátta hefur skilað árangri, meðal annars fyrir fjölda hælisleitenda sem horfðu fram á brottvísun úr landi en fengu tækifæri til að setjast hér að og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Það er von mín og vilji að mér auðnist að útvíkka störf mín og baráttu á nýjum og stærri vettvangi íslenskra stjórnmálaþannig að unnið sé að heildstæðum kerfisbreytingum til hagsbóta fyrir alla þá hópa samfélagsins sem hafa borið skarðan hlut frá borði. Baráttan er í eðli sínu sú sama en tækifæri gefst til að efla hag fleiri einstaklinga á heildstæðum grunni. Ég er stoltur af því að tilheyra hreyfingu Pírata og ekki síst þeim öfluga hópi sem hefur gefið kost á sér í prófkjöri hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Ég er reiðubúinn að bjóða fram krafta mína og allan minn baráttuvilja til þess að stuðla að góðu gengi Pírata í kjördæminu og á landsvísu í komandi alþingiskosningum. Þeir stjórnmálaflokkar, sem hafa farið með meirihluta þingstyrks á Alþingi á síðustu árum, hafa fengið sitt tækifæri og nú er komið að Pírötum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur. Píratísk umbreyting samfélagsins er handan við hornið. Höfundur er lögmaður og sækist eftir fyrsta sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun