Ragnar Þór endurkjörinn sem formaður VR Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2021 14:06 Ragnar Þór Ingólfsson var kjörinn formaður VR árið 2017. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson hefur verið endurkjörinn sem formaður VR. Hann hlaut 63 prósent atkvæða. Þetta staðfestir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Hann hlaut 63 prósent atkvæða, eða 6.526 atkvæði. Helga Guðrún hlaut 3.549 atkvæði, eða 34,4 prósent. 271 tók ekki afstöðu í atkvæðagreiðslunni, eða 2,62 prósent. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var sú mesta í sögu félagsins, þar sem 10.346 atkvæði bárust eða frá 28,80 prósent atkvæðisbærra manna. Í heildina voru um 35 þúsund manns á kjörskrá. Allsherjaratkvæðagreiðslu lauk á hádegi í dag og voru frambjóðendur boðaðir á fund kjörstjórnar klukkan 14 þar sem niðurstaðan var kynnt. Helga Guðrún Jónasdóttir bauð sig fram gegn sitjandi formanni.Vísir/Vilhelm Sjö stjórnarmenn voru kjörnir til tveggja ára samkvæmt fléttulista eins og kveðið er á um í 20. gr. laga VR. Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, 12,13 prósent Jón Steinar Brynjarsson, 8,51 prósent Helga Ingólfsdóttir, 8,7 prósent Sigurður Sigfússon, 8,21 prósent Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir, 8,1 prósent Þórir Hilmarsson, 7,68 prósent Harpa Sævarsdóttir, 7,96 prósent Tóku ekki afstöðu, 9,98 prósent Þrír varamenn í stjórn VR – til eins árs Jónas Yngvi Ásgrímsson, 7,6 prósent Sigríður (Sirrý) Hallgrímsdóttir, 7,53 prósent Arnþór Sigurðsson, 6,98 prósent Áskorun að gera öllum til geðs Ragnar Þór segist í samtali við Vísi að hann sé ótrúlega ánægður og þakklátur nú þegar niðurstaða liggur fyrir. „Það er mjög erfitt að vera í svona risastóru stéttarfélagi þar sem hóparnir eru svo ólíkir. Það er mjög mikil áskorun að gera öllum til geðs,“ segir Ragnar Þór. Alls voru 35.919 á kjörskrá, eða allir fullgildir VR-félagar, auk eldri félagsmanna sem hættir eru atvinnuþátttöku vegna aldurs en sem greiddu eitthvert félagsgjald á 67. aldursári og höfðu greitt að minnsta kosti fimmtíu mánuði af sextíu síðustu fimm árin áður en þeir urðu 67 ára. Ragnar Þór og Helga Guðrúnu í Pallborðinu á Vísi í síðasta mánuði.Vísir/Vilhelm „Vel gert hjá Ragnari og áfram VR“ Helga Guðrún Jónasdóttir segist í samtali við Vísi vera óskaplega þakklát sínu stuðningsfólki fyrir frábæra baráttu. Þá óski hún Ragnari til hamingju með sigurinn. Segir hún stuðningsmenn sína hafa lagt á sig ómælda vinnu sem hún sé stolt af. Baráttan hafi verið flott „en þetta hefðist ekki í þetta sinn.“ Hún segir jafnframt að mestu skipti að vel gangi hjá VR. „Vel gert hjá Ragnari og áfram VR,“ segir Helga Guðrún. Fréttin hefur verið uppfærð. Formannskjör í VR Félagasamtök Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lýkur á hádegi: Vantar þrjátíu atkvæði í að slá metið frá 2009 Allsherjaratkvæðagreiðslu hjá VR lýkur á hádegi og hafa frambjóðendur verið boðaðir á fund kjörstjórnar klukkan 14. Niðurstaðan verður svo kynnt í lok þess fundar. 12. mars 2021 09:59 „Ég mun sjá hvað ég get gert betur“ „Ég er alveg ótrúlega ánægður og þakklátur,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson augnablikum eftir að hafa verið endurkjörinn formaður VR. Hann segist vera að melta niðurstöðuna og lesa í tölurnar. 12. mars 2021 14:22 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Sjá meira
Þetta staðfestir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Hann hlaut 63 prósent atkvæða, eða 6.526 atkvæði. Helga Guðrún hlaut 3.549 atkvæði, eða 34,4 prósent. 271 tók ekki afstöðu í atkvæðagreiðslunni, eða 2,62 prósent. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var sú mesta í sögu félagsins, þar sem 10.346 atkvæði bárust eða frá 28,80 prósent atkvæðisbærra manna. Í heildina voru um 35 þúsund manns á kjörskrá. Allsherjaratkvæðagreiðslu lauk á hádegi í dag og voru frambjóðendur boðaðir á fund kjörstjórnar klukkan 14 þar sem niðurstaðan var kynnt. Helga Guðrún Jónasdóttir bauð sig fram gegn sitjandi formanni.Vísir/Vilhelm Sjö stjórnarmenn voru kjörnir til tveggja ára samkvæmt fléttulista eins og kveðið er á um í 20. gr. laga VR. Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, 12,13 prósent Jón Steinar Brynjarsson, 8,51 prósent Helga Ingólfsdóttir, 8,7 prósent Sigurður Sigfússon, 8,21 prósent Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir, 8,1 prósent Þórir Hilmarsson, 7,68 prósent Harpa Sævarsdóttir, 7,96 prósent Tóku ekki afstöðu, 9,98 prósent Þrír varamenn í stjórn VR – til eins árs Jónas Yngvi Ásgrímsson, 7,6 prósent Sigríður (Sirrý) Hallgrímsdóttir, 7,53 prósent Arnþór Sigurðsson, 6,98 prósent Áskorun að gera öllum til geðs Ragnar Þór segist í samtali við Vísi að hann sé ótrúlega ánægður og þakklátur nú þegar niðurstaða liggur fyrir. „Það er mjög erfitt að vera í svona risastóru stéttarfélagi þar sem hóparnir eru svo ólíkir. Það er mjög mikil áskorun að gera öllum til geðs,“ segir Ragnar Þór. Alls voru 35.919 á kjörskrá, eða allir fullgildir VR-félagar, auk eldri félagsmanna sem hættir eru atvinnuþátttöku vegna aldurs en sem greiddu eitthvert félagsgjald á 67. aldursári og höfðu greitt að minnsta kosti fimmtíu mánuði af sextíu síðustu fimm árin áður en þeir urðu 67 ára. Ragnar Þór og Helga Guðrúnu í Pallborðinu á Vísi í síðasta mánuði.Vísir/Vilhelm „Vel gert hjá Ragnari og áfram VR“ Helga Guðrún Jónasdóttir segist í samtali við Vísi vera óskaplega þakklát sínu stuðningsfólki fyrir frábæra baráttu. Þá óski hún Ragnari til hamingju með sigurinn. Segir hún stuðningsmenn sína hafa lagt á sig ómælda vinnu sem hún sé stolt af. Baráttan hafi verið flott „en þetta hefðist ekki í þetta sinn.“ Hún segir jafnframt að mestu skipti að vel gangi hjá VR. „Vel gert hjá Ragnari og áfram VR,“ segir Helga Guðrún. Fréttin hefur verið uppfærð.
Formannskjör í VR Félagasamtök Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lýkur á hádegi: Vantar þrjátíu atkvæði í að slá metið frá 2009 Allsherjaratkvæðagreiðslu hjá VR lýkur á hádegi og hafa frambjóðendur verið boðaðir á fund kjörstjórnar klukkan 14. Niðurstaðan verður svo kynnt í lok þess fundar. 12. mars 2021 09:59 „Ég mun sjá hvað ég get gert betur“ „Ég er alveg ótrúlega ánægður og þakklátur,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson augnablikum eftir að hafa verið endurkjörinn formaður VR. Hann segist vera að melta niðurstöðuna og lesa í tölurnar. 12. mars 2021 14:22 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Sjá meira
Lýkur á hádegi: Vantar þrjátíu atkvæði í að slá metið frá 2009 Allsherjaratkvæðagreiðslu hjá VR lýkur á hádegi og hafa frambjóðendur verið boðaðir á fund kjörstjórnar klukkan 14. Niðurstaðan verður svo kynnt í lok þess fundar. 12. mars 2021 09:59
„Ég mun sjá hvað ég get gert betur“ „Ég er alveg ótrúlega ánægður og þakklátur,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson augnablikum eftir að hafa verið endurkjörinn formaður VR. Hann segist vera að melta niðurstöðuna og lesa í tölurnar. 12. mars 2021 14:22