„Við erum að undirbúa risaskaðabótamál í Geirfinnsstíl“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2021 15:32 Hjalti Úrsus bíður dómsmálaráðherra krafta sína til að benda á brotalamir hjá lögreglu og dómstólum. Vísir/Vilhelm „Þetta segir okkur hvað er að gerast í héraðdómi og er auðvitað áfellisdómur á þetta kerfi,“ segir Hjalti Úrsus Árnason. Árni Gils Hjaltason sonur hans var í dag sýknaður í Landsrétti af ákæru um tilraun til manndráps en málið hefur velkst um í dómskerfinu í á fimmta ár. „Að taka fimm ár af svona ungum manni, svona stórum og miklum manni. Allir þekkja hann hvert sem hann kemur, og hugsa „þarna er morðinginn“. Þetta er ekkert grín,“ segir Hjalti og er mikið niðri fyrir. Aflraunakempan hefur staðið sem klettur við bak sonar síns undanfarin ár. Hann segist hafa reynt að ná eyrum fjölmiðla varðandi málið og ýmislegt sem ekki hafi fengið upp, en ekki fengið nema í takmörkuðum mæli. Brotalamirnar séu þó hjá lögreglu og dómstólum. Hringdi strax í Árna Þótt hamingjan sé gríðarleg þessa stundina var Hjalti með mikinn hnút í maganum rétt fyrir klukkan tvö þegar dómur var kveðinn upp. Hjalti var viðstaddur dómsuppsöguna í Landsrétti en Árni hafi ekki treyst sér til þess, að sögn Hjalta. Hann segist hafa yfirgefið dómsalinn um leið og hringt í son sinn. „Hann hefur verið eitt bros síðan.“ Hann segir að aldrei verði hægt að bæta Árna það tjón sem hann hafi orðið fyrir. Þeir munu þó fara í skaðabótamál, af stærri gerðinni. „Við erum að undirbúa risaskaðabótamál í Geirfinnsstíl,“ segir Hjalti og vísar til hárra skaðabóta sem farið var fram á í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. „Þetta er svakalegur áfellisdómur. Héraðsdómur hafði tvídæmt manninn. Það er eitthvað að!“ Býður dómsmálaráðherra reynslusögur Þá bendir hann á að eftir þessa löngu málsmeðferð hafi ríkissaksóknari krafist þyngri refsingar fyrir Landsrétti, fimm eða sex ára fangelsis. Þetta gangi ekki upp í hans augum. Hjalti nefnir að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafi nýverið ráðið í verkefni til að skoða málsmeðferðartíma í dómsmálum. Breytingar urðu í brúnni hvað það verkefni varðar í dag en Hjalti segist tilbúinn að hjálpa til. „Ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum. Maður er búinn að sjá brotalamirnar, hverja á eftir annarri.“ Fram og til baka í dómskerfinu Mál Árna hefur verið lengi til meðferðar í dómskerfinu. Árni hlaut í tvígang fjögurra ára fangelsi í héraði en málið fór á milli dómstiga. Árni var sakaður um að hafa stungið annan mann með hnífi í höfuðið í átökum á milli þeirra við Leifasjoppu í Breiðholti í mars 2017. Fékk maðurinn gat í höfuðkúpuna. Árni neitaði sök í málinu frá upphafi og hélt því fram að hann hefði aðeins varist árás mannsins sem hlaut stungusárið í höfuðið. Til átakanna kom þegar Árni kom að sjoppunni til að skila þáverandi vinkonu sinni bíl hennar og hundi sem hann var með. Maðurinn sem varð fyrir höfuðáverkanum hafði verið með konunni í samkvæmi í íbúð nærri sjoppunni og fór með henni til móts við Árna. Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi Árna upphaflega fyrir árásina og fleiri brot árið 2017 og dæmdi í fjögurra ára fangelsi. Hæstiréttur ómerkti dóminn í manndrápstilraunarmálinu og vísaði aftur heim í hérað. Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur fjallaði því aftur um málið og komst að sömu niðurstöðu um fjögurra ára fangelsi. Árni áfrýjaði niðurstöðunni til Landsréttar sem sýknaði hann í dag. Takmörk sett á dómkvaddan matsmann Í dómi Landsréttar segir að ákveðin takmörk hafi verið sett dómskvöddum matsmanni í héraði með þeim gögnum sem hann hafði til afnota við vinnu sína. Til að mynda hefði skort ljósmyndir af áverkum brotaþola, hann hefði ekki haft upplýsingar um stærðar-og þyngdarmun á Árna Gils og brotaþola, tilteknir óvissuþættir hefðu verið á fyrirliggjandi þrívíddarmyndum af brotaþola, meint árásarvopn hefði ekki legið fyrir og læknisvottorð sem hann byggði á hefðu verið rituð af læknum sem hefðu ekki sjálfir rannsakað brotaþola. Þannig var talið að ekki væri unnt að byggja sakfellingu Árna Gils á niðurstöðu hins dómkvadda matsmanns. Þá voru raktir framburðir vitna en ekkert þeirra bar um að hafa séð umrædda hnífsstungu. Var því ekki unnt að útiloka að áverkar brotaþola hefðu komið til í átökum milli Árna Gils og brotaþolans þar sem Árni Gils hefði verið að verjast honum, eða í tengslum við fall þeirra í jörðina. Að öllu framangreindu virtu var talið að framburður brotaþola hefði ekki þá stoð í gögnum málsins að hann nægði til þess, gegn eindreginni neitun Árna Gils, að ákæruvaldið yrði talið hafa axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvílir. Dómsmál Mál Árna Gils Tengdar fréttir Árni Gils sýknaður í Landsrétti Landsréttur sýknaði í dag Árna Gils Hjaltason af ákæru um tilraun til manndráps. Hann hafði áður verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi í héraði. 12. mars 2021 14:56 Árni Gils dæmdur í fjögurra ára fangelsi Árni Gils Hjaltason var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til manndráps. 16. október 2019 11:14 Sakar Árna Gils um árás með hafnaboltakylfu: „Gaurinn bara snappaði“ Vitni sem gaf skýrslu í máli Árna Gils Hjaltasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakaði hann um að hafa ráðist á sig með hafnaboltakylfu þegar hann sneri baki í hann skömmu fyrir átök við Leifasjoppu þar sem Árni er sakaður um að hafa veitt öðrum manni stungusár á höfði. 20. september 2019 14:47 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
„Að taka fimm ár af svona ungum manni, svona stórum og miklum manni. Allir þekkja hann hvert sem hann kemur, og hugsa „þarna er morðinginn“. Þetta er ekkert grín,“ segir Hjalti og er mikið niðri fyrir. Aflraunakempan hefur staðið sem klettur við bak sonar síns undanfarin ár. Hann segist hafa reynt að ná eyrum fjölmiðla varðandi málið og ýmislegt sem ekki hafi fengið upp, en ekki fengið nema í takmörkuðum mæli. Brotalamirnar séu þó hjá lögreglu og dómstólum. Hringdi strax í Árna Þótt hamingjan sé gríðarleg þessa stundina var Hjalti með mikinn hnút í maganum rétt fyrir klukkan tvö þegar dómur var kveðinn upp. Hjalti var viðstaddur dómsuppsöguna í Landsrétti en Árni hafi ekki treyst sér til þess, að sögn Hjalta. Hann segist hafa yfirgefið dómsalinn um leið og hringt í son sinn. „Hann hefur verið eitt bros síðan.“ Hann segir að aldrei verði hægt að bæta Árna það tjón sem hann hafi orðið fyrir. Þeir munu þó fara í skaðabótamál, af stærri gerðinni. „Við erum að undirbúa risaskaðabótamál í Geirfinnsstíl,“ segir Hjalti og vísar til hárra skaðabóta sem farið var fram á í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. „Þetta er svakalegur áfellisdómur. Héraðsdómur hafði tvídæmt manninn. Það er eitthvað að!“ Býður dómsmálaráðherra reynslusögur Þá bendir hann á að eftir þessa löngu málsmeðferð hafi ríkissaksóknari krafist þyngri refsingar fyrir Landsrétti, fimm eða sex ára fangelsis. Þetta gangi ekki upp í hans augum. Hjalti nefnir að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafi nýverið ráðið í verkefni til að skoða málsmeðferðartíma í dómsmálum. Breytingar urðu í brúnni hvað það verkefni varðar í dag en Hjalti segist tilbúinn að hjálpa til. „Ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum. Maður er búinn að sjá brotalamirnar, hverja á eftir annarri.“ Fram og til baka í dómskerfinu Mál Árna hefur verið lengi til meðferðar í dómskerfinu. Árni hlaut í tvígang fjögurra ára fangelsi í héraði en málið fór á milli dómstiga. Árni var sakaður um að hafa stungið annan mann með hnífi í höfuðið í átökum á milli þeirra við Leifasjoppu í Breiðholti í mars 2017. Fékk maðurinn gat í höfuðkúpuna. Árni neitaði sök í málinu frá upphafi og hélt því fram að hann hefði aðeins varist árás mannsins sem hlaut stungusárið í höfuðið. Til átakanna kom þegar Árni kom að sjoppunni til að skila þáverandi vinkonu sinni bíl hennar og hundi sem hann var með. Maðurinn sem varð fyrir höfuðáverkanum hafði verið með konunni í samkvæmi í íbúð nærri sjoppunni og fór með henni til móts við Árna. Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi Árna upphaflega fyrir árásina og fleiri brot árið 2017 og dæmdi í fjögurra ára fangelsi. Hæstiréttur ómerkti dóminn í manndrápstilraunarmálinu og vísaði aftur heim í hérað. Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur fjallaði því aftur um málið og komst að sömu niðurstöðu um fjögurra ára fangelsi. Árni áfrýjaði niðurstöðunni til Landsréttar sem sýknaði hann í dag. Takmörk sett á dómkvaddan matsmann Í dómi Landsréttar segir að ákveðin takmörk hafi verið sett dómskvöddum matsmanni í héraði með þeim gögnum sem hann hafði til afnota við vinnu sína. Til að mynda hefði skort ljósmyndir af áverkum brotaþola, hann hefði ekki haft upplýsingar um stærðar-og þyngdarmun á Árna Gils og brotaþola, tilteknir óvissuþættir hefðu verið á fyrirliggjandi þrívíddarmyndum af brotaþola, meint árásarvopn hefði ekki legið fyrir og læknisvottorð sem hann byggði á hefðu verið rituð af læknum sem hefðu ekki sjálfir rannsakað brotaþola. Þannig var talið að ekki væri unnt að byggja sakfellingu Árna Gils á niðurstöðu hins dómkvadda matsmanns. Þá voru raktir framburðir vitna en ekkert þeirra bar um að hafa séð umrædda hnífsstungu. Var því ekki unnt að útiloka að áverkar brotaþola hefðu komið til í átökum milli Árna Gils og brotaþolans þar sem Árni Gils hefði verið að verjast honum, eða í tengslum við fall þeirra í jörðina. Að öllu framangreindu virtu var talið að framburður brotaþola hefði ekki þá stoð í gögnum málsins að hann nægði til þess, gegn eindreginni neitun Árna Gils, að ákæruvaldið yrði talið hafa axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvílir.
Dómsmál Mál Árna Gils Tengdar fréttir Árni Gils sýknaður í Landsrétti Landsréttur sýknaði í dag Árna Gils Hjaltason af ákæru um tilraun til manndráps. Hann hafði áður verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi í héraði. 12. mars 2021 14:56 Árni Gils dæmdur í fjögurra ára fangelsi Árni Gils Hjaltason var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til manndráps. 16. október 2019 11:14 Sakar Árna Gils um árás með hafnaboltakylfu: „Gaurinn bara snappaði“ Vitni sem gaf skýrslu í máli Árna Gils Hjaltasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakaði hann um að hafa ráðist á sig með hafnaboltakylfu þegar hann sneri baki í hann skömmu fyrir átök við Leifasjoppu þar sem Árni er sakaður um að hafa veitt öðrum manni stungusár á höfði. 20. september 2019 14:47 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Árni Gils sýknaður í Landsrétti Landsréttur sýknaði í dag Árna Gils Hjaltason af ákæru um tilraun til manndráps. Hann hafði áður verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi í héraði. 12. mars 2021 14:56
Árni Gils dæmdur í fjögurra ára fangelsi Árni Gils Hjaltason var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til manndráps. 16. október 2019 11:14
Sakar Árna Gils um árás með hafnaboltakylfu: „Gaurinn bara snappaði“ Vitni sem gaf skýrslu í máli Árna Gils Hjaltasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakaði hann um að hafa ráðist á sig með hafnaboltakylfu þegar hann sneri baki í hann skömmu fyrir átök við Leifasjoppu þar sem Árni er sakaður um að hafa veitt öðrum manni stungusár á höfði. 20. september 2019 14:47