Agla María áfram í herbúðum Íslandsmeistara Breiðabliks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. mars 2021 18:15 Agla María hefur framlengt samning sinn við Breiðablik. Vísir/Hulda Margrét Agla María Albertsdóttir, lykilkona í Íslandsmeistaraliði Breiðabliks síðasta sumar, hefur framlengt samning í Kópavoginum til tveggja ára. Það eru gleðitíðindi fyrir græna hluta Kópavogs en Agla María fór á kostum síðasta sumar. Agla María er aðeins 21 árs að aldri en hefur verið í lykilhlutverki hjá Breiðablik undanfarin ár og þar áður Stjörnunni. Hefur hún skorað 44 mörk í 93 leikjum í efstu deild hér á landi. Þá hefur hún einnig leikið reglulega með íslenska landsliðinu undanfarin ár. Agla María á alls 33 A-landsleiki að baki og hefur skorað í þeim tvö mörk. Síðan hún gekk í raðir Breiðabliks fyrir þremur árum hefur hún hjálpað félaginu að verða Íslandsmeistari í tvígang. Agla María sagði í viðtali við Vísi á síðasta ári að hún væri opin fyrir því að fara í atvinnumennsku og það væru helst Ítalía, England eða Svíþjóð sem heilluðu hana. Einhver töf verður á því að hún haldi erlendis en það er ljóst að þegar hún tekur það skref verður hún einkar eftirsótt. Agla María var markahæst í Pepsi Max deild kvenna ásamt samherja sínum Sveindísi Jane Jónsdóttur. Þær skoruðu 14 mörk hvor. Agla María gerði gott betur og var einnig stoðsendingahæst í deildinni með 13 stoðsendingar. „Ekki þarf að fjölyrða um hversu ánægjuleg tíðindi það eru að Agla María verði áfram í Kópavoginum, enda hefur hún verið meðal bestu leikmanna landsins síðustu ár og átt fast sæti í landsliðinu,“ segir á Facebook-síðu Íslandsmeistaranna. „Það verður gaman að fylgjast áfram með henni í græna búningnum að hrella varnarmenn með tækni sinni og snerpu, auk þess sem hún er mikilvæg fyrirmynd fyrir yngri iðkendur innan félagsins.“ Agla Mari a framlengir! Landsliðskonan Agla Mari a Albertsdo ttir hefur skrifað undir ny jan tveggja a ra samning við...Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Friday, March 12, 2021 Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Agla María er aðeins 21 árs að aldri en hefur verið í lykilhlutverki hjá Breiðablik undanfarin ár og þar áður Stjörnunni. Hefur hún skorað 44 mörk í 93 leikjum í efstu deild hér á landi. Þá hefur hún einnig leikið reglulega með íslenska landsliðinu undanfarin ár. Agla María á alls 33 A-landsleiki að baki og hefur skorað í þeim tvö mörk. Síðan hún gekk í raðir Breiðabliks fyrir þremur árum hefur hún hjálpað félaginu að verða Íslandsmeistari í tvígang. Agla María sagði í viðtali við Vísi á síðasta ári að hún væri opin fyrir því að fara í atvinnumennsku og það væru helst Ítalía, England eða Svíþjóð sem heilluðu hana. Einhver töf verður á því að hún haldi erlendis en það er ljóst að þegar hún tekur það skref verður hún einkar eftirsótt. Agla María var markahæst í Pepsi Max deild kvenna ásamt samherja sínum Sveindísi Jane Jónsdóttur. Þær skoruðu 14 mörk hvor. Agla María gerði gott betur og var einnig stoðsendingahæst í deildinni með 13 stoðsendingar. „Ekki þarf að fjölyrða um hversu ánægjuleg tíðindi það eru að Agla María verði áfram í Kópavoginum, enda hefur hún verið meðal bestu leikmanna landsins síðustu ár og átt fast sæti í landsliðinu,“ segir á Facebook-síðu Íslandsmeistaranna. „Það verður gaman að fylgjast áfram með henni í græna búningnum að hrella varnarmenn með tækni sinni og snerpu, auk þess sem hún er mikilvæg fyrirmynd fyrir yngri iðkendur innan félagsins.“ Agla Mari a framlengir! Landsliðskonan Agla Mari a Albertsdo ttir hefur skrifað undir ny jan tveggja a ra samning við...Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Friday, March 12, 2021
Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira