Seljandi bifreiðar kannaðist ekki við að hafa selt bifreiðina Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2021 17:23 Héraðsdómur úrskurðaði að bifreiðin sem Smart bílar seldu stefnanda hafi verið gallaður samkvæmt lögum. Vísir/vilhelm Smart bílar voru á mánudag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða kaupanda bifreiðar 861 þúsund krónur auk málskostnaðar vegna galla. Snerist deilan um það hvort fyrirtækið væri seljandi bifreiðarinnar sem flutt var inn frá Bandaríkjunum eða milligönguaðili sem bæri þar með ekki ábyrgð á afhendingarástandi hennar. Forsaga málsins er sú að Smart bílar auglýstu Volvo XC90 T8 Hybrid bifreið til sölu í mars árið 2019 sem stefnandi hafði áhuga á að festa kaup á. Í kjölfarið undirritaði hann skjal sem bar yfirskriftina kaupsamningur. „Í þeim samningi var kveðið á um að stefnandi og stefnda gerðu með sér samning um þjónustu/kaup, eins og það var orðað, vegna framangreinds ökutækis,“ segir í dómi héraðsdóms. Þar var kveðið á um að kaupandi hafi beðið Smart bíla um að finna ökutæki sem væri til sölu erlendis og koma því til Íslands. Fyrirtækið kæmi fram sem umboðsmaður kaupanda í viðskiptum við bandaríska söluaðilann og tekið fram að upplýsingar um ástand ökutækja sem fyrirtæki veiti og væru komnar frá seljanda eða óháðum skoðunaraðila væru á engan hátt á hans ábyrgð. Um var að ræða bifreið að gerðinni Volvo XC90 T8 Hybrid.Getty/Sjoerd van der Wal Vildu ekki greiða viðgerðarkostnað Þegar kaupandinn fékk bifreiðina afhenta í júní gerði hann athugasemdir við að bakkmyndvél, skotthleri og leiðsögutæki virkuðu ekki auk þess að bíllinn læki í rigningartíð. Eigandi bílsins fór fram á að Smart bílar væru dæmdir til greiðslu bóta vegna galla bílsins. Fyrirtækið hafnaði kröfunni á þeim grundvelli að það hafi ekki selt eigandanum bílinn heldur verið falið að annast milligöngu um viðskipti kaupandans við raunverulegan seljanda bifreiðarinnar sem væri bandaríska fyrirtækið JRS Auto buyers. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði þessu og sagði staðreynd málsins vera að kaupandi hafi keypt bifreiðina beint af Smart bílum sem bæri þannig ábyrgð á afhendingarástandi hennar. Þar hafi meðal annars haft áhrif að kaupsamningur við JRS Auto buyers og farmbréf vegna flutnings bifreiðarinnar til landsins hafi verið í nafni Smart bíla. Héraðsdómur Reykjavíkur. Beri klárlega ábyrgð á afhendingarástandi bifreiðarinnar „Þegar horft er til þess og þeirrar staðreyndar að stefndi kynnti bifreiðina til sölu á tilgreindu söluverði á vefsíðu sinni eru engar forsendur til að leggja til grundvallar að stefnandi hafi leitað til stefnda og falast eftir þjónustu hans við að finna bíl fyrir sig til að kaupa. Staðreyndin er sú að stefnandi keypti bifreiðina beint af stefnda, sem ber þannig ábyrgð á afhendingarástandi hennar,“ segir í dómi héraðsdóms. „Breytir engu í þeim efnum þótt stefndi hafi beinlínis keypt hana erlendis í því augnamiði að selja stefnanda hana. Áréttað skal einnig í þessu sambandi að með því að hafa þennan háttinn á þá stendur eignarhald stefnda á bifreiðinni beinlínis í vegi fyrir því að stefnandi geti haft uppi kröfur á hendur hinum fyrrum bandarísku eigendum bifreiðarinnar, sem varnir stefnda um aðildarskort taka mið af, enda ekkert samningssamband milli stefnanda og bandarísku aðilanna.“ Þar að auki sé ekki um það deilt að bifreiðin hafi orðið fyrir skemmdum vegna vatnsleka og væri því gallaður í skilningi laga um neytendakaup. Bílar Dómsmál Neytendur Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Smart bílar auglýstu Volvo XC90 T8 Hybrid bifreið til sölu í mars árið 2019 sem stefnandi hafði áhuga á að festa kaup á. Í kjölfarið undirritaði hann skjal sem bar yfirskriftina kaupsamningur. „Í þeim samningi var kveðið á um að stefnandi og stefnda gerðu með sér samning um þjónustu/kaup, eins og það var orðað, vegna framangreinds ökutækis,“ segir í dómi héraðsdóms. Þar var kveðið á um að kaupandi hafi beðið Smart bíla um að finna ökutæki sem væri til sölu erlendis og koma því til Íslands. Fyrirtækið kæmi fram sem umboðsmaður kaupanda í viðskiptum við bandaríska söluaðilann og tekið fram að upplýsingar um ástand ökutækja sem fyrirtæki veiti og væru komnar frá seljanda eða óháðum skoðunaraðila væru á engan hátt á hans ábyrgð. Um var að ræða bifreið að gerðinni Volvo XC90 T8 Hybrid.Getty/Sjoerd van der Wal Vildu ekki greiða viðgerðarkostnað Þegar kaupandinn fékk bifreiðina afhenta í júní gerði hann athugasemdir við að bakkmyndvél, skotthleri og leiðsögutæki virkuðu ekki auk þess að bíllinn læki í rigningartíð. Eigandi bílsins fór fram á að Smart bílar væru dæmdir til greiðslu bóta vegna galla bílsins. Fyrirtækið hafnaði kröfunni á þeim grundvelli að það hafi ekki selt eigandanum bílinn heldur verið falið að annast milligöngu um viðskipti kaupandans við raunverulegan seljanda bifreiðarinnar sem væri bandaríska fyrirtækið JRS Auto buyers. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði þessu og sagði staðreynd málsins vera að kaupandi hafi keypt bifreiðina beint af Smart bílum sem bæri þannig ábyrgð á afhendingarástandi hennar. Þar hafi meðal annars haft áhrif að kaupsamningur við JRS Auto buyers og farmbréf vegna flutnings bifreiðarinnar til landsins hafi verið í nafni Smart bíla. Héraðsdómur Reykjavíkur. Beri klárlega ábyrgð á afhendingarástandi bifreiðarinnar „Þegar horft er til þess og þeirrar staðreyndar að stefndi kynnti bifreiðina til sölu á tilgreindu söluverði á vefsíðu sinni eru engar forsendur til að leggja til grundvallar að stefnandi hafi leitað til stefnda og falast eftir þjónustu hans við að finna bíl fyrir sig til að kaupa. Staðreyndin er sú að stefnandi keypti bifreiðina beint af stefnda, sem ber þannig ábyrgð á afhendingarástandi hennar,“ segir í dómi héraðsdóms. „Breytir engu í þeim efnum þótt stefndi hafi beinlínis keypt hana erlendis í því augnamiði að selja stefnanda hana. Áréttað skal einnig í þessu sambandi að með því að hafa þennan háttinn á þá stendur eignarhald stefnda á bifreiðinni beinlínis í vegi fyrir því að stefnandi geti haft uppi kröfur á hendur hinum fyrrum bandarísku eigendum bifreiðarinnar, sem varnir stefnda um aðildarskort taka mið af, enda ekkert samningssamband milli stefnanda og bandarísku aðilanna.“ Þar að auki sé ekki um það deilt að bifreiðin hafi orðið fyrir skemmdum vegna vatnsleka og væri því gallaður í skilningi laga um neytendakaup.
Bílar Dómsmál Neytendur Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira