Fjölskylda Floyd fær 27 milljónir dollara frá Minneapolis í miskabætur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2021 20:33 Fjöldi fólks hefur minnst George Floyd á staðnum þar sem hann var myrtur. Vísir/Getty Fjölskylda George Floyd hefur samið við Minneapolis borg um að láta kæru sína á hendur borginni niður falla gegn 27 milljóna dollara, eða um 3.484 milljóna íslenskra króna, miskabótum. Dauði Floyd, óvopnaðs blökkumanns, varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi sem gekk yfir Bandaríkin og barst víða um lönd í fyrra. Floyd lést þegar lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í um níu mínútur þrátt fyrir að Floyd reyndi ítrekað að segja að hann „næði ekki andanum.“ Borgarstjórn Minneapolis samþykkti einhljóða kröfu fjölskyldu Floyd um bæturnar og greindi talskona borgarinnar frá því í dag að borgarstjórinn muni sjálfur staðfesta málamiðlunina. Um er að ræða eina stærstu sáttagreiðslu sem samið hefur verið um í máli sem varðar misbeitingu lögreglu á valdi sínu. Tilkynnt var um sættirnar nú í kvöld, eða um miðjan dag í Minneapolis, en á sama tíma sat Derek Chauvin, hvítur fyrrverandi lögreglumaður sem kraup á hálsi Floyds, í dómssal þar sem verið var að velja kviðdómendur fyrir málaferli hans. Chauvin hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu, morð af þriðju gráðu og manndráp af annarri gráðu vegna dauða Floyds. Fjölskylda Floyds stefndi Minneapolis borg í júlí fyrir einkamáladómstól og sagði að lögregla borgarinnar hafi brotið á réttindum Floyds og vanrækt skyldu sína til að þjálfa lögreglumenn í notkun skotvopna. Þá hafi borgin gerst sek um að reka ekki þá starfsmenn sem brytu starfsreglur. „Þessi sætti eru nauðsynlegt skref fyrir okkur öll til þess að fá einhvers konar sálarró,“ sagði Rodney Floyd, bróðir George Floyd, í yfirlýsingu í dag. „Arfleifð Georgs verður alltaf viðhorf hans um að hlutirnir verði betri og við vonumst til þess að þessi sætti leiði til þess – að þau geri hlutina aðeins betri í Minneapolis og verði leiðarljós samfélaga um allt land.“ Sáttagreiðslan er ekki sú fyrsta sem borgir hafa samið um við fjölskyldur fórnarlamba sem hafa dáið af völdum lögregluofbeldis. Til að mynda samdi Louisville borg við fjölskyldu Breonna Taylor um 12 milljóna dollara sáttagreiðslu í september síðastliðnum en Taylor, svört konar, lést eftir að lögreglumenn skutu hana margoft í íbúð hennar í mars í fyrra. Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Bæta við ákæru á hendur lögreglumanninum vegna dauða Floyd Dómari í Minneapolis samþykkti að bæta við ákæru á hendur Derek Chauvin, lögreglumanni, sem er sakaður um að hafa orðið George Floyd að bana í fyrra. Chauvin er nú einnig ákærður fyrir manndráp án ásetnings og telja sérfræðingar það auka líkurnar á að hann verði sakfelldur. 11. mars 2021 15:41 Réttarhöldin vegna dauða Floyd gætu frestast um fleiri vikur Krafa saksóknara um að bæta nýjum lið við ákæru á hendur lögreglumanninum sem er ákærður vegna dauða Georges Floyd gæti þýtt að upphaf málflutnings tefjist um fleiri vikur og jafnvel mánuði. Byrjað er að velja kviðdómendur í málinu. 9. mars 2021 10:25 Réttarhöld yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd að hefjast Taugar eru þandar í Minneapolis í Bandaríkjunum vegna réttarhalda yfir lögreglumanni sem varð George Floyd að bana sem hefjast í þessari viku. Byrjað verður að velja kviðdómendur í málinu í dag en upphaf réttarhaldanna gæti enn frestast. 8. mars 2021 12:30 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Dauði Floyd, óvopnaðs blökkumanns, varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi sem gekk yfir Bandaríkin og barst víða um lönd í fyrra. Floyd lést þegar lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í um níu mínútur þrátt fyrir að Floyd reyndi ítrekað að segja að hann „næði ekki andanum.“ Borgarstjórn Minneapolis samþykkti einhljóða kröfu fjölskyldu Floyd um bæturnar og greindi talskona borgarinnar frá því í dag að borgarstjórinn muni sjálfur staðfesta málamiðlunina. Um er að ræða eina stærstu sáttagreiðslu sem samið hefur verið um í máli sem varðar misbeitingu lögreglu á valdi sínu. Tilkynnt var um sættirnar nú í kvöld, eða um miðjan dag í Minneapolis, en á sama tíma sat Derek Chauvin, hvítur fyrrverandi lögreglumaður sem kraup á hálsi Floyds, í dómssal þar sem verið var að velja kviðdómendur fyrir málaferli hans. Chauvin hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu, morð af þriðju gráðu og manndráp af annarri gráðu vegna dauða Floyds. Fjölskylda Floyds stefndi Minneapolis borg í júlí fyrir einkamáladómstól og sagði að lögregla borgarinnar hafi brotið á réttindum Floyds og vanrækt skyldu sína til að þjálfa lögreglumenn í notkun skotvopna. Þá hafi borgin gerst sek um að reka ekki þá starfsmenn sem brytu starfsreglur. „Þessi sætti eru nauðsynlegt skref fyrir okkur öll til þess að fá einhvers konar sálarró,“ sagði Rodney Floyd, bróðir George Floyd, í yfirlýsingu í dag. „Arfleifð Georgs verður alltaf viðhorf hans um að hlutirnir verði betri og við vonumst til þess að þessi sætti leiði til þess – að þau geri hlutina aðeins betri í Minneapolis og verði leiðarljós samfélaga um allt land.“ Sáttagreiðslan er ekki sú fyrsta sem borgir hafa samið um við fjölskyldur fórnarlamba sem hafa dáið af völdum lögregluofbeldis. Til að mynda samdi Louisville borg við fjölskyldu Breonna Taylor um 12 milljóna dollara sáttagreiðslu í september síðastliðnum en Taylor, svört konar, lést eftir að lögreglumenn skutu hana margoft í íbúð hennar í mars í fyrra.
Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Bæta við ákæru á hendur lögreglumanninum vegna dauða Floyd Dómari í Minneapolis samþykkti að bæta við ákæru á hendur Derek Chauvin, lögreglumanni, sem er sakaður um að hafa orðið George Floyd að bana í fyrra. Chauvin er nú einnig ákærður fyrir manndráp án ásetnings og telja sérfræðingar það auka líkurnar á að hann verði sakfelldur. 11. mars 2021 15:41 Réttarhöldin vegna dauða Floyd gætu frestast um fleiri vikur Krafa saksóknara um að bæta nýjum lið við ákæru á hendur lögreglumanninum sem er ákærður vegna dauða Georges Floyd gæti þýtt að upphaf málflutnings tefjist um fleiri vikur og jafnvel mánuði. Byrjað er að velja kviðdómendur í málinu. 9. mars 2021 10:25 Réttarhöld yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd að hefjast Taugar eru þandar í Minneapolis í Bandaríkjunum vegna réttarhalda yfir lögreglumanni sem varð George Floyd að bana sem hefjast í þessari viku. Byrjað verður að velja kviðdómendur í málinu í dag en upphaf réttarhaldanna gæti enn frestast. 8. mars 2021 12:30 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Bæta við ákæru á hendur lögreglumanninum vegna dauða Floyd Dómari í Minneapolis samþykkti að bæta við ákæru á hendur Derek Chauvin, lögreglumanni, sem er sakaður um að hafa orðið George Floyd að bana í fyrra. Chauvin er nú einnig ákærður fyrir manndráp án ásetnings og telja sérfræðingar það auka líkurnar á að hann verði sakfelldur. 11. mars 2021 15:41
Réttarhöldin vegna dauða Floyd gætu frestast um fleiri vikur Krafa saksóknara um að bæta nýjum lið við ákæru á hendur lögreglumanninum sem er ákærður vegna dauða Georges Floyd gæti þýtt að upphaf málflutnings tefjist um fleiri vikur og jafnvel mánuði. Byrjað er að velja kviðdómendur í málinu. 9. mars 2021 10:25
Réttarhöld yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd að hefjast Taugar eru þandar í Minneapolis í Bandaríkjunum vegna réttarhalda yfir lögreglumanni sem varð George Floyd að bana sem hefjast í þessari viku. Byrjað verður að velja kviðdómendur í málinu í dag en upphaf réttarhaldanna gæti enn frestast. 8. mars 2021 12:30