Samherji segist ekki til skattrannsóknar í Færeyjum Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2021 10:42 Viðskipti Samherja í Namibíu hafa verið til náinnar skoðunnar undanfarin misseri. RÚV fullyrti í gær að skattrannsókn væri hafin í Færeyjum í tengslum við málið en Samherji neitar því. Vísir/Egill Útgerðarfélagið Samherji hafnar því að það sé til rannsóknar skattayfirvalda í Færeyjum. Það sakar Ríkisútvarpið um að snúa út úr ummælum yfirmanni færeyska skattsins í frétt sinni í gær. Fullyrt var að rannsókn á mögulegum skattalagabrotum Samherja væri hafin í Færeyjum í frétt á vef Ríkisútvarpsins í gær. Vísaði það til ummæla Eyðuns Mørkøre, yfirmanns færeyska skattsins, í fréttaþætti færeyska sjónvarpsins á fimmtudagskvöld. „Mín fyrsta hugsun var: hér er skítamál á ferðinni,“ hafði RÚV eftir Mørkøre varðandi ásakanir um að Samherji hefði misnotað skattareglur í Færeyjum til að komast hjá skattgreiðslum í Namibíu. Fyrirtækið hefur verið sakað um að múta ráðamönnum í Afríkulandinu til að komast yfir kvóta þar. Í yfirlýsingu frá Samherja í morgun fullyrðir fyrirtækið að það hafi fengið staðfest frá Mørkøre að engin skattrannsókn sé hafin á hendur Samherja í Færeyjum. Hann hafi einnig staðfest að RÚV hafi haft sagt rangt frá ummælum hans. Segist fyrirtækið hafa óskað eftir því að fréttir Ríkisútvarpsins verði leiðréttar þar sem þær byggi á „rangtúlkun og útúrsnúningi“ á ummælum Mørkøre. Engu að síður virtist Mørkøre gefa sterklega í skyn að mál Samherja gæti komið til kasta yfirvalda í þættinum. „Það er enn ekki tímabært að gefa sér neitt um niðurstöðu en það er ekki ólíklegt að málið endi hjá lögreglu,“ hefur RÚV eftir Mørkøre úr þættinum. Mørkøre brást í þættinum við heimildarmynd sem var unnin í samstarfi við fréttaskýringarþáttin Kveik á RÚV og Wikileaks og var sýnd í Færeyjum í vikunni. Í henni er fjallað um það sem eru sagðar sérkennilegar peningatilfærslur frá tveimur namibískum útgerðarfélögum Samherja til félags Samherja í Færeyjum árin 2016 og 2017. Vísir hefur sent Mørkøre fyrirspurn um hvort rannsókn fari fram á Samherja í Færeyjum. Færeyjar Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Fullyrt var að rannsókn á mögulegum skattalagabrotum Samherja væri hafin í Færeyjum í frétt á vef Ríkisútvarpsins í gær. Vísaði það til ummæla Eyðuns Mørkøre, yfirmanns færeyska skattsins, í fréttaþætti færeyska sjónvarpsins á fimmtudagskvöld. „Mín fyrsta hugsun var: hér er skítamál á ferðinni,“ hafði RÚV eftir Mørkøre varðandi ásakanir um að Samherji hefði misnotað skattareglur í Færeyjum til að komast hjá skattgreiðslum í Namibíu. Fyrirtækið hefur verið sakað um að múta ráðamönnum í Afríkulandinu til að komast yfir kvóta þar. Í yfirlýsingu frá Samherja í morgun fullyrðir fyrirtækið að það hafi fengið staðfest frá Mørkøre að engin skattrannsókn sé hafin á hendur Samherja í Færeyjum. Hann hafi einnig staðfest að RÚV hafi haft sagt rangt frá ummælum hans. Segist fyrirtækið hafa óskað eftir því að fréttir Ríkisútvarpsins verði leiðréttar þar sem þær byggi á „rangtúlkun og útúrsnúningi“ á ummælum Mørkøre. Engu að síður virtist Mørkøre gefa sterklega í skyn að mál Samherja gæti komið til kasta yfirvalda í þættinum. „Það er enn ekki tímabært að gefa sér neitt um niðurstöðu en það er ekki ólíklegt að málið endi hjá lögreglu,“ hefur RÚV eftir Mørkøre úr þættinum. Mørkøre brást í þættinum við heimildarmynd sem var unnin í samstarfi við fréttaskýringarþáttin Kveik á RÚV og Wikileaks og var sýnd í Færeyjum í vikunni. Í henni er fjallað um það sem eru sagðar sérkennilegar peningatilfærslur frá tveimur namibískum útgerðarfélögum Samherja til félags Samherja í Færeyjum árin 2016 og 2017. Vísir hefur sent Mørkøre fyrirspurn um hvort rannsókn fari fram á Samherja í Færeyjum.
Færeyjar Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira