„Reiður og vonsvikinn“ Ronaldo svaraði gagnrýnisröddunum með fullkominni þrennu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. mars 2021 11:31 Cristiano Ronaldo skoraði sína 57. þrennu á ferlinum í gær. ap/Alessandro Tocco Eftir erfiða daga í kjölfar þess að Juventus féll úr leik í Meistaradeild Evrópu skoraði Cristiano Ronaldo þrennu þegar ítölsku meistararnir sigruðu Cagliari, 1-3, í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Ronaldo fékk sinn skerf af gagnrýni eftir að Juventus komst ekki áfram í Meistaradeildinni í síðustu viku, þrátt fyrir 3-2 sigur á Porto. Ronaldo var sérstaklega gagnrýndur fyrir furðulega tilburði í varnarveggnum í öðru marki Porto. Giovanni Cobolli, fyrrverandi forseti Juventus, sagði meðal annars að það hefðu verið stór mistök hjá félaginu að kaupa Ronaldo fyrir þremur árum. Ronaldo sýndi hins vegar allar sínar bestu hliðar á Sardiníu í gær og skoraði fullkomna þrennu, eitt mark með hægri fæti, eitt með þeim vinstri og eitt með skalla, á aðeins 22 mínútum í fyrri hálfleik. Á 10. mínútu reis Ronaldo hæst í vítateig Cagliari og skallaði hornspyrnu Juans Cuadrado í netið. Á 25. mínútu skoraði Portúgalinn annað mark sitt úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Ronaldo skoraði svo þriðja markið með föstu vinstri fótar skoti á 32. mínútu. Í kjölfarið hljóp hann að myndavélunum og benti á eyrað á sér til að sýna að hann hefði hlustað á gagnrýnisraddirnar. Giovanni Simeone lagaði stöðuna fyrir Cagliari á 61. mínútu en sigur Juventus var aldrei í hættu. Juventus er í 3. sæti ítölsku deildarinnar með 55 stig, tíu stigum á eftir toppliði Inter. Klippa: Cagliari 1-3 Juventus Andrea Pirlo, knattspyrnustjóri Juventus, var að vonum ánægður með hvernig Ronaldo og félagar svöruðu vonbrigðunum gegn Porto. „Hann var reiður og vonsvikinn, ekki bara fyrir sína hönd heldur einnig hönd liðsins því hann er hluti af því og það var erfitt fyrir alla að kyngja því að detta út úr Meistaradeildinni,“ sagði Pirlo eftir leik. „Hann spilaði frábærlega og sýndi hversu ótrúlegur sigurvegari hann er, lét verkin tala inni á vellinum.“ Klippa: Viðtal við Andrea Pirlo Þrennan sem Ronaldo skoraði í gær var hans 57. á ferlinum. Hann hefur skorað þrjá þrennur fyrir Juventus, gerði eina fyrir Manchester United, 44 fyrir Real Madrid og níu með portúgalska landsliðinu. Ronaldo er markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur með 23 mörk. Romelu Lukaku, framherji Inter, er næstmarkahæstur með nítján mörk. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Pele óskaði Cristiano Ronaldo til hamingju Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele hefur sent Portúgalanum Cristiano Ronaldo hamingjuóskir nú þegar CR7 hefur „endanlega“ bætt markamet Pele. 15. mars 2021 09:01 Ronaldo sá um Cagliari Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í fyrri hálfleik í öruggum sigri Ítalíumeistara Juventus á Cagliari í dag. 14. mars 2021 18:55 Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Sjá meira
Ronaldo fékk sinn skerf af gagnrýni eftir að Juventus komst ekki áfram í Meistaradeildinni í síðustu viku, þrátt fyrir 3-2 sigur á Porto. Ronaldo var sérstaklega gagnrýndur fyrir furðulega tilburði í varnarveggnum í öðru marki Porto. Giovanni Cobolli, fyrrverandi forseti Juventus, sagði meðal annars að það hefðu verið stór mistök hjá félaginu að kaupa Ronaldo fyrir þremur árum. Ronaldo sýndi hins vegar allar sínar bestu hliðar á Sardiníu í gær og skoraði fullkomna þrennu, eitt mark með hægri fæti, eitt með þeim vinstri og eitt með skalla, á aðeins 22 mínútum í fyrri hálfleik. Á 10. mínútu reis Ronaldo hæst í vítateig Cagliari og skallaði hornspyrnu Juans Cuadrado í netið. Á 25. mínútu skoraði Portúgalinn annað mark sitt úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Ronaldo skoraði svo þriðja markið með föstu vinstri fótar skoti á 32. mínútu. Í kjölfarið hljóp hann að myndavélunum og benti á eyrað á sér til að sýna að hann hefði hlustað á gagnrýnisraddirnar. Giovanni Simeone lagaði stöðuna fyrir Cagliari á 61. mínútu en sigur Juventus var aldrei í hættu. Juventus er í 3. sæti ítölsku deildarinnar með 55 stig, tíu stigum á eftir toppliði Inter. Klippa: Cagliari 1-3 Juventus Andrea Pirlo, knattspyrnustjóri Juventus, var að vonum ánægður með hvernig Ronaldo og félagar svöruðu vonbrigðunum gegn Porto. „Hann var reiður og vonsvikinn, ekki bara fyrir sína hönd heldur einnig hönd liðsins því hann er hluti af því og það var erfitt fyrir alla að kyngja því að detta út úr Meistaradeildinni,“ sagði Pirlo eftir leik. „Hann spilaði frábærlega og sýndi hversu ótrúlegur sigurvegari hann er, lét verkin tala inni á vellinum.“ Klippa: Viðtal við Andrea Pirlo Þrennan sem Ronaldo skoraði í gær var hans 57. á ferlinum. Hann hefur skorað þrjá þrennur fyrir Juventus, gerði eina fyrir Manchester United, 44 fyrir Real Madrid og níu með portúgalska landsliðinu. Ronaldo er markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur með 23 mörk. Romelu Lukaku, framherji Inter, er næstmarkahæstur með nítján mörk. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Pele óskaði Cristiano Ronaldo til hamingju Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele hefur sent Portúgalanum Cristiano Ronaldo hamingjuóskir nú þegar CR7 hefur „endanlega“ bætt markamet Pele. 15. mars 2021 09:01 Ronaldo sá um Cagliari Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í fyrri hálfleik í öruggum sigri Ítalíumeistara Juventus á Cagliari í dag. 14. mars 2021 18:55 Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Sjá meira
Pele óskaði Cristiano Ronaldo til hamingju Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele hefur sent Portúgalanum Cristiano Ronaldo hamingjuóskir nú þegar CR7 hefur „endanlega“ bætt markamet Pele. 15. mars 2021 09:01
Ronaldo sá um Cagliari Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í fyrri hálfleik í öruggum sigri Ítalíumeistara Juventus á Cagliari í dag. 14. mars 2021 18:55