Þriðja bylgjan skellur á Noregi á ofsahraða Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. mars 2021 19:30 Takmarkanir hafa aldrei verið harðari í Osló. EPA/Manuel Lorenzo Yfirvöld í Osló kynntu í kvöld hörðustu takmarkanirnar á svæðinu frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Íslensk kona í Osló segir óraunverulegt að þriðja bylgja faraldursins skelli nú á Norðmönnum á ofsahraða. Faraldurinn hefur verið í vexti í Noregi síðustu vikur, einkum umhverfis Osló. Borgaryfirvöld kynntu hörðustu aðgerðir frá upphafi faraldurs á sjötta tímanum. Ekki má fá fleiri en tvo gesti og börn frá fimmta bekk grunnskóla og upp þurfa að læra heima. Ásta Hafþórsdóttir er búsett í borginni og segir þessa þriðju bylgju faraldursins hafa læðst aftan að mörgum. Síðustu vikurnar hafi nærri allt verið lokað. „Þetta er ennþá óraunverulegt. Maður er enn ekki alveg að kaupa það að við séum á leið inn í þriðju bylgjuna með svona ofsahraða,“ segir Ásta. Henni þyki að eina vitið að loka samfélaginu alveg eða jafnvel landinu öllu til að ná tökum á breska afbrigði veirunnar. Álitamál sé þó hvort það sé rétt gagnvart börnum. Maður samþykkir það alveg. Maður hugsar bara ókei, þá er þetta bara svona. Hins vegar sit ég með bókunina fyrir framan mig, með Icelandair, að fara heim.“ Skárri staða í Danmörku Í Danmörku hefur faraldurinn verið á niðurleið, ekki síst vegna bólusetninga og áherslu á skimanir. Létt hefur verið á takmörkunum, stærri verslanir verið opnaðar á ný og nú má meira að segja fara í Tívólí, það er að segja ef maður framvísar neikvæðri niðurstöðu úr skimun. Enn fleiri nemum var svo aftur leyft að mæta í skólann í dag. AstraZeneca á ís Írar, Hollendingar, Frakkar, Ítalir og Þjóðverjar gerðu svo tímabundið hlé á bólusetningum með efni AstraZeneca í dag. Fyrir höfðu til dæmis Danir, Austurríkismenn, Íslendingar og Norðmenn gert slíkt hið sama. Óttast er að efnið geti valdið alvarlegum aukaverkunum, einkum blóðtöppum, en rannsóknir hafa ekki sýnt fram á nein tengsl. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Íslendingar erlendis Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Faraldurinn hefur verið í vexti í Noregi síðustu vikur, einkum umhverfis Osló. Borgaryfirvöld kynntu hörðustu aðgerðir frá upphafi faraldurs á sjötta tímanum. Ekki má fá fleiri en tvo gesti og börn frá fimmta bekk grunnskóla og upp þurfa að læra heima. Ásta Hafþórsdóttir er búsett í borginni og segir þessa þriðju bylgju faraldursins hafa læðst aftan að mörgum. Síðustu vikurnar hafi nærri allt verið lokað. „Þetta er ennþá óraunverulegt. Maður er enn ekki alveg að kaupa það að við séum á leið inn í þriðju bylgjuna með svona ofsahraða,“ segir Ásta. Henni þyki að eina vitið að loka samfélaginu alveg eða jafnvel landinu öllu til að ná tökum á breska afbrigði veirunnar. Álitamál sé þó hvort það sé rétt gagnvart börnum. Maður samþykkir það alveg. Maður hugsar bara ókei, þá er þetta bara svona. Hins vegar sit ég með bókunina fyrir framan mig, með Icelandair, að fara heim.“ Skárri staða í Danmörku Í Danmörku hefur faraldurinn verið á niðurleið, ekki síst vegna bólusetninga og áherslu á skimanir. Létt hefur verið á takmörkunum, stærri verslanir verið opnaðar á ný og nú má meira að segja fara í Tívólí, það er að segja ef maður framvísar neikvæðri niðurstöðu úr skimun. Enn fleiri nemum var svo aftur leyft að mæta í skólann í dag. AstraZeneca á ís Írar, Hollendingar, Frakkar, Ítalir og Þjóðverjar gerðu svo tímabundið hlé á bólusetningum með efni AstraZeneca í dag. Fyrir höfðu til dæmis Danir, Austurríkismenn, Íslendingar og Norðmenn gert slíkt hið sama. Óttast er að efnið geti valdið alvarlegum aukaverkunum, einkum blóðtöppum, en rannsóknir hafa ekki sýnt fram á nein tengsl.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Íslendingar erlendis Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira