Ólafur Darri við hlið Jamie Dornan í nýjum hasarþáttum BBC og HBO Max Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2021 18:35 Ólafur Darri Ólafsson lék síðast í sjónvarpsþáttunum Ráðherrann. Getty/Daniel Knighton Ólafur Darri Ólafsson mun fara með eitt aðalhlutverka í spennuþáttunum The Tourist sem verða meðal annars sýndir á BBC og streymisveitunni HBO Max. Mun Ólafur þar leika við hlið grísk-austurríska leikarans Alex Dimitriades og hins írska Jamie Dornan, sem gerði garðinn frægan í 50 gráum skuggum. Greint er frá þessu á vef Deadline. Er um að ræða sex þátta seríu sem skrifaðir eru af bræðrunum Harry og Jack Williams og framleiddir af fyrirtæki þeirra Two Brother Pictures fyrir breska ríkisútvarpið í samvinnu við HBO Max og fleiri aðila. Mun Ólafur Darri þar leika Bandaríkjamanninn Billy sem flækist inn í æsispennandi eltingarleik sem leggur grunninn að þessum gamansömu hasarþáttum. Dimitriades leikur Kostas, valdamikinn auðmann sem reynist vera með vafasöm viðskiptatengsl. Þættirnir fjalla um Breta, leikinn af Jamie Dornan, sem vaknar til meðvitundar á spítala eftir að flutningabíll reyndi að keyra hann út af veginum í óbyggðum Ástralíu. Maðurinn hefur ekki hugmynd um hver hann er og þarf að rekja fortíð sína og nútíð áður en fjandmenn hans elta hann uppi og verða honum að bana. Auk Ólafs, Dornan og Dimitriades fara Danielle Macdonald, Shalom Brune-Franklin og Hugo Weaving með hlutverk í þáttunum. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Mun Ólafur þar leika við hlið grísk-austurríska leikarans Alex Dimitriades og hins írska Jamie Dornan, sem gerði garðinn frægan í 50 gráum skuggum. Greint er frá þessu á vef Deadline. Er um að ræða sex þátta seríu sem skrifaðir eru af bræðrunum Harry og Jack Williams og framleiddir af fyrirtæki þeirra Two Brother Pictures fyrir breska ríkisútvarpið í samvinnu við HBO Max og fleiri aðila. Mun Ólafur Darri þar leika Bandaríkjamanninn Billy sem flækist inn í æsispennandi eltingarleik sem leggur grunninn að þessum gamansömu hasarþáttum. Dimitriades leikur Kostas, valdamikinn auðmann sem reynist vera með vafasöm viðskiptatengsl. Þættirnir fjalla um Breta, leikinn af Jamie Dornan, sem vaknar til meðvitundar á spítala eftir að flutningabíll reyndi að keyra hann út af veginum í óbyggðum Ástralíu. Maðurinn hefur ekki hugmynd um hver hann er og þarf að rekja fortíð sína og nútíð áður en fjandmenn hans elta hann uppi og verða honum að bana. Auk Ólafs, Dornan og Dimitriades fara Danielle Macdonald, Shalom Brune-Franklin og Hugo Weaving með hlutverk í þáttunum.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira