Tinder ætlar að veita bakgrunnsupplýsingar um notendur Kjartan Kjartansson skrifar 16. mars 2021 08:42 Með því að veita aðgang að opinberum upplýsingum um mögulegan ofbeldisferil notenda reynir TInder að tryggja öryggi notenda sinna þegar þeir fara á stefnumót með fólki sem þeir kynnast á miðlinum. Vísir/EPA Notendur stefnumótasnjallforritsins Tinder í Bandaríkjunum geta brátt nálgast opinberar upplýsingar um sakaferil og ofbeldi annarra notenda sem þeir gætu farið á stefnumót með. Til stendur að þjónustan verði tekin upp á fleiri stefnumótaforritum fyrirtækisins í fyllingu tímans. Aukin meðvitund og áhersla hefur verið á öryggi notenda stefnumótaþjónusta eins og Tinder undanfarin misseri. Rannsókn ProPublica árið 2019 leiddi í ljós að kynferðisbrotamenn á skrá hjá yfirvöldum notuðu marga ókeypis miðla Match Group, móðurfyrirtæki Tinder, OkCupid, PlentyOfFish og Hinge, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Með því að nota nafn og farsímanúmer mögulegra biðla sinna geta Tinder-notendur leitað að opinberum gögnum og tilkynningum um ofbeldi eða misnotkun, handtökur, sakfellingar, nálgunarbönn, áreitni og aðra ofbeldisglæpi. Ekki verða þó upplýsingar um fíkniefna- eða umferðarlagabrot í gagnabankanum. Áður hafa stefnumótaforrit eins og Tinder bannað notendur ef þeim berast tilkynningar um ofbeldisbrot. Þau hafa einnig reynt að tryggja öryggi með því að láta notendur staðfesta að myndir séu raunverulega af þeim sjálfum og myndbandssímtöl í forritinu til að sanna að þeir séu þeir sem þeir segjast vera. Tinder bætti einnig við neyðarhnappi í forritið til að vista upplýsingar um stefnumótið og staðsetningu þess ef notandinn smellti á hann í fyrra. Tinder Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Sjá meira
Aukin meðvitund og áhersla hefur verið á öryggi notenda stefnumótaþjónusta eins og Tinder undanfarin misseri. Rannsókn ProPublica árið 2019 leiddi í ljós að kynferðisbrotamenn á skrá hjá yfirvöldum notuðu marga ókeypis miðla Match Group, móðurfyrirtæki Tinder, OkCupid, PlentyOfFish og Hinge, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Með því að nota nafn og farsímanúmer mögulegra biðla sinna geta Tinder-notendur leitað að opinberum gögnum og tilkynningum um ofbeldi eða misnotkun, handtökur, sakfellingar, nálgunarbönn, áreitni og aðra ofbeldisglæpi. Ekki verða þó upplýsingar um fíkniefna- eða umferðarlagabrot í gagnabankanum. Áður hafa stefnumótaforrit eins og Tinder bannað notendur ef þeim berast tilkynningar um ofbeldisbrot. Þau hafa einnig reynt að tryggja öryggi með því að láta notendur staðfesta að myndir séu raunverulega af þeim sjálfum og myndbandssímtöl í forritinu til að sanna að þeir séu þeir sem þeir segjast vera. Tinder bætti einnig við neyðarhnappi í forritið til að vista upplýsingar um stefnumótið og staðsetningu þess ef notandinn smellti á hann í fyrra.
Tinder Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Sjá meira