Staða kirkjunnar fest rækilega í sessi Jakob Bjarnar skrifar 16. mars 2021 11:11 Áslaug Arna virðist hafa tekið U-beygju í afstöðu sinni til aðskilnaðar ríkis og kirkju. Því ný heildarlög um hlutverk kirkjunnar sé ekki aðskilnaður samkvæmt neinni skilgreiningu, ef marka má Björn Leví. Björn Leví Gunnarsson segir ný heildarlög dómsmálaráðherra færa kirkjunni óheyrilegt fjármagn án nokkurra skuldbindinga. „Í staðinn fyrir að vinna að aðskilnaði, þá ný heildarlög um hlutverk kirkjunnar?! Það er ekki aðskilnaður samkvæmt neinni skilgreiningu,“ segir Björn Leví þingmaður Pírata um nýtt frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Stundin greindi í morgun frá efni og innihaldi frumvarpsins sem samið er af nefnd á vegum kirkjuþings í samvinnu við ráðuneytið. Áslaug Arna virðist hafa tekið U-beygju frá fyrirætlunum um að stefna beri að aðskilnaði ríkis og kirkju. Árlega fái kirkjan 2,7 milljarða króna gagngreiðslu til ársins 2034. Úr sér gengin lagaákvæði „Þetta er enginn aðskilnaður ríkis og kirkju - og rányrkja á mínu þingmáli,“ segir Björn Leví og bendir á frumvarp sem Píratar lögðu fram nýverið um brottfall og breytingu á ýmsum (fornfálegum) lögum og ákvæðum um presta og trúafélög. Meðal þess sem Píratar vildu fella brott í sínu frumvarpi, og Björn talar um sem rányrkju, eru ákvæði sem þingheimur hefur hingað til ekki viljað hrófla við og standa en fara nú, svo sem: „Forordning áhrærandi uppvaxandi ungdómsins confirmation og staðfesting í hans skírnarnáð, 13. janúar 1736“, „Konungsbréf (til biskupanna) um confirmation, 29. maí 1744“, „Tilskipun um húsvitjanir, 27. maí 1746“, „Tilskipun um fardaga presta á Íslandi og um réttindi þau, er prestur sá, sem frá brauði fer, eður erfingjar hans og einkum ekkjan eiga heimting á, 6. janúar 1847“. Og: „Bréf kansellíisins um tilhögun á kirkjuhurðum, 28. október 1828“. Verið að festa stöðu kirkjunnar rækilega í sessi Spurður hvað þetta segi um ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu Áslaugar Örnu, að hún sé nú að bakka með þá stefnu sína að stefna beri að aðskilnaði segir Björn Leví að frumvarpið uppfylli í engu orð um aðskilnað eins og sagt var að nýi samningurinn milli ríkis og kirkju ætti að gera, þvert á móti. „Hérna er verið að gera þetta mjög skýrt að tilgangur kirkjunnar er settur á þingi, með lögum og að því fylgi svo fullt af fjármagni; „auka sjálfstæði þjóðkirkjunnar í málefnum sínum og fjármálum“. Þetta þýðir að kirkjan fær meiri yfirráð yfir skattfé. Ekkert um að því fé fylgi sömu skilyrði og á að fylgja opinberri fjármögnun. Sjálfstæði án ábyrgðar og samningur gerður lengur en lög leyfa.“ Björn Leví segir að með þessu sé verið að festa kirkjuna og stöðu hennar rækilega í sessi langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Uppfært 12:00 Í upprunalegri útgáfu segir að í nýjum lögum hafi láðst að uppfæra lög um: „Bréf kansellíisins um tilhögun á kirkjuhurðum, 28. október 1828“. Sú grein fellur úr gildi við gildistöku nýrra laga. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Fréttin hefur verið uppfærð að teknu tilliti til ábendingar þess efnis. Þjóðkirkjan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
„Í staðinn fyrir að vinna að aðskilnaði, þá ný heildarlög um hlutverk kirkjunnar?! Það er ekki aðskilnaður samkvæmt neinni skilgreiningu,“ segir Björn Leví þingmaður Pírata um nýtt frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Stundin greindi í morgun frá efni og innihaldi frumvarpsins sem samið er af nefnd á vegum kirkjuþings í samvinnu við ráðuneytið. Áslaug Arna virðist hafa tekið U-beygju frá fyrirætlunum um að stefna beri að aðskilnaði ríkis og kirkju. Árlega fái kirkjan 2,7 milljarða króna gagngreiðslu til ársins 2034. Úr sér gengin lagaákvæði „Þetta er enginn aðskilnaður ríkis og kirkju - og rányrkja á mínu þingmáli,“ segir Björn Leví og bendir á frumvarp sem Píratar lögðu fram nýverið um brottfall og breytingu á ýmsum (fornfálegum) lögum og ákvæðum um presta og trúafélög. Meðal þess sem Píratar vildu fella brott í sínu frumvarpi, og Björn talar um sem rányrkju, eru ákvæði sem þingheimur hefur hingað til ekki viljað hrófla við og standa en fara nú, svo sem: „Forordning áhrærandi uppvaxandi ungdómsins confirmation og staðfesting í hans skírnarnáð, 13. janúar 1736“, „Konungsbréf (til biskupanna) um confirmation, 29. maí 1744“, „Tilskipun um húsvitjanir, 27. maí 1746“, „Tilskipun um fardaga presta á Íslandi og um réttindi þau, er prestur sá, sem frá brauði fer, eður erfingjar hans og einkum ekkjan eiga heimting á, 6. janúar 1847“. Og: „Bréf kansellíisins um tilhögun á kirkjuhurðum, 28. október 1828“. Verið að festa stöðu kirkjunnar rækilega í sessi Spurður hvað þetta segi um ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu Áslaugar Örnu, að hún sé nú að bakka með þá stefnu sína að stefna beri að aðskilnaði segir Björn Leví að frumvarpið uppfylli í engu orð um aðskilnað eins og sagt var að nýi samningurinn milli ríkis og kirkju ætti að gera, þvert á móti. „Hérna er verið að gera þetta mjög skýrt að tilgangur kirkjunnar er settur á þingi, með lögum og að því fylgi svo fullt af fjármagni; „auka sjálfstæði þjóðkirkjunnar í málefnum sínum og fjármálum“. Þetta þýðir að kirkjan fær meiri yfirráð yfir skattfé. Ekkert um að því fé fylgi sömu skilyrði og á að fylgja opinberri fjármögnun. Sjálfstæði án ábyrgðar og samningur gerður lengur en lög leyfa.“ Björn Leví segir að með þessu sé verið að festa kirkjuna og stöðu hennar rækilega í sessi langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Uppfært 12:00 Í upprunalegri útgáfu segir að í nýjum lögum hafi láðst að uppfæra lög um: „Bréf kansellíisins um tilhögun á kirkjuhurðum, 28. október 1828“. Sú grein fellur úr gildi við gildistöku nýrra laga. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Fréttin hefur verið uppfærð að teknu tilliti til ábendingar þess efnis.
Þjóðkirkjan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent