Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. mars 2021 19:50 Bóluefni AstraZeneca geymist í um sex tíma eftir að það hefur verið blandað. Vísir/Vilhelm Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. Þetta staðfestir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, í samtali við Vísi. Hún segir lán í óláni að ekki hafi þurft að farga fleiri skömmtum en raunin varð. „Það var hafin bólusetning þarna um morguninn. Þá var búið að blanda skammta fyrir bólusetningartímabilið þann daginn,“ segir Anna Sigrún, en bóluefni AstraZeneca geymist í um sex klukkutíma eftir að það hefur verið blandað. „Við náðum ekki að nýta það, því það komu þessi leiðinlegu skilaboð um að við þyrftum að hætta. Það þurfti því að farga rúmlega hundrað skömmtum,“ segir Anna Sigrún. Sex tíma ending eftir blöndun Bólusetning var hafin á spítalanum þegar tilkynnt var um tímabundna stöðvun á notkun bóluefnis AstraZeneca. Ísland er eitt þeirra landa sem hefur gert tímabundið hlé á bólusetningu með efninu vegna tilkynninga um blóðtappa í kjölfar bólusetningar, en rannsóknir á mögulegum orsakatengslum standa nú yfir. Meðal annarra ríkja sem hafa gert hlé á bólusetningu eru Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Þýskaland. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagði fyrir helgi að ekki væri ástæða til að hætta notkun bóluefnisins og Lyfjastofnun Evrópu gaf það út í dag að hún teldi ávinning af notkun þess vegi þyngra en hættan á mögulegum aukaverkunum. „Það var nánast fólk með nálina í öxlinni þegar tilkynningin kom. Við vorum byrjuð að bólusetja þennan dag. Við blöndum samdægurs, því þetta lifir í svo stuttan tíma. Það var sem betur fer ekki meira en þetta,“ segir Anna Sigrún. Hún segir þá heppilegt að bóluefni AstraZeneca hafi langan geymslutíma eftir að innsigli þess hefur verið rofið, lengri en til að mynda bóluefni Pfizer. „Ef þú ert byrjaður að blanda og átt skammtana klára, þá taparðu þeim innan sex tíma. Þess vegna höfum við og heilsugæslan verið þá reglu að ef eitthvað er að ganga af hjá okkur, eftir bólusetningar dagsins, þá erum við með lista af fólki sem við hringjum í sem getur komið og fengið bólusetningu.“ Þannig hefur fólk úr aldurshópum fyrir neðan þá sem skráðir voru í bólusetningu stundum verið kallað fyrr til, þegar allir sem vilja úr viðkomandi hópi hafa verið bólusettir þann daginn. Þannig sé hægt að tryggja að sem minnst af bóluefni fari til spillis. Bólusetning á spítalanum gengið vel Anna Sigrún segir starfsmenn hafa sýnt því skilning að gera hafi þurft hlé á bólusetningum, þó margir þeirra vilji vera bólusettir sem fyrst. Koma þurfi í ljós hvort stöðvunin á notkun efnisins verði til þess að starfsfólk veigri sér við að þiggja bólusetningu með efninu frá AstraZeneca. „Fólk fær boð og annað hvort þiggur það bólusetningu eða ekki. Það hefur hins vegar gengið mjög vel, fólk hefur verið að þiggja bólusetningar almennt.“ Afföll hafi verið eins og búist var við, einfaldlega vegna veikinda á bólusetningardegi og annarra tilfallandi forfalla. Þá hafi einhverjir ófrískir starfsmenn spítalans ákveðið að bíða með að þiggja bólusetningu. „Bólusetning hefur gengið vel fram að þessu og þetta var svakalega svekkjandi,“ segir Anna Sigrún að lokum um þá rúmlega hundrað bóluefnaskammta sem þurfti að farga. Bólusetningar Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43 Ákvörðun um að hætta að nota AstraZeneca-bóluefni sögð „torskilin“ Ákvörðun Evrópuríkja um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca var tekin þrátt fyrir að alþjóðlegar stofnanir hafi engar sannanir séð fyrir tengslum þess við blóðtappa í fólki. Sérfræðingur segir ákvörðunina torskilda og að hún hafi afleiðingar. 16. mars 2021 12:09 Svíar stöðva einnig notkun á bóluefni AstraZeneca Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca þar til að Lyfjastofnun Evrópu hefur lokið rannsókn sinni á mögulegum aukaverkunum. Fjölmörg ríki Evrópu hafa nú þegar stöðvað notkunina, þar á meðal Ísland, eftir að fréttir bárust af því að að fólk hafi verið að fá blóðtappa í kjölfar sprautunnar. 16. mars 2021 08:23 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Þetta staðfestir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, í samtali við Vísi. Hún segir lán í óláni að ekki hafi þurft að farga fleiri skömmtum en raunin varð. „Það var hafin bólusetning þarna um morguninn. Þá var búið að blanda skammta fyrir bólusetningartímabilið þann daginn,“ segir Anna Sigrún, en bóluefni AstraZeneca geymist í um sex klukkutíma eftir að það hefur verið blandað. „Við náðum ekki að nýta það, því það komu þessi leiðinlegu skilaboð um að við þyrftum að hætta. Það þurfti því að farga rúmlega hundrað skömmtum,“ segir Anna Sigrún. Sex tíma ending eftir blöndun Bólusetning var hafin á spítalanum þegar tilkynnt var um tímabundna stöðvun á notkun bóluefnis AstraZeneca. Ísland er eitt þeirra landa sem hefur gert tímabundið hlé á bólusetningu með efninu vegna tilkynninga um blóðtappa í kjölfar bólusetningar, en rannsóknir á mögulegum orsakatengslum standa nú yfir. Meðal annarra ríkja sem hafa gert hlé á bólusetningu eru Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Þýskaland. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagði fyrir helgi að ekki væri ástæða til að hætta notkun bóluefnisins og Lyfjastofnun Evrópu gaf það út í dag að hún teldi ávinning af notkun þess vegi þyngra en hættan á mögulegum aukaverkunum. „Það var nánast fólk með nálina í öxlinni þegar tilkynningin kom. Við vorum byrjuð að bólusetja þennan dag. Við blöndum samdægurs, því þetta lifir í svo stuttan tíma. Það var sem betur fer ekki meira en þetta,“ segir Anna Sigrún. Hún segir þá heppilegt að bóluefni AstraZeneca hafi langan geymslutíma eftir að innsigli þess hefur verið rofið, lengri en til að mynda bóluefni Pfizer. „Ef þú ert byrjaður að blanda og átt skammtana klára, þá taparðu þeim innan sex tíma. Þess vegna höfum við og heilsugæslan verið þá reglu að ef eitthvað er að ganga af hjá okkur, eftir bólusetningar dagsins, þá erum við með lista af fólki sem við hringjum í sem getur komið og fengið bólusetningu.“ Þannig hefur fólk úr aldurshópum fyrir neðan þá sem skráðir voru í bólusetningu stundum verið kallað fyrr til, þegar allir sem vilja úr viðkomandi hópi hafa verið bólusettir þann daginn. Þannig sé hægt að tryggja að sem minnst af bóluefni fari til spillis. Bólusetning á spítalanum gengið vel Anna Sigrún segir starfsmenn hafa sýnt því skilning að gera hafi þurft hlé á bólusetningum, þó margir þeirra vilji vera bólusettir sem fyrst. Koma þurfi í ljós hvort stöðvunin á notkun efnisins verði til þess að starfsfólk veigri sér við að þiggja bólusetningu með efninu frá AstraZeneca. „Fólk fær boð og annað hvort þiggur það bólusetningu eða ekki. Það hefur hins vegar gengið mjög vel, fólk hefur verið að þiggja bólusetningar almennt.“ Afföll hafi verið eins og búist var við, einfaldlega vegna veikinda á bólusetningardegi og annarra tilfallandi forfalla. Þá hafi einhverjir ófrískir starfsmenn spítalans ákveðið að bíða með að þiggja bólusetningu. „Bólusetning hefur gengið vel fram að þessu og þetta var svakalega svekkjandi,“ segir Anna Sigrún að lokum um þá rúmlega hundrað bóluefnaskammta sem þurfti að farga.
Bólusetningar Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43 Ákvörðun um að hætta að nota AstraZeneca-bóluefni sögð „torskilin“ Ákvörðun Evrópuríkja um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca var tekin þrátt fyrir að alþjóðlegar stofnanir hafi engar sannanir séð fyrir tengslum þess við blóðtappa í fólki. Sérfræðingur segir ákvörðunina torskilda og að hún hafi afleiðingar. 16. mars 2021 12:09 Svíar stöðva einnig notkun á bóluefni AstraZeneca Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca þar til að Lyfjastofnun Evrópu hefur lokið rannsókn sinni á mögulegum aukaverkunum. Fjölmörg ríki Evrópu hafa nú þegar stöðvað notkunina, þar á meðal Ísland, eftir að fréttir bárust af því að að fólk hafi verið að fá blóðtappa í kjölfar sprautunnar. 16. mars 2021 08:23 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43
Ákvörðun um að hætta að nota AstraZeneca-bóluefni sögð „torskilin“ Ákvörðun Evrópuríkja um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca var tekin þrátt fyrir að alþjóðlegar stofnanir hafi engar sannanir séð fyrir tengslum þess við blóðtappa í fólki. Sérfræðingur segir ákvörðunina torskilda og að hún hafi afleiðingar. 16. mars 2021 12:09
Svíar stöðva einnig notkun á bóluefni AstraZeneca Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca þar til að Lyfjastofnun Evrópu hefur lokið rannsókn sinni á mögulegum aukaverkunum. Fjölmörg ríki Evrópu hafa nú þegar stöðvað notkunina, þar á meðal Ísland, eftir að fréttir bárust af því að að fólk hafi verið að fá blóðtappa í kjölfar sprautunnar. 16. mars 2021 08:23