Tökumenn BBC um borð í vélarvana bát á Hornströndum Eiður Þór Árnason skrifar 16. mars 2021 20:54 Fimm farþegar voru hífðir um borð í TF-EIR. Landhelgisgæslan Farþegar um borð í farþegabáti sem lak og varð vélarvana á fimmta tímanum norður af Hornströndum voru hluti af tökuliði á vegum breska ríkisútvarpsins BBC. Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Gæslunnar, hífði fimm farþega upp úr bátnum á áttunda tímanum í kvöld og varð engum meint af. Mbl.is greindi fyrst frá ógöngum tökuliðsins en Ásgeir hefur ekki upplýsingar um í hvaða erindagjörðum það var. Alls voru fimm farþegar um borð í bátnum auk tveggja manna áhafnar. Áhöfnin á TF-EIR flutti jafnframt dælu um borð í farþegabátinn til að létta undir með dælunum sem fyrir voru. „Eins og staðan er núna þá er áhöfnin á Gísla Jóns, björgunarskipi Landsbjargar, með bátinn í togi til hafnar. Þyrlan lenti laust eftir hálf átta með farþegana sem voru hífðir frá borði en það var ákveðið að gera það til að gæta fyllsta öryggis,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Lenti þyrlan með farþegana á Ísafirði áður en hún hélt suður. Laust eftir fjögur í dag fékk stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tilkynningu um að leki hefði komið að farþegabátnum og að hann væri orðinn aflvana norður af Hornströndum. „Það var ákveðið að kalla út þyrluna og tvö björgunarskip auk þess sem öll skip í grenndinni voru beðin að halda á staðinn.“ Fiskibáturinn Otur II var fyrstur á vettvang og tók farþegabátinn fyrst í tog áður en björgunarskipið Gísli Jóns tók við drættinum. Fréttin hefur verið uppfærð. Íslandsvinir Hornstrandir Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Gæslunnar, hífði fimm farþega upp úr bátnum á áttunda tímanum í kvöld og varð engum meint af. Mbl.is greindi fyrst frá ógöngum tökuliðsins en Ásgeir hefur ekki upplýsingar um í hvaða erindagjörðum það var. Alls voru fimm farþegar um borð í bátnum auk tveggja manna áhafnar. Áhöfnin á TF-EIR flutti jafnframt dælu um borð í farþegabátinn til að létta undir með dælunum sem fyrir voru. „Eins og staðan er núna þá er áhöfnin á Gísla Jóns, björgunarskipi Landsbjargar, með bátinn í togi til hafnar. Þyrlan lenti laust eftir hálf átta með farþegana sem voru hífðir frá borði en það var ákveðið að gera það til að gæta fyllsta öryggis,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Lenti þyrlan með farþegana á Ísafirði áður en hún hélt suður. Laust eftir fjögur í dag fékk stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tilkynningu um að leki hefði komið að farþegabátnum og að hann væri orðinn aflvana norður af Hornströndum. „Það var ákveðið að kalla út þyrluna og tvö björgunarskip auk þess sem öll skip í grenndinni voru beðin að halda á staðinn.“ Fiskibáturinn Otur II var fyrstur á vettvang og tók farþegabátinn fyrst í tog áður en björgunarskipið Gísli Jóns tók við drættinum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslandsvinir Hornstrandir Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira