Þetta segir Stefán Yngvason framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi í samtali við Morgunblaðið í dag. Hann segir að viðræður standi yfir við Sjúkratryggingar Íslands um framhald endurhæfingarinnar og gerir ráð fyrir að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum.
Vonandi verði hægt að taka inn nýja sjúklinga fljótlega eftir páska. Stefán segir að svigrúm sem skapaðist í haust sé ekki lengur fyrir hendi því aftur sé komin full starfsemi á Reykjalundi.
Í blaðinu segir einnig að flestir sem hófu endurhæfingu vegna Covid-19 hafi nú lokið henni en um 50 manns séu á biðlista, þar sé um að ræða beiðnir sem borist hafi á undanförnum vikum.