Ákvað að trappa sig ekki niður og varð fárveikur í fimm daga Stefán Árni Pálsson skrifar 17. mars 2021 12:03 Róbert Wessmann er forstjóri og stofnandi Alvotech. Róbert Wessman stofnandi og forstjóri Alvotech var orðinn forstjóri yfir stóru fyrirtæki aðeins 29 ára gamall þó svo að námsferill hans hafi ekki verið auðveldur þar sem hann er lesblindur. Róbert er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. „Ég held að lesblinda almennt geti verið ákveðin gjöf. Þetta var ekki greint þegar ég var ungur, en þetta lýsir sér þannig hjá mér að lesskilningurinn er ekki eins góður og maður þarf að hafa algjöra þögn þegar maður er að lesa og ég er miklu lengur að lesa en flest fólk. Þetta gekk ágætlega fram í menntaskóla, en á fyrsta árinu þar fór ég að sjá einkunnir sem ég hafði aldrei séð áður,“ segir Róbert og bætir við að þetta hafi verið mikið efni sem hann átti í vandræðum með að komast yfir. „Ég var í íþróttum, félagslífi og spilaði á trompet, en ég ákvað sjálfur að þetta væri ekki að ganga og minnka allt annað en skólann. Ég hef líklega þurft að leggja talsvert meira á mig en hinir og þurfti að læra að finna aðrar lausnir, sem hefur kannski hjálpað mér að verða mjög lausnamiðaður. Í háskólanum komst ég yfir mjög fáar bækur og þurfti að finna leiðir til að láta hlutina ganga upp. Ég var alltaf síðastur út úr prófum og það þurfti yfirleitt að tosa af mér blaðið, en ég fékk hjálp frá vinkonum mínum í náminu, sem létu mig hafa glósurnar sínar,” segir Róbert, sem segist hafa þurft að sanna sig fyrir starfsfólkinu með verkum sínum eftir að hann kom út í atvinnulífið. Sneru hlutunum við hratt „Þó að ég væri 29 ára þá var ég mjög unglegur í útliti og leit líklega út fyrir að vera 22 ára. En það sem gerist í þessu eins og öðru er að maður þarf að sanna sig. Það er ekkert fengið með því að vera bara með nafnspjaldið. Við snerum rekstri félagsins við býsna hratt og þá fær maður fólkið með sér. En þó að ég hafi verið með viðskiptafræðimenntun undirbýr það mann aldrei alveg undir það að stýra stóru fyrirtæki. Þegar maður er kominn út í atvinnulífið eru viðfangsefnin mjög fjölbreytt og maður þarf að glíma við margt sem maður hefur aldrei sé. Háskólanám er að mörgu leyti þroski, en það gerir mann ekki að fullfærum stjórnanda þegar á hólminn er komið.“ Í þættinum segir Róbert frá tímabilinu þegar hann var orðinn einn öflugasti hjólreiðamaður Íslands og keppti í hjólreiðum og járnkarli. Árið 2013 lenti hann í mjög alvarlegu slysi á hjólinu. „Ég var að keppa á þessum tíma í hjólreiðum, en ætlaði ekki að keppa í þessu móti. Þetta var hálfur járnkarl og ég var eiginlega kominn í að einbeita mér alveg að hjólreiðunum. En við höfðum sett Íslandsmet árið áður og 2-3 dögum fyrir mótið var verið að spyrja mig hvort ég ætlaði að láta taka af mér metið og ég ákvað að slá til. Þetta var Krísuvíkurvegurinn og hjólað 90 kílómetrar. Það var komið kvöld og sólin var í augnhæð og frekar mikil umferð, ég var á 48 kílómetra hraða og það síðasta sem ég man var að ég sneri við, en svo vaknaði ég bara í sjúkrabíl og ég man ekki enn þá eftir slysinu sjálfu. En eftir slysið sá ég á Garminu úrinu mínu að ég fór úr 48 kílómetra hraða beint niður í núll. Ég hafði sem sagt hjólað aftan á bíl og ég tvíhryggbrotnaði og skarst mjög illa. Missti tennur og mikið blóð. Það tók 2 tíma að koma mér í sjúkrabílinn af því að hryggbrotið var óstöðugt. Það eina sem ég vissi þegar ég vaknaði í sjúkrabílnum var að ég væri mjög alvarlega slasaður, með óbærilega verki og mjög kalt af því að ég hafði misst svo mikið blóð.“ Vildi engan í heimsókn Hann segist strax hafa gert sér grein fyrir því að hann væri ekki í góðum málum. „Ég var settur í spelku niður allan líkamann, en man ekki mikið eftir fyrstu dögunum á spítalanum. En þeir 90 dagar sem tóku við voru rosalega erfiðir. Tuttugu mínútur liðu stundum eins og heill dagur. Ég lá meira og minna á bakinu og horfði upp í loftið og vissi ekkert hvernig ég kæmi út úr þessu. Dagarnir voru miserfiðir, en fyrstu tvö mánuðina vildi ég ekki fá vini mína eða foreldra eða neinn til þess að heimsækja mig. Mér fannst bara erfitt að tala um þetta og átti erfitt með að fá til mín fólk sem myndi spyrja mig um hvernig ég hefði það. Ég var á mjög sterkum morfínskyldum verkjalyfjum á klukkutíma fresti og þegar ég var að verða rólfær hætti ég á þessum lyfjum. Það var mælt með því að gera það þannig að ég myndi minnka skammtana rólega, en ég ákvað bara að hætta strax og ég var fárveikur í fjóra til fimm daga. Ég var með 39-40 stiga hita og heitur og kaldur til skiptis. Það eru margir sem enda í miklu veseni með að hætta á þessum lyfjum eftir að hafa þurft að taka þau og ég skil það mjög vel eftir mína reynslu. Eftir 90 daga var ég kominn með hálskraga, en það var alveg heilt ár þar sem mig svimaði nánast stanslaust og var mjög flökurt og ég er enn þá töluvert verkjaður á köflum.” Róbert ákvað á tímabili að taka mataræðið í gegn og sleppa öllu koffíni og það hélt upp á hvern einasta dag í fimm ár. „Eitt kvöldið áður en ég fór að sofa ákvað ég að sleppa kaffinu og öllu koffíni og af einhverjum ástæðum ákvað ég líka að taka út sykur, hveiti og mjólkurvörur. Þegar ég tek ákvarðanir stend ég yfirleitt við þær, en svo vaknaði ég og fór í Hagkaup og þá var ekkert mjög mikið sem mátti fara ofan í körfuna. En þetta gerði ég í 5 ár samfellt og ég fann miklu jafnara orkustig, sérstaklega við að sleppa koffíninu. En svo byrjaði ég að hjóla og þá þýddi ekki að hætta kolvetnum og byrjaði þá aftur að borða þessa hluti og svo kom kaffið inn líka, en það var ákvörðun. Á löngum æfingum sem eru í 4-5 tíma brennir maður allt upp í 4 þúsund hitaeiningum og svo er grunnbrennslan um 2 þúsund, þannig að þetta eru um 6 þúsund hitaeiningar sem maður þarf að innbyrða til að léttast ekki. Það voru forréttindi þegar ég var að æfa sem mest að geta borðað kolvetni eins og mann langaði. Það hefur alltaf verið þungt í mér pundið, en þegar ég var að keppa sem mest var ég kominn niður í 5 % fitu þó að ég væri 89 kíló.” Í þættinum ræðir Róbert líka um Covid tímabilið og hvernig það hefur gengið að halda út starfsemi í öllum þeim löndum sem Alvogen og Alvotech starfa í. „Þegar Covid var að byrja að dreifast settum við í raun sjálf strangari reglur en voru í gildi hjá yfirvöldum af því að við erum háð því að fólk geti mætt í vinnuna í allar verksmiðjur og þróunarstarfsemina okkar. Það er í raun magnað að við höfum ekki misst úr einn dag í starfseminni neins staðar í heiminum. Við erum með verksmiðjur og einingar í Asíu, Bandaríkjunum og Evrópu. En svo kom jafnvel enn meira á óvart hvað var hægt að vinna stóra hluti í gegnum Zoom og Teams. Ég held að vinnustaðaumhverfið muni breytast varanlega eftir Covid-tímabilið. Áður var það nánast krafa að fara á milli landa til að skrifa undir ákveðna hluti og taka mikilvæga fundi, ennú er það orðið samþykkt að vinna öðruvísi,” segir Róbert, sem er feginn því að geta dregið úr ferðalögum.“ ,,Síðustu 20 árin hef ég verið að ferðast að meðaltali líklega nánast helminginn af dögum ársins. Það getur verið mjög erfitt að vera stöðugt að flakka á milli tímabelta. Fara kannski frá Evrópu til Asíu og beint til Bandaríkjanna og svo hringinn aftur til Evrópu.” Í þættinum ræða Sölvi og Róbert um feril Róberts, hjólreiðar, alvarlegt slys sem Róbert varð fyrir, eftirmálana af því og margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
„Ég held að lesblinda almennt geti verið ákveðin gjöf. Þetta var ekki greint þegar ég var ungur, en þetta lýsir sér þannig hjá mér að lesskilningurinn er ekki eins góður og maður þarf að hafa algjöra þögn þegar maður er að lesa og ég er miklu lengur að lesa en flest fólk. Þetta gekk ágætlega fram í menntaskóla, en á fyrsta árinu þar fór ég að sjá einkunnir sem ég hafði aldrei séð áður,“ segir Róbert og bætir við að þetta hafi verið mikið efni sem hann átti í vandræðum með að komast yfir. „Ég var í íþróttum, félagslífi og spilaði á trompet, en ég ákvað sjálfur að þetta væri ekki að ganga og minnka allt annað en skólann. Ég hef líklega þurft að leggja talsvert meira á mig en hinir og þurfti að læra að finna aðrar lausnir, sem hefur kannski hjálpað mér að verða mjög lausnamiðaður. Í háskólanum komst ég yfir mjög fáar bækur og þurfti að finna leiðir til að láta hlutina ganga upp. Ég var alltaf síðastur út úr prófum og það þurfti yfirleitt að tosa af mér blaðið, en ég fékk hjálp frá vinkonum mínum í náminu, sem létu mig hafa glósurnar sínar,” segir Róbert, sem segist hafa þurft að sanna sig fyrir starfsfólkinu með verkum sínum eftir að hann kom út í atvinnulífið. Sneru hlutunum við hratt „Þó að ég væri 29 ára þá var ég mjög unglegur í útliti og leit líklega út fyrir að vera 22 ára. En það sem gerist í þessu eins og öðru er að maður þarf að sanna sig. Það er ekkert fengið með því að vera bara með nafnspjaldið. Við snerum rekstri félagsins við býsna hratt og þá fær maður fólkið með sér. En þó að ég hafi verið með viðskiptafræðimenntun undirbýr það mann aldrei alveg undir það að stýra stóru fyrirtæki. Þegar maður er kominn út í atvinnulífið eru viðfangsefnin mjög fjölbreytt og maður þarf að glíma við margt sem maður hefur aldrei sé. Háskólanám er að mörgu leyti þroski, en það gerir mann ekki að fullfærum stjórnanda þegar á hólminn er komið.“ Í þættinum segir Róbert frá tímabilinu þegar hann var orðinn einn öflugasti hjólreiðamaður Íslands og keppti í hjólreiðum og járnkarli. Árið 2013 lenti hann í mjög alvarlegu slysi á hjólinu. „Ég var að keppa á þessum tíma í hjólreiðum, en ætlaði ekki að keppa í þessu móti. Þetta var hálfur járnkarl og ég var eiginlega kominn í að einbeita mér alveg að hjólreiðunum. En við höfðum sett Íslandsmet árið áður og 2-3 dögum fyrir mótið var verið að spyrja mig hvort ég ætlaði að láta taka af mér metið og ég ákvað að slá til. Þetta var Krísuvíkurvegurinn og hjólað 90 kílómetrar. Það var komið kvöld og sólin var í augnhæð og frekar mikil umferð, ég var á 48 kílómetra hraða og það síðasta sem ég man var að ég sneri við, en svo vaknaði ég bara í sjúkrabíl og ég man ekki enn þá eftir slysinu sjálfu. En eftir slysið sá ég á Garminu úrinu mínu að ég fór úr 48 kílómetra hraða beint niður í núll. Ég hafði sem sagt hjólað aftan á bíl og ég tvíhryggbrotnaði og skarst mjög illa. Missti tennur og mikið blóð. Það tók 2 tíma að koma mér í sjúkrabílinn af því að hryggbrotið var óstöðugt. Það eina sem ég vissi þegar ég vaknaði í sjúkrabílnum var að ég væri mjög alvarlega slasaður, með óbærilega verki og mjög kalt af því að ég hafði misst svo mikið blóð.“ Vildi engan í heimsókn Hann segist strax hafa gert sér grein fyrir því að hann væri ekki í góðum málum. „Ég var settur í spelku niður allan líkamann, en man ekki mikið eftir fyrstu dögunum á spítalanum. En þeir 90 dagar sem tóku við voru rosalega erfiðir. Tuttugu mínútur liðu stundum eins og heill dagur. Ég lá meira og minna á bakinu og horfði upp í loftið og vissi ekkert hvernig ég kæmi út úr þessu. Dagarnir voru miserfiðir, en fyrstu tvö mánuðina vildi ég ekki fá vini mína eða foreldra eða neinn til þess að heimsækja mig. Mér fannst bara erfitt að tala um þetta og átti erfitt með að fá til mín fólk sem myndi spyrja mig um hvernig ég hefði það. Ég var á mjög sterkum morfínskyldum verkjalyfjum á klukkutíma fresti og þegar ég var að verða rólfær hætti ég á þessum lyfjum. Það var mælt með því að gera það þannig að ég myndi minnka skammtana rólega, en ég ákvað bara að hætta strax og ég var fárveikur í fjóra til fimm daga. Ég var með 39-40 stiga hita og heitur og kaldur til skiptis. Það eru margir sem enda í miklu veseni með að hætta á þessum lyfjum eftir að hafa þurft að taka þau og ég skil það mjög vel eftir mína reynslu. Eftir 90 daga var ég kominn með hálskraga, en það var alveg heilt ár þar sem mig svimaði nánast stanslaust og var mjög flökurt og ég er enn þá töluvert verkjaður á köflum.” Róbert ákvað á tímabili að taka mataræðið í gegn og sleppa öllu koffíni og það hélt upp á hvern einasta dag í fimm ár. „Eitt kvöldið áður en ég fór að sofa ákvað ég að sleppa kaffinu og öllu koffíni og af einhverjum ástæðum ákvað ég líka að taka út sykur, hveiti og mjólkurvörur. Þegar ég tek ákvarðanir stend ég yfirleitt við þær, en svo vaknaði ég og fór í Hagkaup og þá var ekkert mjög mikið sem mátti fara ofan í körfuna. En þetta gerði ég í 5 ár samfellt og ég fann miklu jafnara orkustig, sérstaklega við að sleppa koffíninu. En svo byrjaði ég að hjóla og þá þýddi ekki að hætta kolvetnum og byrjaði þá aftur að borða þessa hluti og svo kom kaffið inn líka, en það var ákvörðun. Á löngum æfingum sem eru í 4-5 tíma brennir maður allt upp í 4 þúsund hitaeiningum og svo er grunnbrennslan um 2 þúsund, þannig að þetta eru um 6 þúsund hitaeiningar sem maður þarf að innbyrða til að léttast ekki. Það voru forréttindi þegar ég var að æfa sem mest að geta borðað kolvetni eins og mann langaði. Það hefur alltaf verið þungt í mér pundið, en þegar ég var að keppa sem mest var ég kominn niður í 5 % fitu þó að ég væri 89 kíló.” Í þættinum ræðir Róbert líka um Covid tímabilið og hvernig það hefur gengið að halda út starfsemi í öllum þeim löndum sem Alvogen og Alvotech starfa í. „Þegar Covid var að byrja að dreifast settum við í raun sjálf strangari reglur en voru í gildi hjá yfirvöldum af því að við erum háð því að fólk geti mætt í vinnuna í allar verksmiðjur og þróunarstarfsemina okkar. Það er í raun magnað að við höfum ekki misst úr einn dag í starfseminni neins staðar í heiminum. Við erum með verksmiðjur og einingar í Asíu, Bandaríkjunum og Evrópu. En svo kom jafnvel enn meira á óvart hvað var hægt að vinna stóra hluti í gegnum Zoom og Teams. Ég held að vinnustaðaumhverfið muni breytast varanlega eftir Covid-tímabilið. Áður var það nánast krafa að fara á milli landa til að skrifa undir ákveðna hluti og taka mikilvæga fundi, ennú er það orðið samþykkt að vinna öðruvísi,” segir Róbert, sem er feginn því að geta dregið úr ferðalögum.“ ,,Síðustu 20 árin hef ég verið að ferðast að meðaltali líklega nánast helminginn af dögum ársins. Það getur verið mjög erfitt að vera stöðugt að flakka á milli tímabelta. Fara kannski frá Evrópu til Asíu og beint til Bandaríkjanna og svo hringinn aftur til Evrópu.” Í þættinum ræða Sölvi og Róbert um feril Róberts, hjólreiðar, alvarlegt slys sem Róbert varð fyrir, eftirmálana af því og margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira