Síðast þakkaði Simeone mæðrum sinna „hreðjastóru“ leikmanna Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2021 15:30 Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atlético Madrid, þarf á sigri að halda í kvöld. Getty/Cristi Preda „Ég vil þakka mömmunum sem ólu upp þessa stráka með svona stórar hreðjar,“ sagði Diego Simeone í mikilli geðshræringu eftir að hafa stýrt Atlético Madrid til sigurs á Chelsea á Stamford Bridge fyrir sjö árum. Nú þarf Atlético að endurtaka leikinn. Atlético er 1-0 undir í einvígi sínu við Chelsea eftir að Olivier Giroud skoraði eina mark leiksins þegar liðin mættust í Búkarest. Heimaleikur Atlético fór þar fram vegna sóttvarnareglna en í kvöld eigast liðin við í Lundúnum. Simeone er enn við stjórnvölinn hjá Atlético líkt og árið 2014 en aðeins Koke kemur til með að spila leikinn sjálfan, eins og í 3-1 sigrinum á Brúnni það ár. Liðin höfðu gert markalaust jafntefli á Spáni en Simeone og hans menn fögnuðu ákaft eftir að hafa slegið út lærisveina Jose Mourinho og tryggt sér sæti í úrslitaleiknum. Svipmyndir úr leiknum má sjá í greininni hér að neðan. Það má því kannski segja að Simeone þekki uppskriftina að því að vinna Chelsea í útsláttarkeppni á Brúnni en nú þarf hann að eiga við Thomas Tuchel. Undir stjórn Þjóðverjans hefur Chelsea, sem verður án Jorginho og Mason Mount í kvöld vegna leikbanns, ekki enn tapað leik og aðeins fengið á sig tvö mörk í tólf leikjum. Reikna má með því að Luis Suárez og Joao Félix fái það hlutskipti öðrum fremur að brjóta þennan múr Chelsea í kvöld. Takist þeim það er aldrei að vita nema að mæður þeirra fái þakkarskeyti frá Simeone. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
Atlético er 1-0 undir í einvígi sínu við Chelsea eftir að Olivier Giroud skoraði eina mark leiksins þegar liðin mættust í Búkarest. Heimaleikur Atlético fór þar fram vegna sóttvarnareglna en í kvöld eigast liðin við í Lundúnum. Simeone er enn við stjórnvölinn hjá Atlético líkt og árið 2014 en aðeins Koke kemur til með að spila leikinn sjálfan, eins og í 3-1 sigrinum á Brúnni það ár. Liðin höfðu gert markalaust jafntefli á Spáni en Simeone og hans menn fögnuðu ákaft eftir að hafa slegið út lærisveina Jose Mourinho og tryggt sér sæti í úrslitaleiknum. Svipmyndir úr leiknum má sjá í greininni hér að neðan. Það má því kannski segja að Simeone þekki uppskriftina að því að vinna Chelsea í útsláttarkeppni á Brúnni en nú þarf hann að eiga við Thomas Tuchel. Undir stjórn Þjóðverjans hefur Chelsea, sem verður án Jorginho og Mason Mount í kvöld vegna leikbanns, ekki enn tapað leik og aðeins fengið á sig tvö mörk í tólf leikjum. Reikna má með því að Luis Suárez og Joao Félix fái það hlutskipti öðrum fremur að brjóta þennan múr Chelsea í kvöld. Takist þeim það er aldrei að vita nema að mæður þeirra fái þakkarskeyti frá Simeone. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira