Formlegar viðræður um kaup á Hótel Sögu hafnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2021 14:01 Hótel Sögu var skellt í lás 1. nóvember síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Háskóli Íslands hefur hafið formlegar viðræður um kaup á Bændahöllinni við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur, sem áður hýsti Hótel Sögu. Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands greindi frá fyrirhuguðum viðræðum við Markaðinn í Fréttablaðinu í morgun. Hann segir í samtali við Vísi í dag að fyrsti fundur viðræðanna hafi verið í gær. „Svo þær eru hafnar,“ segir Jón Atli. Fjármálaráðuneytið leiðir samningaviðræður í samstarfi við HÍ og menntamálaráðuneytið. Fram kemur í Markaðnum að með viðræðunum eigi að kanna til hlítar „hvort hægt sé að komast að niðurstöðu um kaup á eigninni á ásættanlegu verði fyrir báða aðila.“ Jón Atli segir að ekki sé hægt að gefa neitt frekar upp um umrætt verð að svo stöddu. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Vísir/vilhelm Þá kveðst Jón Atli vonast til að endanleg niðurstaða um hvort af kaupunum verði fáist mjög fljótlega, vonandi ekki síðar en í byrjun apríl. Þá snúa viðræðurnar að kaupum á allri Bændahöllinni eins og hún leggur sig. Ef af kaupunum verður er horft til þess að flytja menntasvið HÍ frá Stakkahlíð og Skipholti í húsnæðið, auk þess sem til skoðunar er að hafa þar skrifstofur, tæknideild, stúdentagarða, gestaíbúðir fyrir fræðifólk og Hámu-útibú. Félagið Bændahöllin á fasteignana en félagið Hótel Saga sá um rekstur hótelsins. Bændasamtökin eiga bæði félögin. Hótel Sögu var lokað í nóvember vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar hafði þó tekið að halla verulega undan rekstrinum árin áður en faraldurinn skall á. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands. Háskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Húsnæðismál Ferðamennska á Íslandi Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05 Bændasamtökin loka Hótel Sögu Samtökin segjast nauðbeygð vegna neikvæðra áhrifa Covid-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi og um allan heim. 28. október 2020 16:45 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands greindi frá fyrirhuguðum viðræðum við Markaðinn í Fréttablaðinu í morgun. Hann segir í samtali við Vísi í dag að fyrsti fundur viðræðanna hafi verið í gær. „Svo þær eru hafnar,“ segir Jón Atli. Fjármálaráðuneytið leiðir samningaviðræður í samstarfi við HÍ og menntamálaráðuneytið. Fram kemur í Markaðnum að með viðræðunum eigi að kanna til hlítar „hvort hægt sé að komast að niðurstöðu um kaup á eigninni á ásættanlegu verði fyrir báða aðila.“ Jón Atli segir að ekki sé hægt að gefa neitt frekar upp um umrætt verð að svo stöddu. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Vísir/vilhelm Þá kveðst Jón Atli vonast til að endanleg niðurstaða um hvort af kaupunum verði fáist mjög fljótlega, vonandi ekki síðar en í byrjun apríl. Þá snúa viðræðurnar að kaupum á allri Bændahöllinni eins og hún leggur sig. Ef af kaupunum verður er horft til þess að flytja menntasvið HÍ frá Stakkahlíð og Skipholti í húsnæðið, auk þess sem til skoðunar er að hafa þar skrifstofur, tæknideild, stúdentagarða, gestaíbúðir fyrir fræðifólk og Hámu-útibú. Félagið Bændahöllin á fasteignana en félagið Hótel Saga sá um rekstur hótelsins. Bændasamtökin eiga bæði félögin. Hótel Sögu var lokað í nóvember vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar hafði þó tekið að halla verulega undan rekstrinum árin áður en faraldurinn skall á. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands.
Háskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Húsnæðismál Ferðamennska á Íslandi Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05 Bændasamtökin loka Hótel Sögu Samtökin segjast nauðbeygð vegna neikvæðra áhrifa Covid-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi og um allan heim. 28. október 2020 16:45 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05
Bændasamtökin loka Hótel Sögu Samtökin segjast nauðbeygð vegna neikvæðra áhrifa Covid-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi og um allan heim. 28. október 2020 16:45