„Átökin í Sýrlandi varða okkur öll“ Heimsljós 18. mars 2021 09:09 Rauði krossinn Rauði krossinn á Íslandi hefur með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins stutt við starf Alþjóðaráðs Rauða krossins í Sýrlandi. „Átökin í Sýrlandi varða okkur öll,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. „Þótt Sýrland sé fjarri Íslandsströndum hafa átökin þar haft mikil áhrif á okkur sem hér búa. Þótt við getum flest ekki ímyndað okkur þá erfiðleika sem fólkið í Sýrlandi hefur gengið í gegnum undanfarin áratug höfum við sem manneskjur sem betur fer þann hæfileika að geta sýnt samkennd. Og sú samkennd hefur orðið til þess að fjöldi Íslendinga hefur lagt Sýrlendingum lið á einn eða annan hátt, til dæmis með fjárframlögum til lífsbjargangi mannúðarstarfa á vettvangi átaka, sem sendifulltrúar á vettvangi eða með því að liðsinna þeim Sýrlendingum sem leitað hafa verndar á Íslandi með sjálfsboðastarfi á vegum Rauða krossins. Við hjá Rauða krossinum á Íslandi höldum áfram að treysta á stuðning þjóðarinnar til að koma til móts við stríðshrjáða í Sýrlandi.“ Rauði krossinn á Íslandi hefur með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins stutt við starf Alþjóðaráðs Rauða krossins í Sýrlandi frá upphafi stríðsins árið 2011 með fjármagni til beinna mannúðaraðgerða en einnig með störfum sex íslenskra sendifulltrúa sem hafa, meðal annars, unnið að heilbrigðisstörfum á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Al Hassakeh í norðaustur Sýrlandi. Þá eru einnig ótalin framlög og störf fimm íslenskra sendifulltrúa í nágrannaríkjum Sýrlands til stuðnings flóttafólki frá Sýrlandi. Áratugur af átökum „Síðasti áratugur hefur einkennst af missi fyrir alla Sýrlendinga. Fyrir unga Sýrlendinga hafa síðustu tíu ár einkennst af missi ástvina, missi tækifæra en einnig því tækifæri að geta haft stjórn á eigin framtíð,” segir Robert Mardini, framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC). Stríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í 10 ár um þessar mundir. Hundruð þúsunda eru látin. Milljónir eru á flótta. Þúsundir hafa horfið sporlaust. Í frétt frá Rauða krossinum á Íslandi segir að átökin í Sýrlandi hafi einkennst af miklu mannfalli, eyðileggingu heimila, innviða og þjónustu og því haft mjög alvarleg áhrif á líf og störf íbúa landsins. „Þörfin fyrir mannúðaraðstoð er enn gríðarleg og hætta á að sú þörf yfirgnæfi enn frekar núverandi viðbragðsgetu hjálparsamtaka og þolgæði íbúanna sjálfra. Að auki hefur versta efnahagskreppa síðari ára, refsiaðgerðir erlendra ríkja og COVID-19 heimsfaraldurinn, sem er bæði heilsufarsleg og efnahagsleg ógn, ýtt íbúum landsins enn dýpra í fátækt. Í dag telur Rauði krossinn að um 13,4 milljónir íbúa landsins (af 18 milljónum) þurfi á mannúðaraðstoð að halda sem er 20% aukning miðað við síðustu 12 mánuði.“ Til að minnast áratugs af grimmilegum átökum í Sýrlandi og rýna í þau áhrif sem þessi tími hefur haft á líf og framtíð Sýrlendinga, framkvæmdi Alþjóðaráð Rauða krossins könnun meðal 1.400 sýrlenskra ungmenna á aldrinum 18-25 ára í Sýrlandi, Líbanon og Þýskalandi. Svör flestra lutu að sundruðum fjölskyldum og vináttu, gífurlegum efnahagsþrengingum og áhyggjum ásamt þeim djúpstæðu sálfræðilegu áhrifum sem þau hafa upplifað vegna margra ára stríðs, ofbeldis og sundrungar. Alþjóðaráð Rauða krossins heldur áfram að veita mannúðaraðstoð innan Sýrlands og utan og mun leggja áherslu að aðgang að þolendum átaka, sérstaklega á einangruðum svæðum, í þeim tilgangi að veita þeim sem þar eru nauðsynlega mannúðaraðstoð, þ.m.t. aðgang að mat, vatni, heilsugæslu og annarri lífsnauðsynlegri aðstoð. Heimildamynd Rauða krossins með viðtölum við unga Sýrlendinga Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sýrland Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent
„Átökin í Sýrlandi varða okkur öll,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. „Þótt Sýrland sé fjarri Íslandsströndum hafa átökin þar haft mikil áhrif á okkur sem hér búa. Þótt við getum flest ekki ímyndað okkur þá erfiðleika sem fólkið í Sýrlandi hefur gengið í gegnum undanfarin áratug höfum við sem manneskjur sem betur fer þann hæfileika að geta sýnt samkennd. Og sú samkennd hefur orðið til þess að fjöldi Íslendinga hefur lagt Sýrlendingum lið á einn eða annan hátt, til dæmis með fjárframlögum til lífsbjargangi mannúðarstarfa á vettvangi átaka, sem sendifulltrúar á vettvangi eða með því að liðsinna þeim Sýrlendingum sem leitað hafa verndar á Íslandi með sjálfsboðastarfi á vegum Rauða krossins. Við hjá Rauða krossinum á Íslandi höldum áfram að treysta á stuðning þjóðarinnar til að koma til móts við stríðshrjáða í Sýrlandi.“ Rauði krossinn á Íslandi hefur með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins stutt við starf Alþjóðaráðs Rauða krossins í Sýrlandi frá upphafi stríðsins árið 2011 með fjármagni til beinna mannúðaraðgerða en einnig með störfum sex íslenskra sendifulltrúa sem hafa, meðal annars, unnið að heilbrigðisstörfum á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Al Hassakeh í norðaustur Sýrlandi. Þá eru einnig ótalin framlög og störf fimm íslenskra sendifulltrúa í nágrannaríkjum Sýrlands til stuðnings flóttafólki frá Sýrlandi. Áratugur af átökum „Síðasti áratugur hefur einkennst af missi fyrir alla Sýrlendinga. Fyrir unga Sýrlendinga hafa síðustu tíu ár einkennst af missi ástvina, missi tækifæra en einnig því tækifæri að geta haft stjórn á eigin framtíð,” segir Robert Mardini, framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC). Stríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í 10 ár um þessar mundir. Hundruð þúsunda eru látin. Milljónir eru á flótta. Þúsundir hafa horfið sporlaust. Í frétt frá Rauða krossinum á Íslandi segir að átökin í Sýrlandi hafi einkennst af miklu mannfalli, eyðileggingu heimila, innviða og þjónustu og því haft mjög alvarleg áhrif á líf og störf íbúa landsins. „Þörfin fyrir mannúðaraðstoð er enn gríðarleg og hætta á að sú þörf yfirgnæfi enn frekar núverandi viðbragðsgetu hjálparsamtaka og þolgæði íbúanna sjálfra. Að auki hefur versta efnahagskreppa síðari ára, refsiaðgerðir erlendra ríkja og COVID-19 heimsfaraldurinn, sem er bæði heilsufarsleg og efnahagsleg ógn, ýtt íbúum landsins enn dýpra í fátækt. Í dag telur Rauði krossinn að um 13,4 milljónir íbúa landsins (af 18 milljónum) þurfi á mannúðaraðstoð að halda sem er 20% aukning miðað við síðustu 12 mánuði.“ Til að minnast áratugs af grimmilegum átökum í Sýrlandi og rýna í þau áhrif sem þessi tími hefur haft á líf og framtíð Sýrlendinga, framkvæmdi Alþjóðaráð Rauða krossins könnun meðal 1.400 sýrlenskra ungmenna á aldrinum 18-25 ára í Sýrlandi, Líbanon og Þýskalandi. Svör flestra lutu að sundruðum fjölskyldum og vináttu, gífurlegum efnahagsþrengingum og áhyggjum ásamt þeim djúpstæðu sálfræðilegu áhrifum sem þau hafa upplifað vegna margra ára stríðs, ofbeldis og sundrungar. Alþjóðaráð Rauða krossins heldur áfram að veita mannúðaraðstoð innan Sýrlands og utan og mun leggja áherslu að aðgang að þolendum átaka, sérstaklega á einangruðum svæðum, í þeim tilgangi að veita þeim sem þar eru nauðsynlega mannúðaraðstoð, þ.m.t. aðgang að mat, vatni, heilsugæslu og annarri lífsnauðsynlegri aðstoð. Heimildamynd Rauða krossins með viðtölum við unga Sýrlendinga Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sýrland Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent