Katrín og Bjarni útiloka ekki samstarf næstu fjögur árin Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2021 10:28 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sjást hér kynna aðgerðapakka vegna kórónuveirufaraldursins á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útiloka ekki áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Þeim þykir báðum samstarfið á kjörtímabilinu sem nú er að líða hafa gengið vel. Þetta kom fram í máli Katrínar og Bjarna í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var mynduð eftir alþingskosningar 2017. Bjarni bar samstarfi síðustu tæpra fjögurra ára vel söguna í Bítinu. „Ég held að allir flokkarnir sem standa að þessari ríkisstjórn muni vera mjög stoltir af þessu kjörtímabili. Stjórnmál eiga ekkert að vera auðveld og eru í eðli sínu vettvangur átaka og skoðanaskipta, þannig að ég held að það gæti verið einhver daufasta ríkisstjórn allra tíma ef allir væru sammála um alla hluti. Ég meina, við tökumst á í þingflokki Sjálfstæðismanna,“ sagði Bjarni. Innt eftir því hvort þau gætu hugsað sér að halda áfram samstarfi næstu fjögur árin voru viðbrögðin jákvæð. „Ég ætla ekki að segja að það sé útilokað,“ sagði Bjarni. Næsti prófsteinn yrðu alþingiskosningarnar og hvernig ríkisstjórnarflokkarnir komi undan þeim. Katrín tók í sama streng. „Það er ekkert útilokað í þessu, það er bara þannig,“ sagði Katrín. Alþingiskosningar verða haldnar 25. september næstkomandi. Sjálfstæðisflokkur mælist nú stærstur flokka á Alþingi með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent, samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem birtar voru 12. mars. Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Tengdar fréttir Njáll Trausti vill leiða Sjálfstæðisflokkinn Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir því að leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir Njáll frá á Facebook. 13. mars 2021 16:59 Guðmundur Andri og Þórunn segjast sigurstrangleg saman Hvorki Guðmundur Andri Thorsson né Þórunn Sveinbjarnardóttir líta á það sem vantraust á hann að uppstillinganefnd Samfylkingarinnar í Kraganum hafi stillt henni upp í fyrsta sæti listans fyrir næstu kosningar og þar með fært hann úr forystusætinu. 10. mars 2021 12:01 Litlar breytingar á fylgi flokkanna Fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningur við ríkisstjórnina breytist lítið á milli mánaða í nýrri skoðanakönnun MMR. Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent. 12. mars 2021 15:41 Mest lesið Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Sjá meira
Þetta kom fram í máli Katrínar og Bjarna í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var mynduð eftir alþingskosningar 2017. Bjarni bar samstarfi síðustu tæpra fjögurra ára vel söguna í Bítinu. „Ég held að allir flokkarnir sem standa að þessari ríkisstjórn muni vera mjög stoltir af þessu kjörtímabili. Stjórnmál eiga ekkert að vera auðveld og eru í eðli sínu vettvangur átaka og skoðanaskipta, þannig að ég held að það gæti verið einhver daufasta ríkisstjórn allra tíma ef allir væru sammála um alla hluti. Ég meina, við tökumst á í þingflokki Sjálfstæðismanna,“ sagði Bjarni. Innt eftir því hvort þau gætu hugsað sér að halda áfram samstarfi næstu fjögur árin voru viðbrögðin jákvæð. „Ég ætla ekki að segja að það sé útilokað,“ sagði Bjarni. Næsti prófsteinn yrðu alþingiskosningarnar og hvernig ríkisstjórnarflokkarnir komi undan þeim. Katrín tók í sama streng. „Það er ekkert útilokað í þessu, það er bara þannig,“ sagði Katrín. Alþingiskosningar verða haldnar 25. september næstkomandi. Sjálfstæðisflokkur mælist nú stærstur flokka á Alþingi með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent, samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem birtar voru 12. mars.
Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Tengdar fréttir Njáll Trausti vill leiða Sjálfstæðisflokkinn Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir því að leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir Njáll frá á Facebook. 13. mars 2021 16:59 Guðmundur Andri og Þórunn segjast sigurstrangleg saman Hvorki Guðmundur Andri Thorsson né Þórunn Sveinbjarnardóttir líta á það sem vantraust á hann að uppstillinganefnd Samfylkingarinnar í Kraganum hafi stillt henni upp í fyrsta sæti listans fyrir næstu kosningar og þar með fært hann úr forystusætinu. 10. mars 2021 12:01 Litlar breytingar á fylgi flokkanna Fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningur við ríkisstjórnina breytist lítið á milli mánaða í nýrri skoðanakönnun MMR. Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent. 12. mars 2021 15:41 Mest lesið Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Sjá meira
Njáll Trausti vill leiða Sjálfstæðisflokkinn Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir því að leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir Njáll frá á Facebook. 13. mars 2021 16:59
Guðmundur Andri og Þórunn segjast sigurstrangleg saman Hvorki Guðmundur Andri Thorsson né Þórunn Sveinbjarnardóttir líta á það sem vantraust á hann að uppstillinganefnd Samfylkingarinnar í Kraganum hafi stillt henni upp í fyrsta sæti listans fyrir næstu kosningar og þar með fært hann úr forystusætinu. 10. mars 2021 12:01
Litlar breytingar á fylgi flokkanna Fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningur við ríkisstjórnina breytist lítið á milli mánaða í nýrri skoðanakönnun MMR. Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent. 12. mars 2021 15:41