Von á niðurstöðu um eittleytið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. mars 2021 12:01 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Vísir/Egill Lyfjastofnun Evrópu fundar nú um bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni og mögulegt orsakasamhengi við blóðtappa. Niðurstöðu er að vænta um klukkan eitt. Fjöldi Evrópuríkja, Ísland þar á meðal, hefur gert hlé á notkun bóluefnisins eftir að blóðtappar fundust í fólki sem hafði fengið sprautu. Nú stendur yfir fundur hjá lyfjagátarnefnd Lyfjastofnunar Evrópu um málið. „Það er gert ráð fyrir að það verði komin niðurstaða frá þeim um eittleytið. Þá ætti að koma fréttatilkynning frá evrópsku lyfjastofnuninni. Þetta er búið að vera að vinnast í tæpa viku og þetta hefur verið unnið í samstarfi við AstraZeneca, sérfræðinga í blóðsjúkdómum og önnur heilbrigðisyfirvöld,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands. Breska lyfjastofnunin sem og sú bandaríska séu einnig á fundinum. „Sérstaklega er horft til þess hvort bóluefnið kunni að hafa stuðlað að þessum tilkynntu tilvikum eða hvort það sé líklegt að aðrar ástæður liggi að baki. Það er stóra málið. Þetta eru sjaldgæf en alvarleg tilfelli,“ segir Rúna. Yfirvöld um alla Evrópu hafi sent inn upplýsingar og farið hafi verið yfir gögn úr ýmsum áttum. Þegar niðurstaðan liggi fyrir sé það heilbrigðisyfirvalda í hverju landi fyrir sig að ákveða næstu skref. Hér heima þurfi sóttvarnalæknir að taka ákvörðun um áframhald bólusetninga. „Eins og ég segi, þetta eru sjaldgæf tilfelli og það er verið að reyna að meta orsakasamhengið. Þetta kemur í ljós um eittleytið hvernig þetta verður og síðan tekur sóttvarnalæknir hér ákvörðun um áframhaldandi bólusetningar með þessu bóluefni. Heilt yfir, með öll bóluefnin, er ávinningurinn meiri en áhættan.“ Uppfært klukkan 15:43 Lyfjastofnun Evrópu hefur endurtekið frestað tilkynningu sinni í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca veitir einungis tíu prósenta vernd gegn suðurafríska afbrigðinu Bóluefni AstraZeneca við Covid-19 veitir mjög takmarkaða vörn gegn vægum veikindum af völdum suðurafríska afbrigðis kórónuveirunnar, ef marka má rannsókn sem birt var í dag. 16. mars 2021 23:41 Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43 Bætist í hóp þeirra sem hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Holland bættust í dag við hóp þeirra landa sem hafa ákveðið að hætta tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca vegna á fjórða tug tilkynninga sem hafa borist um blóðtappa eftir notkun efnisins í Evrópu í síðustu viku. 15. mars 2021 17:11 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Fjöldi Evrópuríkja, Ísland þar á meðal, hefur gert hlé á notkun bóluefnisins eftir að blóðtappar fundust í fólki sem hafði fengið sprautu. Nú stendur yfir fundur hjá lyfjagátarnefnd Lyfjastofnunar Evrópu um málið. „Það er gert ráð fyrir að það verði komin niðurstaða frá þeim um eittleytið. Þá ætti að koma fréttatilkynning frá evrópsku lyfjastofnuninni. Þetta er búið að vera að vinnast í tæpa viku og þetta hefur verið unnið í samstarfi við AstraZeneca, sérfræðinga í blóðsjúkdómum og önnur heilbrigðisyfirvöld,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands. Breska lyfjastofnunin sem og sú bandaríska séu einnig á fundinum. „Sérstaklega er horft til þess hvort bóluefnið kunni að hafa stuðlað að þessum tilkynntu tilvikum eða hvort það sé líklegt að aðrar ástæður liggi að baki. Það er stóra málið. Þetta eru sjaldgæf en alvarleg tilfelli,“ segir Rúna. Yfirvöld um alla Evrópu hafi sent inn upplýsingar og farið hafi verið yfir gögn úr ýmsum áttum. Þegar niðurstaðan liggi fyrir sé það heilbrigðisyfirvalda í hverju landi fyrir sig að ákveða næstu skref. Hér heima þurfi sóttvarnalæknir að taka ákvörðun um áframhald bólusetninga. „Eins og ég segi, þetta eru sjaldgæf tilfelli og það er verið að reyna að meta orsakasamhengið. Þetta kemur í ljós um eittleytið hvernig þetta verður og síðan tekur sóttvarnalæknir hér ákvörðun um áframhaldandi bólusetningar með þessu bóluefni. Heilt yfir, með öll bóluefnin, er ávinningurinn meiri en áhættan.“ Uppfært klukkan 15:43 Lyfjastofnun Evrópu hefur endurtekið frestað tilkynningu sinni í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca veitir einungis tíu prósenta vernd gegn suðurafríska afbrigðinu Bóluefni AstraZeneca við Covid-19 veitir mjög takmarkaða vörn gegn vægum veikindum af völdum suðurafríska afbrigðis kórónuveirunnar, ef marka má rannsókn sem birt var í dag. 16. mars 2021 23:41 Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43 Bætist í hóp þeirra sem hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Holland bættust í dag við hóp þeirra landa sem hafa ákveðið að hætta tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca vegna á fjórða tug tilkynninga sem hafa borist um blóðtappa eftir notkun efnisins í Evrópu í síðustu viku. 15. mars 2021 17:11 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Bóluefni AstraZeneca veitir einungis tíu prósenta vernd gegn suðurafríska afbrigðinu Bóluefni AstraZeneca við Covid-19 veitir mjög takmarkaða vörn gegn vægum veikindum af völdum suðurafríska afbrigðis kórónuveirunnar, ef marka má rannsókn sem birt var í dag. 16. mars 2021 23:41
Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43
Bætist í hóp þeirra sem hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Holland bættust í dag við hóp þeirra landa sem hafa ákveðið að hætta tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca vegna á fjórða tug tilkynninga sem hafa borist um blóðtappa eftir notkun efnisins í Evrópu í síðustu viku. 15. mars 2021 17:11