Spánn fjórða Evrópuríkið til að lögleiða dánaraðstoð Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2021 14:04 Ekki voru allir á eitt sáttir með frumvarpið sem nú er orðið að lögum. Andstaðan var mikil hjá þingmönnum hægriflokka og sömuleiðis kaþólsku kirkjunni. AP Spænska þingið samþykkti í dag að heimila dánaraðstoð og líknardráp hjá sjúklingum sem glímt hafa við ólæknandi sjúkdóma til að gefa þeim möguleika á að binda enda á þjáningar sínar. Spánn verður þar með sjöunda ríki heims til að lögleiða dánaraðstoð og það fjórða í Evrópu. 202 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en 141 greiddi atkvæði gegn. „Í dag er þetta orðið mannúðlegra, réttlátara og frjálsara land. Dánaraðstoðarlögin, sem nýtur mikils stuðnings meðal þjóðarinnar, er loks orðið að veruleika,“ sagði forsætisráðherrann Pedro Sanchez að lokinni atkvæðagreiðslunni á spænska þinginu. Hoy somos un país más humano, más justo y más libre. La ley de eutanasia, ampliamente demandada por la sociedad, se convierte por fin en una realidad. Gracias a todas las personas que han peleado incansablemente para que el derecho a morir dignamente fuera reconocido en España. pic.twitter.com/Ge4CZWuvIe— Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) March 18, 2021 Með lögunum verður sjúklingum, sem eru með alvarlega og ólæknandi sjúkdóma eða meiðsli, heimilt að fá aðstoð lækna með að binda á líf sitt til að koma í veg fyrir frekari þjáningar. Sjúklingurinn verður að vera talinn með fulla meðvitund þegar beiðni um dánaraðstoð er lögð fram og þá þarf að senda skriflega beiðni í tvígang, með fimmtán daga millibili, eigi læknar að taka beiðni sjúklingsins til meðferðar. Auk stjórnarflokkanna – Jafnaðarmannaflokksins PSOE og vinstriflokksins Podemos – greiddu þingmenn hins frjálslynda Ciudadanos atkvæði með frumvarpinu, en lögin munu taka gildi í júní. Þingmenn íhaldsflokksins PP og hægri öfgaflokksins Vox, sem og kaþólska kirkjan mótmæltu frumvarpinu hins vegar harðlega. Önnur ríki í Evrópu sem hafa lögleitt dánaraðstoð eru Belgía, Holland og Lúxemborg. Spánn Dánaraðstoð Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
202 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en 141 greiddi atkvæði gegn. „Í dag er þetta orðið mannúðlegra, réttlátara og frjálsara land. Dánaraðstoðarlögin, sem nýtur mikils stuðnings meðal þjóðarinnar, er loks orðið að veruleika,“ sagði forsætisráðherrann Pedro Sanchez að lokinni atkvæðagreiðslunni á spænska þinginu. Hoy somos un país más humano, más justo y más libre. La ley de eutanasia, ampliamente demandada por la sociedad, se convierte por fin en una realidad. Gracias a todas las personas que han peleado incansablemente para que el derecho a morir dignamente fuera reconocido en España. pic.twitter.com/Ge4CZWuvIe— Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) March 18, 2021 Með lögunum verður sjúklingum, sem eru með alvarlega og ólæknandi sjúkdóma eða meiðsli, heimilt að fá aðstoð lækna með að binda á líf sitt til að koma í veg fyrir frekari þjáningar. Sjúklingurinn verður að vera talinn með fulla meðvitund þegar beiðni um dánaraðstoð er lögð fram og þá þarf að senda skriflega beiðni í tvígang, með fimmtán daga millibili, eigi læknar að taka beiðni sjúklingsins til meðferðar. Auk stjórnarflokkanna – Jafnaðarmannaflokksins PSOE og vinstriflokksins Podemos – greiddu þingmenn hins frjálslynda Ciudadanos atkvæði með frumvarpinu, en lögin munu taka gildi í júní. Þingmenn íhaldsflokksins PP og hægri öfgaflokksins Vox, sem og kaþólska kirkjan mótmæltu frumvarpinu hins vegar harðlega. Önnur ríki í Evrópu sem hafa lögleitt dánaraðstoð eru Belgía, Holland og Lúxemborg.
Spánn Dánaraðstoð Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira