Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 90-79 | Þriðji sigur Valsmanna í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2021 23:00 Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur Valsmanna með 21 stig. Vísir/Hulda Margrét Valur svífur áfram vængjum þöndum í Domino‘s deild karla en liðið vann sinn þriðja leik í röð þegar það bar sigurorð af Tindastóli, 90-79, í Origo-höllinni í kvöld. Valsmenn leiddu nánast allan leikinn og sigur þeirra var sanngjarn. Stólarnir komu með kröftugt áhlaup í 4. leikhluta og minnkuðu muninn í fjögur stig, 81-77. Nær komust þeir hins vegar ekki og heimamenn sigldu sigrinum í örugga höfn. Með sigrinum komst Valur upp í 6. sæti deildarinnar. Tindastóll er áfram í 9. sætinu og er utan úrslitakeppninnar eins og staðan er núna. Valsmenn voru með frumkvæðið allan fyrri hálfleik. Í 1. leikhluta var munurinn aldrei mikill og í upphafi 2. leikhluta komst Tindastóll yfir, 25-26. Valur skoraði þá níu stig í röð og náði sterku taki á leiknum. Stólarnir voru í vandræðum í sókninni og ábyrgðin var á of fárra herðum á þeim enda vallarins. Jón Arnór Stefánsson sá til þess að Valur leiddi með tólf stigum í hálfleik, 51-39, þegar hann setti niður flautuþrist. Hann var frábær í fyrri hálfleik og skoraði þá sextán stig. Stólunum gekk ekkert að minnka muninn í 3. leikhluta og að honum loknum var Valur fjórtán stigum yfir, 72-58. Í 4. leikhluta tóku leikmenn Tindastóls sig loks saman í andlitinu, sérstaklega varnarmegin. Stólarnir minnkuðu forskotið jafnt og þétt og þegar rúmar níutíu sekúndur voru eftir minnkaði Flenard Whitfield muninn í fjögur stig, 81-77. Fimm stig af vítalínunni komu Val aftur á sporið og kláruðu svo leikinn af fagmennsku. Lokatölur 90-79, Valsmönnum í vil. Af hverju vann Valur? Valsmenn voru sterkari fyrstu þrjá leikhlutana og stóðust svo pressuna sem Stólarnir settu á þá undir lokin. Liðsheildin var sterk hjá Val og margir lögðu hönd á plóg. Til að mynda fengu Valsmenn 36 stig af bekknum en Stólarnir aðeins sex. Eftir fyrri hálfleikinn var staðan í stigum af bekknum 26-0, Valsmönnum í vil. Það hjálpar vissulega til að fyrstu tveir mennirnir af bekknum hjá Val eruJón Arnór og Sinisa Bilic og það segir sitt um hversu sterkt liðið er. Hverjir stóðu upp úr? Jón Arnór var frábær í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði sextán af 21 stigi sínu. Miguel Cardoso stýrði leik Vals vel, skoraði sautján stig og gaf sjö stoðsendingar og virðist vera kominn í hlutverk sem honum líður vel í. Pavel Ermolinskij gerði svo sitt lítið af hverju og Hjálmar Stefánsson spilaði hörkuvörn að venju. Jordan Roland var nokkuð rólegur en skilaði samt 21 stigi. Hjá Tindastóli stóð Whitfield upp úr og hann hefði að ósekju mátt fá boltann oftar. Hann skoraði 21 stig. Tomsick sýndi bæði sínar góðu og slæmu hliðar, setti niður nokkur stór skot en tók önnur sem voru slök og tapaði boltanum sex sinnum. Hvað gekk illa? Jaka Brodnik lét alltof lítið fyrir sér fara hjá gestunum og skoraði aðeins sjö stig. Stólarnir fengu svo einfaldlega of lítið framlag frá of mörgum í kvöld til að geta sigrað sterka Valsmenn. Vörn Tindastóls var slök lengi framan af en lagaðist mikið í 4. leikhluta. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leiki á sunnudaginn kemur. Valur fær Njarðvík í heimsókn á meðan Tindastóll tekur á móti Hetti. Pavel: Þakið á þessu liði er með því hæsta í deildinni, ef ekki það hæsta Pavel Ermolinskij segir að breytt hugarfar Valsmanna hafi skilað sér í betra gengi inni á vellinum.vísir/hulda margrét Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn á Tindastóli í kvöld. Valsmenn hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir brösugt gengi framan af tímabilinu. „Þetta er bara vinna sem við höfum lagt inn undanfarin mánuð eða svo. Það var ekkert sérstakt sem gerðist í þessum leik. Ákveðin hugarfarsbreyting átti sér stað hérna og hún skilar sér í því að við spilum betri körfubolta og vinnum leiki,“ sagði Pavel í leikslok. Liðsheild Vals var mjög öflug í leiknum í kvöld og margir leikmenn áttu góðan leik. „Það var alltaf tilgangurinn með þessu liði, þetta átti að vera safn af mönnum sem spila saman og leggja sín lóð á vogarskálarnar. Það var planið en það hefur gengið erfiðlega að fá menn til að sýna sitt besta andlit, að setja þá í réttar stöður til að standa sig,“ sagði Pavel. „Við höfum unnið í því og besta útgáfan af þessu Valsliði er þetta; að allir skili sínu hlutverki, hvað sem það er.“ Þrátt fyrir að vera komnir á beinu brautina og unnið þrjá leiki í röð er Pavel ekki í nokkrum vafa um að Valsmenn geti orðið enn betri. „Hundrað prósent. Þakið á þessu liði er með því hæsta í deildinni, ef ekki það hæsta. Við höfum sýnt okkar verstu hliðar en svo uppgötvuðum við að þetta er bara eins og hver önnur vinna. Þetta eru klukkutímar í æfingasalnum, sýna einbeitingu, vilja vera betri og setja ábyrgð á sjálfan sig,“ sagði Pavel. „Við erum komnir yfir smá hjalla og höfum fengið trú á sjálfum okkur sem var horfin. Sama hversu stór nöfn eru í þessu liði og mikið sjálfstraust, þá var búið að berja það niður. Það er svo bara æfing á morgun og við þurfum að mæta aftur í vinnuna.“ Baldur: Þegar við fórum að stoppa leit þetta vel út Baldur Þór Ragnarsson og Stólarnir hans eru í 9. sæti Domino's deildarinnar.vísir/hulda margrét Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, hefði viljað sjá sína menn spila betri vörn í fyrri hálfleik gegn Val. „Þeir skoruðu of mikið á okkur í fyrri hálfleik og við grófum okkur of djúpa holu. En ég er mjög ánægður með viljann og baráttuna sem kom okkur inn í leikinn,“ sagði Baldur eftir leikinn. „Þegar við fórum að stoppa leit þetta vel út en við þurfum að spila lengur þannig.“ Baldur sagðist hafa gert smá áherslubreytingar í vörninni þegar á leikinn leið. „Við héldum mönnunum fyrir framan okkur. Við skiptum líka á hindrunum og það gekk vel,“ sagði þjálfarinn. Hjá Tindastóli mæddi mest á Nikolas Tomsick og Flenard Whitfield í sókninni, sérstaklega framan af leik þegar aðrir leikmenn liðsins voru varla með. „Ég hefði viljað skorað meira en Valur er með gott varnarlið. Auðvitað hefði ég bara viljað vinna leikinn,“ sagði Baldur. Tindastóll á í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina en eins og staðan er núna er liðið utan hennar. „Við þurfum bara að vinna næsta leik,“ sagði Baldur ákveðinn en á sunnudaginn mæta hans menn Hetti á Sauðárkróki. Dominos-deild karla Valur Tindastóll
Valur svífur áfram vængjum þöndum í Domino‘s deild karla en liðið vann sinn þriðja leik í röð þegar það bar sigurorð af Tindastóli, 90-79, í Origo-höllinni í kvöld. Valsmenn leiddu nánast allan leikinn og sigur þeirra var sanngjarn. Stólarnir komu með kröftugt áhlaup í 4. leikhluta og minnkuðu muninn í fjögur stig, 81-77. Nær komust þeir hins vegar ekki og heimamenn sigldu sigrinum í örugga höfn. Með sigrinum komst Valur upp í 6. sæti deildarinnar. Tindastóll er áfram í 9. sætinu og er utan úrslitakeppninnar eins og staðan er núna. Valsmenn voru með frumkvæðið allan fyrri hálfleik. Í 1. leikhluta var munurinn aldrei mikill og í upphafi 2. leikhluta komst Tindastóll yfir, 25-26. Valur skoraði þá níu stig í röð og náði sterku taki á leiknum. Stólarnir voru í vandræðum í sókninni og ábyrgðin var á of fárra herðum á þeim enda vallarins. Jón Arnór Stefánsson sá til þess að Valur leiddi með tólf stigum í hálfleik, 51-39, þegar hann setti niður flautuþrist. Hann var frábær í fyrri hálfleik og skoraði þá sextán stig. Stólunum gekk ekkert að minnka muninn í 3. leikhluta og að honum loknum var Valur fjórtán stigum yfir, 72-58. Í 4. leikhluta tóku leikmenn Tindastóls sig loks saman í andlitinu, sérstaklega varnarmegin. Stólarnir minnkuðu forskotið jafnt og þétt og þegar rúmar níutíu sekúndur voru eftir minnkaði Flenard Whitfield muninn í fjögur stig, 81-77. Fimm stig af vítalínunni komu Val aftur á sporið og kláruðu svo leikinn af fagmennsku. Lokatölur 90-79, Valsmönnum í vil. Af hverju vann Valur? Valsmenn voru sterkari fyrstu þrjá leikhlutana og stóðust svo pressuna sem Stólarnir settu á þá undir lokin. Liðsheildin var sterk hjá Val og margir lögðu hönd á plóg. Til að mynda fengu Valsmenn 36 stig af bekknum en Stólarnir aðeins sex. Eftir fyrri hálfleikinn var staðan í stigum af bekknum 26-0, Valsmönnum í vil. Það hjálpar vissulega til að fyrstu tveir mennirnir af bekknum hjá Val eruJón Arnór og Sinisa Bilic og það segir sitt um hversu sterkt liðið er. Hverjir stóðu upp úr? Jón Arnór var frábær í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði sextán af 21 stigi sínu. Miguel Cardoso stýrði leik Vals vel, skoraði sautján stig og gaf sjö stoðsendingar og virðist vera kominn í hlutverk sem honum líður vel í. Pavel Ermolinskij gerði svo sitt lítið af hverju og Hjálmar Stefánsson spilaði hörkuvörn að venju. Jordan Roland var nokkuð rólegur en skilaði samt 21 stigi. Hjá Tindastóli stóð Whitfield upp úr og hann hefði að ósekju mátt fá boltann oftar. Hann skoraði 21 stig. Tomsick sýndi bæði sínar góðu og slæmu hliðar, setti niður nokkur stór skot en tók önnur sem voru slök og tapaði boltanum sex sinnum. Hvað gekk illa? Jaka Brodnik lét alltof lítið fyrir sér fara hjá gestunum og skoraði aðeins sjö stig. Stólarnir fengu svo einfaldlega of lítið framlag frá of mörgum í kvöld til að geta sigrað sterka Valsmenn. Vörn Tindastóls var slök lengi framan af en lagaðist mikið í 4. leikhluta. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leiki á sunnudaginn kemur. Valur fær Njarðvík í heimsókn á meðan Tindastóll tekur á móti Hetti. Pavel: Þakið á þessu liði er með því hæsta í deildinni, ef ekki það hæsta Pavel Ermolinskij segir að breytt hugarfar Valsmanna hafi skilað sér í betra gengi inni á vellinum.vísir/hulda margrét Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn á Tindastóli í kvöld. Valsmenn hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir brösugt gengi framan af tímabilinu. „Þetta er bara vinna sem við höfum lagt inn undanfarin mánuð eða svo. Það var ekkert sérstakt sem gerðist í þessum leik. Ákveðin hugarfarsbreyting átti sér stað hérna og hún skilar sér í því að við spilum betri körfubolta og vinnum leiki,“ sagði Pavel í leikslok. Liðsheild Vals var mjög öflug í leiknum í kvöld og margir leikmenn áttu góðan leik. „Það var alltaf tilgangurinn með þessu liði, þetta átti að vera safn af mönnum sem spila saman og leggja sín lóð á vogarskálarnar. Það var planið en það hefur gengið erfiðlega að fá menn til að sýna sitt besta andlit, að setja þá í réttar stöður til að standa sig,“ sagði Pavel. „Við höfum unnið í því og besta útgáfan af þessu Valsliði er þetta; að allir skili sínu hlutverki, hvað sem það er.“ Þrátt fyrir að vera komnir á beinu brautina og unnið þrjá leiki í röð er Pavel ekki í nokkrum vafa um að Valsmenn geti orðið enn betri. „Hundrað prósent. Þakið á þessu liði er með því hæsta í deildinni, ef ekki það hæsta. Við höfum sýnt okkar verstu hliðar en svo uppgötvuðum við að þetta er bara eins og hver önnur vinna. Þetta eru klukkutímar í æfingasalnum, sýna einbeitingu, vilja vera betri og setja ábyrgð á sjálfan sig,“ sagði Pavel. „Við erum komnir yfir smá hjalla og höfum fengið trú á sjálfum okkur sem var horfin. Sama hversu stór nöfn eru í þessu liði og mikið sjálfstraust, þá var búið að berja það niður. Það er svo bara æfing á morgun og við þurfum að mæta aftur í vinnuna.“ Baldur: Þegar við fórum að stoppa leit þetta vel út Baldur Þór Ragnarsson og Stólarnir hans eru í 9. sæti Domino's deildarinnar.vísir/hulda margrét Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, hefði viljað sjá sína menn spila betri vörn í fyrri hálfleik gegn Val. „Þeir skoruðu of mikið á okkur í fyrri hálfleik og við grófum okkur of djúpa holu. En ég er mjög ánægður með viljann og baráttuna sem kom okkur inn í leikinn,“ sagði Baldur eftir leikinn. „Þegar við fórum að stoppa leit þetta vel út en við þurfum að spila lengur þannig.“ Baldur sagðist hafa gert smá áherslubreytingar í vörninni þegar á leikinn leið. „Við héldum mönnunum fyrir framan okkur. Við skiptum líka á hindrunum og það gekk vel,“ sagði þjálfarinn. Hjá Tindastóli mæddi mest á Nikolas Tomsick og Flenard Whitfield í sókninni, sérstaklega framan af leik þegar aðrir leikmenn liðsins voru varla með. „Ég hefði viljað skorað meira en Valur er með gott varnarlið. Auðvitað hefði ég bara viljað vinna leikinn,“ sagði Baldur. Tindastóll á í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina en eins og staðan er núna er liðið utan hennar. „Við þurfum bara að vinna næsta leik,“ sagði Baldur ákveðinn en á sunnudaginn mæta hans menn Hetti á Sauðárkróki.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum