Mourinho áhyggjufullur eftir hörmulegt tap Tottenham | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. mars 2021 21:46 Mourinho í leik kvöldsins. EPA-EFE/ANTONIO BAT José Mourinho var myrkur í máli er hann ræddi við blaðamenn að loknu 3-0 tapi Tottenham Hotspur gegn Dinamo Zagreb í kvöld. Með því er Tottenham dottið út úr Evrópudeildinni og möguleikar liðsins á að komast í Meistaradeild Evrópu á næsta ári orðnir litlir sem engir. „Fyrir leik sagði ég leikmönnunum að sækja til sigurs. Sagði þeim að það væri ekki í lagi að tapa 0-1 eða 1-2, ekki fara í þá átt. Meira að segja í stöðunni 0-0 sagði ég þeim að treysta því ekki. Svo það hefur ekkert átt að koma þeim á óvart,“ sagði Mourinho og þvertók fyrir það að frammistaða Zagreb hafi komið sínum mönnum á óvart. „Hugarfar Dinamo var auðmjúkt. Atvinnumennska byrjar í hugarfarinu.“ „Auðvitað hef ég áhyggjur. Við lögðum mikið á okkur, við reyndum að búa til sem bestar aðstæður svo leikmenn gætu staðið sig. Auðvitað hef ég áhyggjur af því,“ sagði þjálfarinn aðspurður hvort hefði áhyggjur af því að leikmenn Tottenham virðast ekki hlusta á hann né bregðast við því sem hann segir. „Staða mín sem aðalþjálfara er staðan sem gerir það óþægilegt fyrir mig að vera hér fyrir framan myndavélar og fara djúpt í taktíska leikgreiningu. Ég vona að þið skiljið það. Ég trúi að við þurfum allir að vera nægilega auðmjúkir til að taka þeirri gagnrýni sem við fáum fyrir okkar vinnu. Það er ekki mitt að halda áfram að tala um það,“ sagði Mourinho að lokum og lét það hljóma eins og staða hans sem þjálfari Tottenham væri í hættu. You to listen to his Jose Mourinho interview He wears his heart on his sleeve as he looks at a horrible night for the club... pic.twitter.com/Wwi2THhPBH— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 18, 2021 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
„Fyrir leik sagði ég leikmönnunum að sækja til sigurs. Sagði þeim að það væri ekki í lagi að tapa 0-1 eða 1-2, ekki fara í þá átt. Meira að segja í stöðunni 0-0 sagði ég þeim að treysta því ekki. Svo það hefur ekkert átt að koma þeim á óvart,“ sagði Mourinho og þvertók fyrir það að frammistaða Zagreb hafi komið sínum mönnum á óvart. „Hugarfar Dinamo var auðmjúkt. Atvinnumennska byrjar í hugarfarinu.“ „Auðvitað hef ég áhyggjur. Við lögðum mikið á okkur, við reyndum að búa til sem bestar aðstæður svo leikmenn gætu staðið sig. Auðvitað hef ég áhyggjur af því,“ sagði þjálfarinn aðspurður hvort hefði áhyggjur af því að leikmenn Tottenham virðast ekki hlusta á hann né bregðast við því sem hann segir. „Staða mín sem aðalþjálfara er staðan sem gerir það óþægilegt fyrir mig að vera hér fyrir framan myndavélar og fara djúpt í taktíska leikgreiningu. Ég vona að þið skiljið það. Ég trúi að við þurfum allir að vera nægilega auðmjúkir til að taka þeirri gagnrýni sem við fáum fyrir okkar vinnu. Það er ekki mitt að halda áfram að tala um það,“ sagði Mourinho að lokum og lét það hljóma eins og staða hans sem þjálfari Tottenham væri í hættu. You to listen to his Jose Mourinho interview He wears his heart on his sleeve as he looks at a horrible night for the club... pic.twitter.com/Wwi2THhPBH— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 18, 2021 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira