Klopp harður á því að taka sér ársleyfi eftir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2021 11:01 Jürgen Klopp með Trent Alexander-Arnold eftir sigurinn á Wolves í síðasta leik. AP/Paul Ellis Þýska knattspyrnugoðsögnin Lothar Matthäus fékk Jürgen Klopp í viðtal og þar talaði knattspyrnustjóri Liverpool um framtíð sína. Hann segist hafa gert samkomulag við fjölskyldu sína. Lothar Matthäus fékk Jürgen Klopp í viðtal í nýjasta blað SportBild og þar var mikið rætt um það að Klopp komi ekki til greina sem landsliðsþjálfari í sumar. Lothar Matthäus spilaði í fimm heimsmeistarakeppnum á ferlinum og er leikjahæsti leikmaðurinn í sögu úrslitakeppni HM með 25 leiki. Hann var fyrirliði þýska liðsins sem varð heimsmeistari árið 1990. Jürgen Klopp verrät Lothar Matthäus: Warum ich nicht Bundestrainer werden kann https://t.co/Stw8nH5YCU— SPORT BILD (@SPORTBILD) March 18, 2021 Joachim Löw hættir með þýska landsliðið eftir EM í sumar og menn litu strax til Jürgen Klopp nú þegar ekkert gengur hjá Liverpool liðinu. Væri þetta tímapunktur fyrir Klopp að segja þetta gott á Anfield. Klopp sjálfur talaði hins vegar hreint og skýrt á næsta blaðamannafundi sínum og sagðist ætla að klára samning sinn við Liverpool sem rennur út sumarið 2024. „Ég sagði ekki að ég vildi ekki verða landsliðsþjálfari heldur að ég gæti það ekki. Það er mikill munur þar á,“ sagði Jürgen Klopp. „Ég er í mikilvægu starfi hér hjá Liverpool. Þetta er mitt sjötta ár og ég hef byggt upp ótrúleg sambönd við fólk sem ég er að vinna með á hverjum degi. Við treystum á hvert annað. Einmitt núna, þegar við glímum við erfiðleika þá kemur ekki til greina að stökkva frá borði,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp on a sabbatical:"The sabbatical will definitely happen. If we don t win any more games and the thinking of the owners changes, I ll take a year off. No ifs and buts. This is clearly an agreement with my family and probably with my family doctor." #awlfc [bild] pic.twitter.com/aQYDxkuDR3— Anfield Watch (@AnfieldWatch) March 18, 2021 „Ég vil leysa þetta með fólkinu sem vinnur með mér. Það kemur ekki til greina að segja: Það væri nú áhugavert að taka við landsliðinu. Án efa væri það mikill heiður en þetta er ekki rétti tímapunkturinn fyrir mig. Þetta er ekki möguleiki núna,“ sagði Klopp. En hver á þá að taka við þýska landsliðinu? „Mér finnst Ralf Rangnick vera frábær þjálfari ekki síst fyrir sambandið þar sem hann hefur verið að reyna að breyta hlutum. Ralf gæti komið ýmsu í gegn og væri mjög góður kostur. Hann er góður þjálfari og er alltaf tilbúinn að hugsa út fyrir kassann,“ sagði Klopp. The idea of Klopp leaving in future is a little frightening to say the least #LFC https://t.co/cAN5SH0BAO— Empire of the Kop (@empireofthekop) March 17, 2021 Klopp sjálfur mun ekki stökkva í nýtt starf um leið og hann hættir hjá Liverpool. Hann tók sér frí eftir tíma sinn hjá Dortmund og mun gera það líka þegar samningur hans rennur út hjá Liverpool. Klopp hefur lofað fjölskyldu sinni því. „Ég mun taka mér þetta leyfi, það er enginn vafi á því. Ef við vinnum ekki fleiri leiki í úrvalsdeildinni og og afstaða eigandans breytist þá mun ég taka ársleyfi. Ekkert ef eða kannski. Það er samkomulag á milli mín og fjölskyldunnar og líklega á milli mín og heimilislæknisins líka,“ sagði Klopp. „Það er alveg á hreinu að þegar ég hætti með Liverpool þá mun ég taka mér eitt ár í frí. Það á enginn að hringja í mig þá, ekki heldur heldur eftir fjóra mánuði eða eftir sex mánuði. Sama hvað hver reynir. Þetta verður eins árs frí,“ sagði Jürgen Klopp. Enski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Sjá meira
Lothar Matthäus fékk Jürgen Klopp í viðtal í nýjasta blað SportBild og þar var mikið rætt um það að Klopp komi ekki til greina sem landsliðsþjálfari í sumar. Lothar Matthäus spilaði í fimm heimsmeistarakeppnum á ferlinum og er leikjahæsti leikmaðurinn í sögu úrslitakeppni HM með 25 leiki. Hann var fyrirliði þýska liðsins sem varð heimsmeistari árið 1990. Jürgen Klopp verrät Lothar Matthäus: Warum ich nicht Bundestrainer werden kann https://t.co/Stw8nH5YCU— SPORT BILD (@SPORTBILD) March 18, 2021 Joachim Löw hættir með þýska landsliðið eftir EM í sumar og menn litu strax til Jürgen Klopp nú þegar ekkert gengur hjá Liverpool liðinu. Væri þetta tímapunktur fyrir Klopp að segja þetta gott á Anfield. Klopp sjálfur talaði hins vegar hreint og skýrt á næsta blaðamannafundi sínum og sagðist ætla að klára samning sinn við Liverpool sem rennur út sumarið 2024. „Ég sagði ekki að ég vildi ekki verða landsliðsþjálfari heldur að ég gæti það ekki. Það er mikill munur þar á,“ sagði Jürgen Klopp. „Ég er í mikilvægu starfi hér hjá Liverpool. Þetta er mitt sjötta ár og ég hef byggt upp ótrúleg sambönd við fólk sem ég er að vinna með á hverjum degi. Við treystum á hvert annað. Einmitt núna, þegar við glímum við erfiðleika þá kemur ekki til greina að stökkva frá borði,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp on a sabbatical:"The sabbatical will definitely happen. If we don t win any more games and the thinking of the owners changes, I ll take a year off. No ifs and buts. This is clearly an agreement with my family and probably with my family doctor." #awlfc [bild] pic.twitter.com/aQYDxkuDR3— Anfield Watch (@AnfieldWatch) March 18, 2021 „Ég vil leysa þetta með fólkinu sem vinnur með mér. Það kemur ekki til greina að segja: Það væri nú áhugavert að taka við landsliðinu. Án efa væri það mikill heiður en þetta er ekki rétti tímapunkturinn fyrir mig. Þetta er ekki möguleiki núna,“ sagði Klopp. En hver á þá að taka við þýska landsliðinu? „Mér finnst Ralf Rangnick vera frábær þjálfari ekki síst fyrir sambandið þar sem hann hefur verið að reyna að breyta hlutum. Ralf gæti komið ýmsu í gegn og væri mjög góður kostur. Hann er góður þjálfari og er alltaf tilbúinn að hugsa út fyrir kassann,“ sagði Klopp. The idea of Klopp leaving in future is a little frightening to say the least #LFC https://t.co/cAN5SH0BAO— Empire of the Kop (@empireofthekop) March 17, 2021 Klopp sjálfur mun ekki stökkva í nýtt starf um leið og hann hættir hjá Liverpool. Hann tók sér frí eftir tíma sinn hjá Dortmund og mun gera það líka þegar samningur hans rennur út hjá Liverpool. Klopp hefur lofað fjölskyldu sinni því. „Ég mun taka mér þetta leyfi, það er enginn vafi á því. Ef við vinnum ekki fleiri leiki í úrvalsdeildinni og og afstaða eigandans breytist þá mun ég taka ársleyfi. Ekkert ef eða kannski. Það er samkomulag á milli mín og fjölskyldunnar og líklega á milli mín og heimilislæknisins líka,“ sagði Klopp. „Það er alveg á hreinu að þegar ég hætti með Liverpool þá mun ég taka mér eitt ár í frí. Það á enginn að hringja í mig þá, ekki heldur heldur eftir fjóra mánuði eða eftir sex mánuði. Sama hvað hver reynir. Þetta verður eins árs frí,“ sagði Jürgen Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Sjá meira