Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að Þorsteinn hafi frá árinu 2016 starfað sem sérfræðingur á viðskiptaþróunarsviði hjá Arnarlaxi, þar sem hann hafi farið fyrir leyfismálum og stýrt uppbyggingaráformum félagsins við Ísafjarðardjúp, ásamt öðrum verkefnum á viðskiptaþróunarsviði félagsins. Hann er formaður hafnarstjórnar Bolungarvíkurkaupstaðar.
„Þorsteinn er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og er með vélstjórnarréttindi. Hann er mikill útivistarmaður og býr ásamt eiginkonu sinni Katrínu Pálsdóttur og tveimur börnum í Bolungarvík,“ segir í tilkynningunni.
Blámi er nýtt i verðmætasköpun tengdri starfsemi á svæðinu og á meðal annars að styðja við orkuskipti á svæðinu með áherslu á orkuskipti skipa og báta, í flutningum á landi og sjó.