Borgarráð samþykkti „zip-line“ í Öskjuhlíð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2021 12:08 Zip-line verður sett upp sem liggur frá Perlunni og niður í Öskjuhlíð. Vísir/Vilhelm Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að veita Perlu norðursins, rekstrarfélagi Perlunnar, heimild fyrir því að setja upp svokallaða „zip-line“, nokkurs konar risaaparólu, í Öskjuhlíð. Skipulagsstjóri borgarinnar hafði áður hafnað umsókn félagsins um að setja upp svona rólu. Í bréfi frá fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar segir að óskað sé eftir samþykki borgarráðs á meðfylgjandi afnotasamningi um 65 fermetra svæði í Öskjuhlíð undir neðri stöð fyrir zip-línu. „Um er að ræða afnotasamning um svæði undir leiktækisem Eignarhaldsfélagið Perla Norðursins hefur áhuga á að setja upp í Perlunni þannig að hægt verði að renna sér á línu um 200-250m leið í suðurátt frá Perlunni en endastöð verði á afnotasvæðinu. Um er að ræða tilraunaverkefni í eitt ár,“ segir í bréfinu. Með bréfinu fylgja drög að afnotasamningi um svæðið og er hann tímabundinn í eitt ár frá 15. apríl næstkomandi. Stefna að því að setja upp tvær línur „Við lok afnotatíma framlengist samningur þessi sjálfkrafa í eitt (1) ár í senn nema leigusali eða leigutaki tilkynni skriflega breytingu þar um með a.m.k. eins (1) mánaðar fyrirvara. Skal uppsögn tilkynnt skriflega til samningsaðila. Leiga greiðist fyrir afnotin og er hún 100.000 kr. á ári og tekur breytingum við áramót miðað við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar sem við undirritun samnings þessa er 490,0. Gjalddagi er einu sinni á ári. Fyrsti gjalddagi er 1. maí 2021,“ segir í samningsdrögunum. Stefnt er að því að setja upp tvær 200 til 250 metra zip-línur sem liggja frá pöllum Perlunnar í suður í skógarlund. Þá munu tvær stálburðargrindur halda línunum. „Efri burðargrindin verður tengd við Perluna til að tryggja að hann skríði ekki. Neðri burðargrindin sem verður á afnotasvæðinu verður byggð ofan á tvö gáma. Gámarnir og burðargrindin verða hífð á staðinn svo allt rask á staðnum verði í algjöru lágmarki. Framkvæmd öll skal miðast við að þegar gámarnir verða teknir í burtu verði umhverfisáhrif lítil sem engin. Grafa þarf 4 holur og koma fyrir steytum stöplum sem leigutaki skal fjarlægja við lok leigu. Allur frágangur og klæðning á gámun verði umhverfi til sóma,“ segir í drögum að afnotasamningnum. Þykir sérkennilegt að lesa umsögn skipulagsstjóra Þegar málið var samþykkt í borgarráði í gær lagði Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins, fram svohljóðandi bókun: „Afnotasamningur um spildu fyrir aparólu í Öskjuhlíð hefur verið samþykkt í borgarráði. Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar hefur samt hafnað umsókn Perlu norðursins, rekstrarfélags Perlunnar, um að setja upp svokallaða zip-line, nokkurs konar risaaparólu, sem átti að ná um 235 metra ofan af Perlunni og niður í Öskjuhlíð. Segir í umsögninni að deiliskipulag borgarinnar geri ekki ráð fyrir slíkri línu eða rólu. Þá sé það heldur ekki vilji borgarinnar að skipulagi verði breytt svo hægt sé að setja slíkt upp. Umsókn Perlu norðursins var því hafnað. Fulltrúa Flokks fólksins finnst svona róla skemmtileg en þykir sérkennilegt að lesa umsögn skipulagsstjóra sem segir nei á sama tími og meirihlutinn í borgarráði segir síðan já við rólunni.“ Skipulag Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fá ekki að setja upp „zip-line“ við Perluna Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar hefur hafnað umsókn Perlu norðursins, rekstrarfélags Perlunnar, um að setja upp svokallaða zip-line, nokkurs konar risaaparólu, sem átti ná um 235 metra ofan af Perlunni og niður í Öskjuhlíð. 11. mars 2021 08:08 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Í bréfi frá fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar segir að óskað sé eftir samþykki borgarráðs á meðfylgjandi afnotasamningi um 65 fermetra svæði í Öskjuhlíð undir neðri stöð fyrir zip-línu. „Um er að ræða afnotasamning um svæði undir leiktækisem Eignarhaldsfélagið Perla Norðursins hefur áhuga á að setja upp í Perlunni þannig að hægt verði að renna sér á línu um 200-250m leið í suðurátt frá Perlunni en endastöð verði á afnotasvæðinu. Um er að ræða tilraunaverkefni í eitt ár,“ segir í bréfinu. Með bréfinu fylgja drög að afnotasamningi um svæðið og er hann tímabundinn í eitt ár frá 15. apríl næstkomandi. Stefna að því að setja upp tvær línur „Við lok afnotatíma framlengist samningur þessi sjálfkrafa í eitt (1) ár í senn nema leigusali eða leigutaki tilkynni skriflega breytingu þar um með a.m.k. eins (1) mánaðar fyrirvara. Skal uppsögn tilkynnt skriflega til samningsaðila. Leiga greiðist fyrir afnotin og er hún 100.000 kr. á ári og tekur breytingum við áramót miðað við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar sem við undirritun samnings þessa er 490,0. Gjalddagi er einu sinni á ári. Fyrsti gjalddagi er 1. maí 2021,“ segir í samningsdrögunum. Stefnt er að því að setja upp tvær 200 til 250 metra zip-línur sem liggja frá pöllum Perlunnar í suður í skógarlund. Þá munu tvær stálburðargrindur halda línunum. „Efri burðargrindin verður tengd við Perluna til að tryggja að hann skríði ekki. Neðri burðargrindin sem verður á afnotasvæðinu verður byggð ofan á tvö gáma. Gámarnir og burðargrindin verða hífð á staðinn svo allt rask á staðnum verði í algjöru lágmarki. Framkvæmd öll skal miðast við að þegar gámarnir verða teknir í burtu verði umhverfisáhrif lítil sem engin. Grafa þarf 4 holur og koma fyrir steytum stöplum sem leigutaki skal fjarlægja við lok leigu. Allur frágangur og klæðning á gámun verði umhverfi til sóma,“ segir í drögum að afnotasamningnum. Þykir sérkennilegt að lesa umsögn skipulagsstjóra Þegar málið var samþykkt í borgarráði í gær lagði Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins, fram svohljóðandi bókun: „Afnotasamningur um spildu fyrir aparólu í Öskjuhlíð hefur verið samþykkt í borgarráði. Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar hefur samt hafnað umsókn Perlu norðursins, rekstrarfélags Perlunnar, um að setja upp svokallaða zip-line, nokkurs konar risaaparólu, sem átti að ná um 235 metra ofan af Perlunni og niður í Öskjuhlíð. Segir í umsögninni að deiliskipulag borgarinnar geri ekki ráð fyrir slíkri línu eða rólu. Þá sé það heldur ekki vilji borgarinnar að skipulagi verði breytt svo hægt sé að setja slíkt upp. Umsókn Perlu norðursins var því hafnað. Fulltrúa Flokks fólksins finnst svona róla skemmtileg en þykir sérkennilegt að lesa umsögn skipulagsstjóra sem segir nei á sama tími og meirihlutinn í borgarráði segir síðan já við rólunni.“
Skipulag Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fá ekki að setja upp „zip-line“ við Perluna Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar hefur hafnað umsókn Perlu norðursins, rekstrarfélags Perlunnar, um að setja upp svokallaða zip-line, nokkurs konar risaaparólu, sem átti ná um 235 metra ofan af Perlunni og niður í Öskjuhlíð. 11. mars 2021 08:08 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Fá ekki að setja upp „zip-line“ við Perluna Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar hefur hafnað umsókn Perlu norðursins, rekstrarfélags Perlunnar, um að setja upp svokallaða zip-line, nokkurs konar risaaparólu, sem átti ná um 235 metra ofan af Perlunni og niður í Öskjuhlíð. 11. mars 2021 08:08